Alfreð telur að þýska deildin geti verið fyrirmynd fyrir aðrar deildir Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2020 09:45 Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg hefja leik í þýsku úrvalsdeildinni að nýju í dag. vísir/getty Þýska úrvalsdeildin í knattspyrnu fer aftur af stað í dag en hún er fyrsta deild meginlands Evrópu sem hefst að nýju eftir að öllu var frestað vegna kórónufaraldursins. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason og samherjar hans í Augsburg mæta Wolfsburg klukkan 13:30 í dag. Í viðtali við íþróttavef Morgunblaðsins segir Alfreð að hann telji að þýska deildin geti verið fyrirmynd fyrir aðrar deildar álfunnar. Þýska úrvalsdeildin hefur verið í tæpu tveggja mánaðar pásu vegna kórónufaraldursins en enn er óvíst hvenær aðrar deildir Evrópu geta farið af stað. Leikmenn þýsku deildarinnar hafa hins vegar æft í litlum hópum frá því um miðjan mars. „Það eru allir í Þýskalandi mjög spenntir fyrir því að hefja leik,“ sagði Alfreð í viðtali við Morgunblaðið. „Ég tel að endurkoma deildarinnar muni ekki bara hafa góð áhrif á knattspyrnuáhugamenn í landinu heldur líka bara á þýsku þjóðina í heild sinni. Ef allt gengur vel hjá okkur, þessar fyrstu vikur, þá er þýska deildin klárlega eitthvað sem aðrar deildir geta horft til og Bundesligan getur auðveldega verið ákveðin fyrirmynd fyrir aðrar deildir," sagði framherjinn að lokum. Augsburg er í fjórtánda sæti deildarinnar með 27 stig. Liðið er ellefu stigum frá fallsæti en aðeins fimm frá sextánda sæti sem þýðir að liðið þyrfti að fara í umspil við lið úr B-deildinni um hvort myndi leika í úrvalsdeildinni að ári. Alfreð hefur aðeins byrjað átta leiki á þessari leiktíð en hann hefur verið að glíma við þrálát meiðsli og óvíst er með þátttöku hans í leiknum í dag. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30 Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira
Þýska úrvalsdeildin í knattspyrnu fer aftur af stað í dag en hún er fyrsta deild meginlands Evrópu sem hefst að nýju eftir að öllu var frestað vegna kórónufaraldursins. Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason og samherjar hans í Augsburg mæta Wolfsburg klukkan 13:30 í dag. Í viðtali við íþróttavef Morgunblaðsins segir Alfreð að hann telji að þýska deildin geti verið fyrirmynd fyrir aðrar deildar álfunnar. Þýska úrvalsdeildin hefur verið í tæpu tveggja mánaðar pásu vegna kórónufaraldursins en enn er óvíst hvenær aðrar deildir Evrópu geta farið af stað. Leikmenn þýsku deildarinnar hafa hins vegar æft í litlum hópum frá því um miðjan mars. „Það eru allir í Þýskalandi mjög spenntir fyrir því að hefja leik,“ sagði Alfreð í viðtali við Morgunblaðið. „Ég tel að endurkoma deildarinnar muni ekki bara hafa góð áhrif á knattspyrnuáhugamenn í landinu heldur líka bara á þýsku þjóðina í heild sinni. Ef allt gengur vel hjá okkur, þessar fyrstu vikur, þá er þýska deildin klárlega eitthvað sem aðrar deildir geta horft til og Bundesligan getur auðveldega verið ákveðin fyrirmynd fyrir aðrar deildir," sagði framherjinn að lokum. Augsburg er í fjórtánda sæti deildarinnar með 27 stig. Liðið er ellefu stigum frá fallsæti en aðeins fimm frá sextánda sæti sem þýðir að liðið þyrfti að fara í umspil við lið úr B-deildinni um hvort myndi leika í úrvalsdeildinni að ári. Alfreð hefur aðeins byrjað átta leiki á þessari leiktíð en hann hefur verið að glíma við þrálát meiðsli og óvíst er með þátttöku hans í leiknum í dag.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30 Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira
Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Þjóðverjar ætla heldur betur að passa upp á það að leikmenn þýsku deildarinnar hvorki smitist eða smiti aðra af kórónuveirunni á næstunni. 13. maí 2020 08:30
Alfreð: Fékk mikla öfund frá félögum í öðrum löndum Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, er ánægður að boltinn fari þar bráðum að rúlla og segir að félagar hans víðs vegar um Evrópu öfunda hann að vera spila í Þýskalandi. 8. maí 2020 21:00