Viðskipti erlent

Apple kynnir nýjan, ódýrari iPhone

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hægt verður að velja um þrjá liti á símann. Svartan, hvítan og rauðan.
Hægt verður að velja um þrjá liti á símann. Svartan, hvítan og rauðan. Apple

Tæknirisinn Apple tilkynnti í dag um útgáfu nýrrar kynslóðar af ódýrari gerð iPhone-snjallsíma, iPhone SE.

Tæknifréttasíðan cnet.com kallar hinn nýja síma „iPhone 11 troðið inn í lagfært módel af iPhone 8. Ódýrasta gerð iPhone SE kemur til með að kosta 399 dollara, eða um 57 þúsund íslenskar krónur. Þó er viðbúið að síminn gæti orðið skör dýrari, sé hann keyptur hér á landi.

Síminn er minni en þær útgáfur iPhone-símanna sem Apple hafa gefið út undanfarið. Þá skartar hann svokölluðum home-takka, sem ekki hefur verið á neinni gerð iPhone-síma síðan iPhone 8, sem nú er hætt að framleiða.

Eins skartar síminn 12 megapixla linsu og getur tekið upp myndskeið í 4K-gæðum. Þá verður hægt að velja á milli þess að fá símann með 64, 128 eða 256 gígabæta geymsluminni. Hægt verður að velja um þrjá liti á símanum. Hvítan, rauðan og svartan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×