Skoða tæki sem ræður við 4.000 veirupróf á dag: Kostnaðurinn við hvert próf lægri en 27.400 krónur Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2020 12:43 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans Arnar Halldórsson Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem ræður við 4000 próf á dag. Verkefnahópurinn, sem sér um að útfæra skimanir fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, hefur níu daga til að skila niðurstöðum sínum. Einn af þeim sem sér um að greina hvort verkefnið sé gerlegt er Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Háskóla Íslands. Samkvæmt skipunarbréfi ráðherra er miðast við að afköst verði eitt þúsund sýni á dag. „Ef það eru þúsund sýni á dag þá skiptir máli hvort við erum að fá mikið af öðrum sýnum. Við erum stöðugt að greina veirusýkingar almennt í sjúklingum á landinu. Þannig að við höfum afkastagetu upp að 1.200 sýnum á dag. Þá er mjög mikið álag á starfsmennina. Við erum að panta tækjaróbot til að auðvelda úrvinnslu sýnanna sem ætti að koma vonandi fljótlega,“ segir Karl. Þessi tækjaróbot getur afkastað 4.000 sýnum á dag. Samkeppnin um tækjakaup er þó mikil og ákveðin bið eftir að fá þau. Kostnaðurinn hefur verið 27.400 krónur Ráðherra hefur mælst til að kostnaður við hvert próf verði ekki hærri en 50 þúsund krónur. Fréttastofa fékk svar frá Landspítalanum fyrr í vetur um kostnað við hvert próf vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn er 27.400 krónur. Karl telur að kostnaðurinn við prófin á landamærunum verði lægri. „Það er það sem við erum að vinna í núna. Það er að kostnaðargreina þessa rannsókn. Þessi tala, 27 þúsund, hún byggist á aðeins öðrum aðferðum og er verið að endurskoða þá tölu. Í þeirri rannsókn er ekki bara verið að skoða eina veiru, heldur öndunarfæraveirur almennt og er þess vegna dýrara. Þetta er dálítið öðruvísi ef við erum bara að einblína á kórónuveiruna. Þess vegna þurfum við að meta kostnaðinn upp á nýtt. Það er mjög líklegt að kostnaðurinn verði lægri en 27 þúsund krónur,“ segir Karl. Niðurstaða fengist á þremur og hálfum tíma Í Vínarborg eru ferðamenn látnir borga 190 evrur, sem nemur tæpum 30 þúsund krónum, fyrir próf sem tekur um þrjá tíma að fá niðurstöðu úr. Tækjabúnaðurinn sem veirufræðideildin hefur skoðað myndi skila niðurstöðu á þremur og hálfum tíma. „Þetta fer mikið eftir því hvaða próf er verið að gera. Í þessum afkastamikla tækjabúnaði sem við höfum verið að skoða, sem afkastar fjögur þúsund sýnum, þar tekur vinnslan í tækinu þrjá og hálfan tíma. Það eru til próf sem eru fljótvirkari en ekki eins afkastamikil. Það eru próf til dæmis sem er hægt að gera á staðnum sem eru komin á markað í Bandaríkjunum þar sem það tekur ekki nema 5 mínútur að greina jákvætt sýni en 15 mínútur neikvætt. Sá tækjabúnaður tekur aðeins eitt sýni í einu. Hann er því miður aðeins fáanlegur í Bandaríkjunum. Það þarf að skoða bæði afköstin og tímann. Það er mikið mál að fara yfir þetta og skoða kosti og galla hverrar aðferðar fyrir sig og hvað er raunhæft að fá á þessum stutta tíma sem við höfum til stefnu,“ segir Karl. Skoða áhættuna af veiruprófunum Fyrr í vetur vöruðu heilbrigðisyfirvöld hér á landi við því að falskt öryggi gæti falist í neikvæðu kórónuveiruprófi, það er að segja ef veirupróf leiðir í ljós að viðkomandi er ekki með kórónuveiruna. Var bent á að veiran hafi þá mögulega ekki fjölgað sér nægjanlega svo prófin gætu greint hana. Þess vegna þurftu margir að sæta tveggja vikna sóttkví þó þeir hefðu fengið neikvætt úr prófinu. Spurður hvort það sé óhætt að hleypta ferðamönnum hingað til lands á grundvelli slíks prófs segir Karl það í skoðun hjá starfshópnum. „Það er verið að gera áhættumat á Landspítalanum með tilliti til þessa. Auðvitað er öruggast að hleypa engum inn í landið en það er ekki raunhæft heldur. Við erum að reyna að fara þarna besta meðalveginn, þannig að við ráðum við þau tilfelli sem myndu koma. Þetta er tilraun sem á að meta árangurinn af. Ég held að það verði að skoða og meta áhættuna af því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Talið er að veiruprófin á Keflavíkurflugvelli verði mun ódýrari en sá kostnaður sem Landspítalinn hefur hingað til lagt á slík próf, sem eru rúmar 27 þúsund krónur. Til skoðunar er að kaupa tækjabúnað sem ræður við 4000 próf á dag. Verkefnahópurinn, sem sér um að útfæra skimanir fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, hefur níu daga til að skila niðurstöðum sínum. Einn af þeim sem sér um að greina hvort verkefnið sé gerlegt er Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Háskóla Íslands. Samkvæmt skipunarbréfi ráðherra er miðast við að afköst verði eitt þúsund sýni á dag. „Ef það eru þúsund sýni á dag þá skiptir máli hvort við erum að fá mikið af öðrum sýnum. Við erum stöðugt að greina veirusýkingar almennt í sjúklingum á landinu. Þannig að við höfum afkastagetu upp að 1.200 sýnum á dag. Þá er mjög mikið álag á starfsmennina. Við erum að panta tækjaróbot til að auðvelda úrvinnslu sýnanna sem ætti að koma vonandi fljótlega,“ segir Karl. Þessi tækjaróbot getur afkastað 4.000 sýnum á dag. Samkeppnin um tækjakaup er þó mikil og ákveðin bið eftir að fá þau. Kostnaðurinn hefur verið 27.400 krónur Ráðherra hefur mælst til að kostnaður við hvert próf verði ekki hærri en 50 þúsund krónur. Fréttastofa fékk svar frá Landspítalanum fyrr í vetur um kostnað við hvert próf vegna kórónuveirunnar. Kostnaðurinn er 27.400 krónur. Karl telur að kostnaðurinn við prófin á landamærunum verði lægri. „Það er það sem við erum að vinna í núna. Það er að kostnaðargreina þessa rannsókn. Þessi tala, 27 þúsund, hún byggist á aðeins öðrum aðferðum og er verið að endurskoða þá tölu. Í þeirri rannsókn er ekki bara verið að skoða eina veiru, heldur öndunarfæraveirur almennt og er þess vegna dýrara. Þetta er dálítið öðruvísi ef við erum bara að einblína á kórónuveiruna. Þess vegna þurfum við að meta kostnaðinn upp á nýtt. Það er mjög líklegt að kostnaðurinn verði lægri en 27 þúsund krónur,“ segir Karl. Niðurstaða fengist á þremur og hálfum tíma Í Vínarborg eru ferðamenn látnir borga 190 evrur, sem nemur tæpum 30 þúsund krónum, fyrir próf sem tekur um þrjá tíma að fá niðurstöðu úr. Tækjabúnaðurinn sem veirufræðideildin hefur skoðað myndi skila niðurstöðu á þremur og hálfum tíma. „Þetta fer mikið eftir því hvaða próf er verið að gera. Í þessum afkastamikla tækjabúnaði sem við höfum verið að skoða, sem afkastar fjögur þúsund sýnum, þar tekur vinnslan í tækinu þrjá og hálfan tíma. Það eru til próf sem eru fljótvirkari en ekki eins afkastamikil. Það eru próf til dæmis sem er hægt að gera á staðnum sem eru komin á markað í Bandaríkjunum þar sem það tekur ekki nema 5 mínútur að greina jákvætt sýni en 15 mínútur neikvætt. Sá tækjabúnaður tekur aðeins eitt sýni í einu. Hann er því miður aðeins fáanlegur í Bandaríkjunum. Það þarf að skoða bæði afköstin og tímann. Það er mikið mál að fara yfir þetta og skoða kosti og galla hverrar aðferðar fyrir sig og hvað er raunhæft að fá á þessum stutta tíma sem við höfum til stefnu,“ segir Karl. Skoða áhættuna af veiruprófunum Fyrr í vetur vöruðu heilbrigðisyfirvöld hér á landi við því að falskt öryggi gæti falist í neikvæðu kórónuveiruprófi, það er að segja ef veirupróf leiðir í ljós að viðkomandi er ekki með kórónuveiruna. Var bent á að veiran hafi þá mögulega ekki fjölgað sér nægjanlega svo prófin gætu greint hana. Þess vegna þurftu margir að sæta tveggja vikna sóttkví þó þeir hefðu fengið neikvætt úr prófinu. Spurður hvort það sé óhætt að hleypta ferðamönnum hingað til lands á grundvelli slíks prófs segir Karl það í skoðun hjá starfshópnum. „Það er verið að gera áhættumat á Landspítalanum með tilliti til þessa. Auðvitað er öruggast að hleypa engum inn í landið en það er ekki raunhæft heldur. Við erum að reyna að fara þarna besta meðalveginn, þannig að við ráðum við þau tilfelli sem myndu koma. Þetta er tilraun sem á að meta árangurinn af. Ég held að það verði að skoða og meta áhættuna af því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira