Handbolti

KA fær landsliðsmarkvörð

Sindri Sverrisson skrifar
Nicholas Satchwell verður í marki KA á næstu leiktíð.
Nicholas Satchwell verður í marki KA á næstu leiktíð. MYND/KA

Handknattleiksdeild KA hefur fengið liðsstyrk fyrir næsta vetur með komu markvarðarins Nicholas Satchwell. Satchwell sem er fæddur árið 1991 er landsliðsmarkvörður Færeyja.

Satchwell var áður landsliðsmarkvörður Bretlands og var „15. maður“ á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Ljóst er að KA-menn vænta mikils af leikmanninum.

Í samtali við heimasíðu KA segist Satchwell vera mjög spenntur fyrir því að koma norður en hann hafi aðeins heyrt góða hluti um KA sem og Akureyrarbæ frá samherjum sínum í landsliðinu og verðandi samherjum í KA, þeim Áka Egilsnes og Allan Norðberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×