Keflvíkingar grilluðu fyrir framlínufólk Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 23:00 Dominykas Milka var á meðal þeirra sem sáu um að færa framlínufólkinu veitingar. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er gaman að geta gert eitthvað svona fyrir framlínufólkið okkar,“ segir Kristján Helgi Jóhannsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en deildin bauð heilbrigðisstarfsfólki upp á grillaða hamborgara til að sýna þakklæti fyrir störf þess á tímum kórónuveirufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson heimsótti Keflvíkinga í glaðasólskini og ljóst að uppátækið vakti mikla lukku. Leikmenn tóku þátt en þeir fóru fyrr í frí frá körfuboltanum en ella vegna faraldursins. „Þegar við kíktum í frystikistuna, eftir 19. mars, þá sáum við hátt í 200 hamborgara sem átti að nýta í úrslitakeppnina, sem ekki voru lengur not fyrir. Okkur datt þetta því í hug. Þetta er leið til að þakka fólkinu í samfélaginu og þá er gott að framlínufólkið fái að njóta, sem hefur verið að sinna okkur öllum,“ sagði Kristján. Keflvíkingar hrundu af stað söfnun á Karolina Fund eftir að hafa orðið af miklum tekjum vegna kórónuveirunnar, og fengu afar góðar viðtökur. Þeir hafa safnað þeirri upphæð sem stefnt var að og rúmlega það. Því var vert að fagna, og nú hefur verið samið við flesta leikmenn liðanna um að spila áfram fyrir Keflavík. Þar á meðal er Dominykas Milka sem var einn besti leikmaður Domino‘s-deildar karla í vetur. Kjartan ræddi einnig við hann. „Við vildum sýna þakklæti okkar gagnvart öllu fólkinu sem er að vernda Ísland og Keflavík gegn kórónuveirunni. Sýna að við sem félag kunnum að meta þetta og viljum gefa eitthvað til baka,“ sagði Milka í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Karfan í Keflavík grillaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavík ÍF Reykjanesbær Tengdar fréttir Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42 Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00 Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10 Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Það er gaman að geta gert eitthvað svona fyrir framlínufólkið okkar,“ segir Kristján Helgi Jóhannsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en deildin bauð heilbrigðisstarfsfólki upp á grillaða hamborgara til að sýna þakklæti fyrir störf þess á tímum kórónuveirufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson heimsótti Keflvíkinga í glaðasólskini og ljóst að uppátækið vakti mikla lukku. Leikmenn tóku þátt en þeir fóru fyrr í frí frá körfuboltanum en ella vegna faraldursins. „Þegar við kíktum í frystikistuna, eftir 19. mars, þá sáum við hátt í 200 hamborgara sem átti að nýta í úrslitakeppnina, sem ekki voru lengur not fyrir. Okkur datt þetta því í hug. Þetta er leið til að þakka fólkinu í samfélaginu og þá er gott að framlínufólkið fái að njóta, sem hefur verið að sinna okkur öllum,“ sagði Kristján. Keflvíkingar hrundu af stað söfnun á Karolina Fund eftir að hafa orðið af miklum tekjum vegna kórónuveirunnar, og fengu afar góðar viðtökur. Þeir hafa safnað þeirri upphæð sem stefnt var að og rúmlega það. Því var vert að fagna, og nú hefur verið samið við flesta leikmenn liðanna um að spila áfram fyrir Keflavík. Þar á meðal er Dominykas Milka sem var einn besti leikmaður Domino‘s-deildar karla í vetur. Kjartan ræddi einnig við hann. „Við vildum sýna þakklæti okkar gagnvart öllu fólkinu sem er að vernda Ísland og Keflavík gegn kórónuveirunni. Sýna að við sem félag kunnum að meta þetta og viljum gefa eitthvað til baka,“ sagði Milka í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Karfan í Keflavík grillaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavík ÍF Reykjanesbær Tengdar fréttir Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42 Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00 Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10 Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42
Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00
Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10
Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33