Fasteignasala í borginni dróst saman um meira en 50% í apríl Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 18:54 Mun minna var um fasteignaviðskipti á höfuðborgarsvæðinu í apríl en í mánuðinum á undan. Fasteignasali rekur það til kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Rúmlega helmingi færri kaupsamningar voru gerðir í apríl en í mars. Fasteignasali segist ekki hafa séð slíkan samdrátt áður og rekur hann til kórónuveirufaraldursins. Hann segist bjartsýnn á að sala taki aftur við sér fljótt. Alls voru 282 kaupsamningar um fasteignir þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu í apríl samkvæmt tölum Þjóðskrár. Í mars voru þeir 612 og fækkaði kaupsamningum því um 53,9% á milli mánaða. Páll Pálsson, fasteigna- og fyrirtækjasali hjá fasteignasölunni 450, segir að samdrátturinn sé 47,8% borið saman við apríl í fyrra í pistli sem hann skrifar á vefsíðu sína. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Páll ekki muna sjálfur eftir slíkum tölum áður. Ekki séð vitað hver þróunin á fasteignamarkaði verði á næstunni. Hann segist sjálfur bjartsýnn á framhaldið. Vísaði hann til umferðar um fasteignavef Mbl.is. Hún hafi dregist verulega saman eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti kom á takmörkunum á ferðir frá Evrópu í mars. Í síðustu viku hafi umferðin um vefinn hins vegar verið sú mesta í fjögur ár. „Það virðist vera að það verði mjög hratt niður og mjög hratt upp aftur,“ sagði Páll. Í þjóðhagsspá Íslandsbanka sem var birt fyrr í vikunni var því spáð að raunverð íbúða myndi lækka um 3,2% á þessu ári, fyrst og fremst vegna minni eftirspurnar í efnahagsþrengingum sem faraldurinn veldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. 15. maí 2020 07:00 Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Rúmlega helmingi færri kaupsamningar voru gerðir í apríl en í mars. Fasteignasali segist ekki hafa séð slíkan samdrátt áður og rekur hann til kórónuveirufaraldursins. Hann segist bjartsýnn á að sala taki aftur við sér fljótt. Alls voru 282 kaupsamningar um fasteignir þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu í apríl samkvæmt tölum Þjóðskrár. Í mars voru þeir 612 og fækkaði kaupsamningum því um 53,9% á milli mánaða. Páll Pálsson, fasteigna- og fyrirtækjasali hjá fasteignasölunni 450, segir að samdrátturinn sé 47,8% borið saman við apríl í fyrra í pistli sem hann skrifar á vefsíðu sína. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Páll ekki muna sjálfur eftir slíkum tölum áður. Ekki séð vitað hver þróunin á fasteignamarkaði verði á næstunni. Hann segist sjálfur bjartsýnn á framhaldið. Vísaði hann til umferðar um fasteignavef Mbl.is. Hún hafi dregist verulega saman eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti kom á takmörkunum á ferðir frá Evrópu í mars. Í síðustu viku hafi umferðin um vefinn hins vegar verið sú mesta í fjögur ár. „Það virðist vera að það verði mjög hratt niður og mjög hratt upp aftur,“ sagði Páll. Í þjóðhagsspá Íslandsbanka sem var birt fyrr í vikunni var því spáð að raunverð íbúða myndi lækka um 3,2% á þessu ári, fyrst og fremst vegna minni eftirspurnar í efnahagsþrengingum sem faraldurinn veldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. 15. maí 2020 07:00 Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. 15. maí 2020 07:00
Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00