Topplið Evrópu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 12:30 Talið er að Borussia Dortmund verði af tveimur og hálfri milljón punda fyrir hvern leik sem liðið leikur fyrir luktum dyrum. EPA-EFE/MARTIN MEISSNER Talið er að topplið evrópskrar knattspyrnu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda í tekjur vegna kórónufaraldursins. Gerir það um 619 milljarða íslenskra króna. Miðast þessar tölur við að deildarkeppni í Englandi, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu fari aftur af stað og yfirstandandi leiktímabil klárist í haust. Gangi það ekki eftir er talið að félögin í þessum deildum verði af rúmlega sex milljörðum punda eða yfir billjarð íslenskra króna. BBC greinir frá. Upphæðirnar útskýra af hverju knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur lagt jafn mikla vinnu og raun ber vitni í það að finna lausnir á hvernig megi klára tímabilin í stærstu deildum Evrópu. Þá verður reynt að klára undankeppnir Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu fyrir október en það gæti reynst þrautin þyngri þar sem enn á eftir að klára báðar þessar keppnir. Annar höfuðverkur UEFA er svo landsleikir en Ísland á til að mynda eftir að spila umspilsleiki um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Þó það hafi gengið vel að koma á regluverki er varðar prófanir á leikmönnum í Þýskalandi og í stærstu deildum Evrópu þá segir Tim Meyer, yfirmaður læknanefndar UEFA, að það verði hægara sagt en gert að yfirfæra það kerfi á öll 55 aðildarríki sambandsins. Þó svo að deildir víðsvegar um Evrópu fari aftur af stað á komandi vikum þá er samt reiknað með að félög verði af gríðarlegu fjármagni. Borussia Dortmund verður til að mynda af tveimur og hálfri milljón punda fyrir hvern heimaleik sem liðið leikur fyrir luktum dyrum. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Talið er að topplið evrópskrar knattspyrnu gætu orðið af þremur og hálfum milljarði punda í tekjur vegna kórónufaraldursins. Gerir það um 619 milljarða íslenskra króna. Miðast þessar tölur við að deildarkeppni í Englandi, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu fari aftur af stað og yfirstandandi leiktímabil klárist í haust. Gangi það ekki eftir er talið að félögin í þessum deildum verði af rúmlega sex milljörðum punda eða yfir billjarð íslenskra króna. BBC greinir frá. Upphæðirnar útskýra af hverju knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur lagt jafn mikla vinnu og raun ber vitni í það að finna lausnir á hvernig megi klára tímabilin í stærstu deildum Evrópu. Þá verður reynt að klára undankeppnir Evrópudeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu fyrir október en það gæti reynst þrautin þyngri þar sem enn á eftir að klára báðar þessar keppnir. Annar höfuðverkur UEFA er svo landsleikir en Ísland á til að mynda eftir að spila umspilsleiki um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Þó það hafi gengið vel að koma á regluverki er varðar prófanir á leikmönnum í Þýskalandi og í stærstu deildum Evrópu þá segir Tim Meyer, yfirmaður læknanefndar UEFA, að það verði hægara sagt en gert að yfirfæra það kerfi á öll 55 aðildarríki sambandsins. Þó svo að deildir víðsvegar um Evrópu fari aftur af stað á komandi vikum þá er samt reiknað með að félög verði af gríðarlegu fjármagni. Borussia Dortmund verður til að mynda af tveimur og hálfri milljón punda fyrir hvern heimaleik sem liðið leikur fyrir luktum dyrum.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira