Jóhanna af Örk dýrlingur í hundrað ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. maí 2020 09:00 Hér má sjá sextándu aldar teikningu af Jóhönnu af Örk. Mynd/Wikimedia Hundrað ár eru liðin í dag frá því Benedikt 15. páfi gerði hina frönsku Jóhönnu af Örk að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar. Þetta var engin geðþóttaákvörðun. Áratugalangt ferli var að baki ákvörðuninni enda var Jóhanna þessi ein helsta þjóðhetja Frakka. Jóhanna af Örk fæddist í Domrémy í norðausturhluta Frakklands, trúlega árið 1412. Foreldrar hennar voru landeigendur og faðirinn í þokkabót minniháttar embættismaður. Sá um skattheimtu að því er kemur fram í bók þeirra Régine Pernoud og Marie-Véronique Clin um frönsku hetjuna. Að sögn Jóhönnu sjálfrar vitjuðu hennar þrír dýrlingar þegar hún var þrettán ára gömul. Mikael erkiengill, Margrét frá Antíokku og Katrín frá Alexandríu. Dýrlingarnir sögðu henni að hún þyrfti að leiða Frakka til sigurs í stríði gegn Englendingum og koma krónprinsinum til Reims svo hægt væri að vígja hann. Þetta var upphafið að ævintýrinu en áður en áfram er haldið er vert að greina frá kringumstæðunum. Hundrað ára stríðið Á þessum tíma geisaði hundrað ára stríðið. Frakkar og Englendingar börðust hvorir við aðra vegna þess að Englendingar höfðu gert tilkall til frönsku krúnunnar. Þegar Jóhanna af Örk fer að hafa afskipti af gangi mála var staðan sú að Englendingar og bandamenn þeirra stýrðu nærri öllum norðurhluta landsins auk svæðis í suðvestri. Búrgúndar stýrðu aftur á móti svæðinu í kringum Reims. Þetta skiptir máli af því hvorugur þeirra sem vildi konungsstólinn hafði verið krýndur. Það var einungis gert í Reims. Einnig er mikilvægt að geta þess að á sama tíma stóð yfir umsátur um borgina Orléans. Borgin var afar mikilvægur hlekkur í varnarkeðju Frakka og ein síðasta stóra borgin sem var enn á bandi Karls 7., krónprinsins sem Jóhanna þurfti að koma til Reims. Að því er kemur fram í bók Deborah A. Fraioli, Joan of Arc and the Hundred Years War, höfðu Frakkar í gegnum tíðina trúað ýmsum spádómum um það að einn daginn myndi kraftaverkamær koma þeim til bjargar. Jóhanna hittir Karl krónprins.Mynd/Wikimedia Frökkum til bjargar Þegar Jóhanna var sextán ára ferðaðist hún til Vaucouleurs þar sem maður að nafni Robert de Baudricourt stýrði setuliði. Hún fór fram á að de Baudricourt myndi fylgja henni til konungs og eftir að hafa fengið tvo hermenn og spáð fyrir um ósigur Frakka í orrustunni við Rouvray áður en sendiboði hafði greint frá fréttunum féllst foringinn á beiðnina. Jóhanna var sautján þegar hún hitti krónprinsinn fyrst og á að hafa heillað hann mjög. Hún fór fram á að fá að fylgja herliði til Orléans, sem Englendingar sátu um, í fullum herklæðum og fékk. Stephen W. Richey skrifaði í bók sinni, Joan of Arc: The Warrior Saint, að trúlega hefði Karl einungis fallist á þessa bón af því hann var ráðþrota. „Eftir einn ósigurinn á fætur öðrum voru leiðtogar Frakkar orðnir ráðþrota og örvæntingarfullir. Þegar Karl krónprins féllst á bón Jóhönnu um að hún fengi að vígbúast og stýra hernum hlýtur ástæðan fyrir svarinu að vera sú að hann vissi að öll hefðbundin ráð höfðu brugðist. Einungis ráðþrota stjórn myndi fylgja ólæsri sveitastelpu sem hélt því fram að Guð sjálfur segði henni fyrir verkum,“ skrifaði Richey. Miklir sigrar Her Jóhönnu kom til Orléans þann 29. apríl 1429 og náði að brjóta árás Englendinga á bak aftur. Sagnfræðinga greinir á um hversu stórt hlutverk Jóhanna af Örk spilaði í þessari atburðarás. Haft er eftir Jóhönnu sjálfri að aðalsmenn hafi stýrt herjunum. Þessir sömu herforingjar sögðu aftur á móti, að því er kemur fram í bók Pernaud og Clin, að Jóhanna hafi haft mikil áhrif á ákvarðanir þeirra. Á meðan Jóhanna fylgdi hernum unnust stórir sigrar og vinsældir hennar jukust. Fljótlega eftir umsátrið um Orléans sigruðu Frakkar Englendinga við Patay og í júlí var Karl sjöundi loks krýndur í dómkirkjunni í Reims. Var Jóhanna viðstödd athöfnina. Málverk frá nítjándu öld þar sem Búrgúndar sjást handsama Jóhönnu.Mynd/Wikimedia Efasemdir og tap Sigurgleðin var hins vegar ekki langlíf. Fljótlega fór her Jóhönnu að tapa orrustum og þann 23. maí 1430 náði herlið hertogans af Búrgúndí að handsama Jóhönnu. Hún var framseld til Englendinga. Þegar þarna er komið við sögu eru Englendingar alls ekki svo vissir um að Jóhanna sé í raun sendiboði Guðs. Í nýlegri grein National Geographic um frönsku hetjuna er svona komist að orði: „Hvernig var hægt að fanga sendiboða Guðs svo auðveldlega? Og ef hún var ekki sendiboði Guðs í raun, hver var hún þá? Englendingar og bandamenn þeirra voru vissir í sinni sök [...] Ef raddirnar sem hún heyrði komu frá djöflinum hlýtur málstaður hennar, krýning Karls sjöunda, að hafa verið myrkraverk.“ Sakfelling og dauði Englendingar réttuðu yfir Jóhönnu og hún var loks sakfelld fyrir trúvillu. Klerkar frá Englandi og Búrgúndí sögðu hana ekki heyra rödd Guðs heldur Satans og annarra djöfla og sögðu það sérstaklega til marks um úrkynjun frönsku meyjunnar að hún klæddist gjarnan karlmannsfötum. Að endingu var hún dæmd í ævilangt fangelsi og skylduð til þess að klæðast kvenmannsfötum. Einungis fjórum dögum eftir að dómurinn féll heimsóttu dómarar hana í fangelsið og sáu að hún var enn á ný klædd í karlmannsföt. Jóhanna á að hafa sagt þessum dómurum að hinar guðlegu raddir hafi skammað hana fyrir að láta undan. Englendingarnir nýttu tækifærið og dæmdu Jóhönnu til dauða. Jóhanna af Örk var brennd á báli að morgni 30. maí árið 1431. Þegar hún var látin brenndu Englendingar líkið aftur, tvisvar, til þess að fyrirbyggja að hægt væri að safna leifunum. Var öskunni svo kastað í Signu. Hundrað ára stríðinu lauk tveimur áratugum seinna þegar Búrgúndar skiptu um lið. Frakkar unnu stríðið og Karl sjöundi varð óumdeildur konungur. Lifði í hugum Frakka Sögunni lýkur þó ekki hér, hvergi nærri. Jóhanna af Örk lifði og lifir áfram í hugum Frakka og hefur hennar verið minnst á hverju ári í Orléans allt frá því 1432, fyrir utan þann tíma þegar franskir byltingarleiðtogar bönnuðu hátiðina vegna stuðnings Jóhönnu við Frakklandskonung. Þegar stríðið var að baki var sett af stað sérstök rannsókn á réttarhöldunum yfir Jóhönnu. Klerkar um gjörvalla Evrópu rýndu í málið og komust loks að þeirri niðurstöðu árið 1456 að Jóhanna af Örk hafi verið saklaus. Fjögur hundruð árum seinna, eða árið 1869, fögnuðu Frakkar því að 440 ár voru liðin frá umsátrinu um Orléans. Félix Douhanloup, þá biskup af Orléans, hóf þá formlega ferlið sem leiddi að því að Jóhanna var gerð að dýrlingi. Undirskriftum var safnað og skýrslur teknar af kirkjunar mönnum. Vegurinn var þyrnum stráður. Kirkjan hafnaði bóninni árið 1902 vegna efasemda um gjörðir hennar. Píus tíundi páfi er þó sagður hafa beitt sér fyrir blessun Jóhönnu og fór sérstök athöfn þess efnis fram árið 1909. Ellefu árum síðar var Jóhanna loks formlega gerð að dýrlingi. Um sextíu þúsund sóttu athöfnina, þar á meðal 140 ættingjar dýrlingsins. Frakkland Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Hundrað ár eru liðin í dag frá því Benedikt 15. páfi gerði hina frönsku Jóhönnu af Örk að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar. Þetta var engin geðþóttaákvörðun. Áratugalangt ferli var að baki ákvörðuninni enda var Jóhanna þessi ein helsta þjóðhetja Frakka. Jóhanna af Örk fæddist í Domrémy í norðausturhluta Frakklands, trúlega árið 1412. Foreldrar hennar voru landeigendur og faðirinn í þokkabót minniháttar embættismaður. Sá um skattheimtu að því er kemur fram í bók þeirra Régine Pernoud og Marie-Véronique Clin um frönsku hetjuna. Að sögn Jóhönnu sjálfrar vitjuðu hennar þrír dýrlingar þegar hún var þrettán ára gömul. Mikael erkiengill, Margrét frá Antíokku og Katrín frá Alexandríu. Dýrlingarnir sögðu henni að hún þyrfti að leiða Frakka til sigurs í stríði gegn Englendingum og koma krónprinsinum til Reims svo hægt væri að vígja hann. Þetta var upphafið að ævintýrinu en áður en áfram er haldið er vert að greina frá kringumstæðunum. Hundrað ára stríðið Á þessum tíma geisaði hundrað ára stríðið. Frakkar og Englendingar börðust hvorir við aðra vegna þess að Englendingar höfðu gert tilkall til frönsku krúnunnar. Þegar Jóhanna af Örk fer að hafa afskipti af gangi mála var staðan sú að Englendingar og bandamenn þeirra stýrðu nærri öllum norðurhluta landsins auk svæðis í suðvestri. Búrgúndar stýrðu aftur á móti svæðinu í kringum Reims. Þetta skiptir máli af því hvorugur þeirra sem vildi konungsstólinn hafði verið krýndur. Það var einungis gert í Reims. Einnig er mikilvægt að geta þess að á sama tíma stóð yfir umsátur um borgina Orléans. Borgin var afar mikilvægur hlekkur í varnarkeðju Frakka og ein síðasta stóra borgin sem var enn á bandi Karls 7., krónprinsins sem Jóhanna þurfti að koma til Reims. Að því er kemur fram í bók Deborah A. Fraioli, Joan of Arc and the Hundred Years War, höfðu Frakkar í gegnum tíðina trúað ýmsum spádómum um það að einn daginn myndi kraftaverkamær koma þeim til bjargar. Jóhanna hittir Karl krónprins.Mynd/Wikimedia Frökkum til bjargar Þegar Jóhanna var sextán ára ferðaðist hún til Vaucouleurs þar sem maður að nafni Robert de Baudricourt stýrði setuliði. Hún fór fram á að de Baudricourt myndi fylgja henni til konungs og eftir að hafa fengið tvo hermenn og spáð fyrir um ósigur Frakka í orrustunni við Rouvray áður en sendiboði hafði greint frá fréttunum féllst foringinn á beiðnina. Jóhanna var sautján þegar hún hitti krónprinsinn fyrst og á að hafa heillað hann mjög. Hún fór fram á að fá að fylgja herliði til Orléans, sem Englendingar sátu um, í fullum herklæðum og fékk. Stephen W. Richey skrifaði í bók sinni, Joan of Arc: The Warrior Saint, að trúlega hefði Karl einungis fallist á þessa bón af því hann var ráðþrota. „Eftir einn ósigurinn á fætur öðrum voru leiðtogar Frakkar orðnir ráðþrota og örvæntingarfullir. Þegar Karl krónprins féllst á bón Jóhönnu um að hún fengi að vígbúast og stýra hernum hlýtur ástæðan fyrir svarinu að vera sú að hann vissi að öll hefðbundin ráð höfðu brugðist. Einungis ráðþrota stjórn myndi fylgja ólæsri sveitastelpu sem hélt því fram að Guð sjálfur segði henni fyrir verkum,“ skrifaði Richey. Miklir sigrar Her Jóhönnu kom til Orléans þann 29. apríl 1429 og náði að brjóta árás Englendinga á bak aftur. Sagnfræðinga greinir á um hversu stórt hlutverk Jóhanna af Örk spilaði í þessari atburðarás. Haft er eftir Jóhönnu sjálfri að aðalsmenn hafi stýrt herjunum. Þessir sömu herforingjar sögðu aftur á móti, að því er kemur fram í bók Pernaud og Clin, að Jóhanna hafi haft mikil áhrif á ákvarðanir þeirra. Á meðan Jóhanna fylgdi hernum unnust stórir sigrar og vinsældir hennar jukust. Fljótlega eftir umsátrið um Orléans sigruðu Frakkar Englendinga við Patay og í júlí var Karl sjöundi loks krýndur í dómkirkjunni í Reims. Var Jóhanna viðstödd athöfnina. Málverk frá nítjándu öld þar sem Búrgúndar sjást handsama Jóhönnu.Mynd/Wikimedia Efasemdir og tap Sigurgleðin var hins vegar ekki langlíf. Fljótlega fór her Jóhönnu að tapa orrustum og þann 23. maí 1430 náði herlið hertogans af Búrgúndí að handsama Jóhönnu. Hún var framseld til Englendinga. Þegar þarna er komið við sögu eru Englendingar alls ekki svo vissir um að Jóhanna sé í raun sendiboði Guðs. Í nýlegri grein National Geographic um frönsku hetjuna er svona komist að orði: „Hvernig var hægt að fanga sendiboða Guðs svo auðveldlega? Og ef hún var ekki sendiboði Guðs í raun, hver var hún þá? Englendingar og bandamenn þeirra voru vissir í sinni sök [...] Ef raddirnar sem hún heyrði komu frá djöflinum hlýtur málstaður hennar, krýning Karls sjöunda, að hafa verið myrkraverk.“ Sakfelling og dauði Englendingar réttuðu yfir Jóhönnu og hún var loks sakfelld fyrir trúvillu. Klerkar frá Englandi og Búrgúndí sögðu hana ekki heyra rödd Guðs heldur Satans og annarra djöfla og sögðu það sérstaklega til marks um úrkynjun frönsku meyjunnar að hún klæddist gjarnan karlmannsfötum. Að endingu var hún dæmd í ævilangt fangelsi og skylduð til þess að klæðast kvenmannsfötum. Einungis fjórum dögum eftir að dómurinn féll heimsóttu dómarar hana í fangelsið og sáu að hún var enn á ný klædd í karlmannsföt. Jóhanna á að hafa sagt þessum dómurum að hinar guðlegu raddir hafi skammað hana fyrir að láta undan. Englendingarnir nýttu tækifærið og dæmdu Jóhönnu til dauða. Jóhanna af Örk var brennd á báli að morgni 30. maí árið 1431. Þegar hún var látin brenndu Englendingar líkið aftur, tvisvar, til þess að fyrirbyggja að hægt væri að safna leifunum. Var öskunni svo kastað í Signu. Hundrað ára stríðinu lauk tveimur áratugum seinna þegar Búrgúndar skiptu um lið. Frakkar unnu stríðið og Karl sjöundi varð óumdeildur konungur. Lifði í hugum Frakka Sögunni lýkur þó ekki hér, hvergi nærri. Jóhanna af Örk lifði og lifir áfram í hugum Frakka og hefur hennar verið minnst á hverju ári í Orléans allt frá því 1432, fyrir utan þann tíma þegar franskir byltingarleiðtogar bönnuðu hátiðina vegna stuðnings Jóhönnu við Frakklandskonung. Þegar stríðið var að baki var sett af stað sérstök rannsókn á réttarhöldunum yfir Jóhönnu. Klerkar um gjörvalla Evrópu rýndu í málið og komust loks að þeirri niðurstöðu árið 1456 að Jóhanna af Örk hafi verið saklaus. Fjögur hundruð árum seinna, eða árið 1869, fögnuðu Frakkar því að 440 ár voru liðin frá umsátrinu um Orléans. Félix Douhanloup, þá biskup af Orléans, hóf þá formlega ferlið sem leiddi að því að Jóhanna var gerð að dýrlingi. Undirskriftum var safnað og skýrslur teknar af kirkjunar mönnum. Vegurinn var þyrnum stráður. Kirkjan hafnaði bóninni árið 1902 vegna efasemda um gjörðir hennar. Píus tíundi páfi er þó sagður hafa beitt sér fyrir blessun Jóhönnu og fór sérstök athöfn þess efnis fram árið 1909. Ellefu árum síðar var Jóhanna loks formlega gerð að dýrlingi. Um sextíu þúsund sóttu athöfnina, þar á meðal 140 ættingjar dýrlingsins.
Frakkland Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira