Innlent

Starfs­stöðvum Hafnar­fjarðar, Garðarbæjar og Kópa­vogs fyrir fólk í við­kvæmri stöðu lokað

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær hafa lokað starfsstöðvum sínum sem þjónusta viðkvæma hópa og fólk með undirliggjandi sjúkdóma vegna kórónuveirufaraldursins.
Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Garðabær hafa lokað starfsstöðvum sínum sem þjónusta viðkvæma hópa og fólk með undirliggjandi sjúkdóma vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að loka starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af því að neyðarstigi almannavarna hafi verið lýst yfir hjá ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnarlækni vegna kórónuveirunnar.

Þá tilkynnti Kópavogsbær einnig að starfsstöðvum sveitarfélagsins fyrir sama hóp yrði lokað vegna kórónuveirunnar. Þeim verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum.

Eftirfarandi starfstöðvum í Hafnarfjarðarbæ hefur verið lokað: 

Hraunseli að Flatahrauni 3

Hjallabraut 33

 Sólvangsvegi 1

 Læki, Hörðuvöllum 1

Mötuneytum á Hjallabraut 33 og Sólvangsvegi 1 hefur einnig verið lokað.

Hæfingarmiðstöðin að Bæjarhrauni

Geitungar, atvinnuþjálfun

Vinaskjóli, lengdri viðveru

Skammtímadvöl í Hnotubergi.

Öll önnur þjónusta í Hafnarfirði helst órofin, það er, öll heimaþjónusta, stuðningsþjónusta, þjónusta í íbúðakjörnum og á heimilum. Þá verður unnið eftir skýrum verkferlum og í nánu samstarfi við neyðarstjórn sveitarfélagsins og almannavarnir.

Heimsóknarbann hefur verið sett á Hrafnistuheimilinu í Hafnarfirði og á hjúkrunarheimilinu á Sólvangi. Dagdvölinni á Sólvangi hefur einnig verið lokað. Dagdvöl á Hrafnistu er opin og í Drafnarhúsi.

Sjá einnig: Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar

Staðan verður endurmetin daglega og tilkynningar og upplýsingar sendar til hlutaðeigandi.

Þær starfsstöðvar sem lokað hefur verið í Kópavogsbæ er eftirfarandi: 

Gjábakki

Gullsmári

Boðinn

Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða

Hæfingarstöðinni Dalvegi

 Vinnustaðnum Örvi 

Hrauntunga

Þá mun Neyðarstjórn Kópavogs halda áfram að fylgjast náið með þróun mála í útbreiðslu kórónuveirunnar og er í daglegum samskiptum við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Næsti fundur Neyðarstjórnar Kópavogs hefur verið boðaður síðdegis í dag.

Garðarbær mun einnig loka starfsstöðvum sínum fyrir fólk í viðkvæmri stöðu og eru það eftirfarandi starfsstöðvar sem lokað hefur verið:

 Jónshúsi, félagsmiðstöð, Strikinu 6

Smiðjunni, Kirkjuhvoli

Litlakoti, Álftanesi

Skammtímavistun í Móaflöt

Öllu skipulögðu tómstunda- og íþróttastarfi fyrir eldri borgara á vegum Garðarbæjar, s.s. í íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði hefur verið fellt niður tímabundið.


Tengdar fréttir

Skerða ýmsa þjónustu fyrir aldraða og fatlaða vegna veirunnar

Þjónustuskerðingin nær til allrar dagdvalar fyrir aldraða, skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna einstaklinga, vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónustu fyrir fatlað fólk og félagsstarfs á vegum velferðarsviðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×