Valdi Alexander ekki í draumalið Íslands frá aldamótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2020 12:00 Alexander sneri aftur í íslenska landsliðið fyrir EM 2020 og var einn besti leikmaður þess á mótinu. vísir/epa Danski handboltamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen birti í morgun draumalið íslenska landsliðsins frá aldamótum. Undanfarna daga hefur Boysen sett sama draumalið ýmissa liða og tók núna það íslenska fyrir. Nokkra athygli vakti að Alexander Petersson hlaut ekki náð fyrir augum Boysens. Hann valdi Ólaf Stefánsson í stöðu hægri skyttu og Arnór Þór Gunnarsson í hægra hornið. Aðspurður af hverju Alexander væri ekki í liðinu sagðist Boysen líta á hann sem skyttu og að hans mati væri Arnór betri hornamaður. Alexander hefur lengst af ferilsins spilað sem skytta en leysti stöðu hornamanns í sókn meðan Ólafur lék með landsliðinu. Alexander og Ólafur, ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, mynduðu hægri væng íslenska liðsins sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. Guðjón Valur Sigurðsson er að sjálfsögðu í vinstra horninu í úrvalsliði Boysens, Aron Pálmarsson er vinstri skytta, Snorri Steinn Guðjónsson á miðjunni, Róbert Gunnarsson á línunni, Björgvin Páll Gústavsson í markinu og Sverre Jakobsson varnarmaður. Þjálfari er Guðmundur Guðmundsson. My Icelandic national dream team since 2000.Impact, level, years & achievements are taken into consideration.Players like Petersson, Geirsson, Atlason, Hallgrímsson, Dagur & Sigfus Sigurðsson, Hrafnkelsson, Jóhannesson, Ólafsson & Karason are left out.Your thoughts? pic.twitter.com/sfA1ZU6zme— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 15, 2020 Boysen nefndi einnig eftirtalda leikmenn sem voru nálægt því að komast í liðið: Alexander, Loga Geirsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn, Dag Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson, Guðmund Hrafnkelsson, Patrek Jóhannesson, Þóri Ólafsson og Rúnar Kárason. Boysen leikur með Elverum í Noregi þar sem hann var samherji Sigvalda Guðjónssonar sem leikur með Kielce í Póllandi á næsta ári. Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira
Danski handboltamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen birti í morgun draumalið íslenska landsliðsins frá aldamótum. Undanfarna daga hefur Boysen sett sama draumalið ýmissa liða og tók núna það íslenska fyrir. Nokkra athygli vakti að Alexander Petersson hlaut ekki náð fyrir augum Boysens. Hann valdi Ólaf Stefánsson í stöðu hægri skyttu og Arnór Þór Gunnarsson í hægra hornið. Aðspurður af hverju Alexander væri ekki í liðinu sagðist Boysen líta á hann sem skyttu og að hans mati væri Arnór betri hornamaður. Alexander hefur lengst af ferilsins spilað sem skytta en leysti stöðu hornamanns í sókn meðan Ólafur lék með landsliðinu. Alexander og Ólafur, ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, mynduðu hægri væng íslenska liðsins sem vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. Guðjón Valur Sigurðsson er að sjálfsögðu í vinstra horninu í úrvalsliði Boysens, Aron Pálmarsson er vinstri skytta, Snorri Steinn Guðjónsson á miðjunni, Róbert Gunnarsson á línunni, Björgvin Páll Gústavsson í markinu og Sverre Jakobsson varnarmaður. Þjálfari er Guðmundur Guðmundsson. My Icelandic national dream team since 2000.Impact, level, years & achievements are taken into consideration.Players like Petersson, Geirsson, Atlason, Hallgrímsson, Dagur & Sigfus Sigurðsson, Hrafnkelsson, Jóhannesson, Ólafsson & Karason are left out.Your thoughts? pic.twitter.com/sfA1ZU6zme— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) April 15, 2020 Boysen nefndi einnig eftirtalda leikmenn sem voru nálægt því að komast í liðið: Alexander, Loga Geirsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn, Dag Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson, Guðmund Hrafnkelsson, Patrek Jóhannesson, Þóri Ólafsson og Rúnar Kárason. Boysen leikur með Elverum í Noregi þar sem hann var samherji Sigvalda Guðjónssonar sem leikur með Kielce í Póllandi á næsta ári.
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Sjá meira