Arnar ætlaði að klófesta Inga Þór strax Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2020 15:47 Ingi Þór gerði KR að Íslandsmeisturum í fyrra en var sagt upp hjá vesturbæjarliðinu í vor. vísir/vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, var staðráðinn í að næla í Inga Þór Steinþórsson eftir að honum var sagt upp störfum hjá KR. „Arnar sendi bæði á mig og menn í kringum mig að ég yrði að hafa samband við hann strax. Hann ætlaði að ná mér um leið. Hann var mjög áhugasamur um að við myndum ná saman,“ sagði Ingi Þór í Sportinu í dag. Hann var kynntur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar ásamt Danielle Rodriguez í dag. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla mun Ingi Þór stýra drengja- og unglingaflokki hjá Stjörnunni. Ingi Þór var síðast aðstoðarþjálfari hjá KR tímabilið 2008-09. Hann hlakkar til að takast á við þessa nýju áskorun og vinna með Arnari. „Ég ætla að nota þetta sem áskorun og til að kveikja aðeins í mér. Arnar er ekki allra en er mjög áhugasamur um þá hluti sem hann er góður í og ég tel mig geta lært af því,“ sagði Ingi Þór. „Ég held að ég hafi líka fullt af hlutum sem hann er kannski ekki alveg nógu góður í. Og Dani kemur svo með þriðju víddina inn í þetta. Ég held að við eigum eftir að læra af hvort öðru og mynda gott teymi.“ Þjálfarateymi karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta.VÍSIR/KJARTAN ATLI Áskorunin var í Stjörnunni Ingi Þór hafði úr nokkrum tilboðum að velja og Þór á Akureyri vildi m.a. fá hann til að þjálfa karlalið félagsins. Stjarnan varð hins vegar fyrir valinu. „Maður hefur lengi verið í samkeppni við Stjörnuna og þetta er stórt félag. Ég sagði við Arnar, eins og alla aðra, að ég ætlaði að sjá hvað væri í boði. Og ég gerði það,“ sagði Ingi Þór. „Ég skoðaði alla möguleika og reyndi að meta hvað var best fyrir þjálfarann Inga Þór Steinþórsson. Ég var strax spenntur því ég fann að áskorunin sem ég vildi taka var klárlega þarna.“ Klippa: Sportið í dag - Ingi Þór vildi áskorunina í Garðabænum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, var staðráðinn í að næla í Inga Þór Steinþórsson eftir að honum var sagt upp störfum hjá KR. „Arnar sendi bæði á mig og menn í kringum mig að ég yrði að hafa samband við hann strax. Hann ætlaði að ná mér um leið. Hann var mjög áhugasamur um að við myndum ná saman,“ sagði Ingi Þór í Sportinu í dag. Hann var kynntur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar ásamt Danielle Rodriguez í dag. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla mun Ingi Þór stýra drengja- og unglingaflokki hjá Stjörnunni. Ingi Þór var síðast aðstoðarþjálfari hjá KR tímabilið 2008-09. Hann hlakkar til að takast á við þessa nýju áskorun og vinna með Arnari. „Ég ætla að nota þetta sem áskorun og til að kveikja aðeins í mér. Arnar er ekki allra en er mjög áhugasamur um þá hluti sem hann er góður í og ég tel mig geta lært af því,“ sagði Ingi Þór. „Ég held að ég hafi líka fullt af hlutum sem hann er kannski ekki alveg nógu góður í. Og Dani kemur svo með þriðju víddina inn í þetta. Ég held að við eigum eftir að læra af hvort öðru og mynda gott teymi.“ Þjálfarateymi karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta.VÍSIR/KJARTAN ATLI Áskorunin var í Stjörnunni Ingi Þór hafði úr nokkrum tilboðum að velja og Þór á Akureyri vildi m.a. fá hann til að þjálfa karlalið félagsins. Stjarnan varð hins vegar fyrir valinu. „Maður hefur lengi verið í samkeppni við Stjörnuna og þetta er stórt félag. Ég sagði við Arnar, eins og alla aðra, að ég ætlaði að sjá hvað væri í boði. Og ég gerði það,“ sagði Ingi Þór. „Ég skoðaði alla möguleika og reyndi að meta hvað var best fyrir þjálfarann Inga Þór Steinþórsson. Ég var strax spenntur því ég fann að áskorunin sem ég vildi taka var klárlega þarna.“ Klippa: Sportið í dag - Ingi Þór vildi áskorunina í Garðabænum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Stjarnan Sportið í dag Tengdar fréttir Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez fara bæði úr Vesturbænum yfir í Garðabæ því þau voru kynnt í dag sem nýir aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla. 18. maí 2020 10:30