Langtímanotkun lyfja valdið banaslysum í umferðinni: „Fólk hætti of seint að keyra“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. maí 2020 19:00 Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. Síðustu ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið til athugunar banaslys þar sem rekja mátti orsakirnar til þess að ökumennirnir höfðu verið á lyfjum sem slævðu getu þeirra til þess að stjórna ökutæki. Þótt yfirleitt sé um að ræða lyf sem þekkt eru að því að valda skertri ökuhæfni hafa einnig borist mál þar sem hinn látni hefur verið með mjög háa blóðþéttni af lyfjum, sem venjulega eru ekki talin skerða aksturshæfni mikið. „Við lögðum það til að landlæknir tæki það til skoðunar að það séu einhver dæmi þess í þjóðfélaginu að einstaklingur eftir langvarandi notkun lyfja séu komnir með skerta getu til að vinna úr lyfjunum og uppsöfnun á umbrotsefnun geti átt sér stað,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Eitrunargildi af venlafaxíni, algengu þunglyndislyfi sem notað er hér á landi, hafa komið upp í tveimur málum hjá nefndinni upp á síðkastið. Í öðru tilvikinu var um að ræða banaslys. Í fyrra fengu 5395 manns þunglyndislyfinu ávísað og hefur notkun þess aukist nokkuð undanfarin ár. Sævar telur að þetta geti átt við um fleiri lyf, séu þau notuð í lengri tíma. Meðal annars geðlyf. „Eftir því sem við eldumst aukast líkurnar á því að við förum að kljást við ýmis heilsufarsvandamál sem að sum hver, bæði vegna lyfjanotkunar og vandamálsins sjálfs, geta skert hæfni okkar til að stjórna ökutæki. Þannig að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar getur orðið til þess að þetta vandamál komi betur í ljós,“ segir Sævar Helgi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Embætti landlæknis myndi vekja athygli lækna á þessu. „Það getur verið mikilvægt að fylgjast með lyfjanotkun eftir langvarandi notkun að sjá hvort líkaminn sé enn að bregðast við eins og hann gerði í byrjun lyfjameðferðar,“ segir Sævar Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu slösuðust sautján manns í fyrra vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu, fimm slösuðust alvarlega. Árið á undan slösuðust 16 manns, fjórir alvarlega og einn lést. Nefndin hefur sent frá sér tillögur til Samgöngustofu um að láta útbúa nýtt vottorðseyðublað sem ökumenn þurfa að fá frá lækni þegar sótt er um endurnýjun ökuréttinda og einnig útbúa nýjar reglur hvernig framfylgja skuli skilyrðum um andlegt og líkamlegt heilbrigði í reglugerð um ökuskírteini. „Það þarf að vera ákveðin vitundarvakning bæði meðal þjóðarinnar og heilbrigðisstarfsfólks að gæta þess að ef grunsemd er um að heilbrigðisástand fólks sé þess eðlis að mögulega ætti að skila inn ökuskírteini og hvíla akstur í einhvern tíma, að það sé þá skoðað betur,“ segir Sævar Helgi. Fylgjast þurfi betur með eldri einstaklingum. „Til eru dæmi þess að fólk hætti of seint að keyra,“ segir Sævar Helgi. Umferðaröryggi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Dæmi eru um að langtímanotkun lyfja - sem venjulega eru ekki talin skerða aksturhæfni - hafi valdið alvarlegum slysum og jafnvel banaslysum í umferðinni hér á landi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur óskað eftir því að vakin sé athygli lækna á vandamálinu. Síðustu ár hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa fengið til athugunar banaslys þar sem rekja mátti orsakirnar til þess að ökumennirnir höfðu verið á lyfjum sem slævðu getu þeirra til þess að stjórna ökutæki. Þótt yfirleitt sé um að ræða lyf sem þekkt eru að því að valda skertri ökuhæfni hafa einnig borist mál þar sem hinn látni hefur verið með mjög háa blóðþéttni af lyfjum, sem venjulega eru ekki talin skerða aksturshæfni mikið. „Við lögðum það til að landlæknir tæki það til skoðunar að það séu einhver dæmi þess í þjóðfélaginu að einstaklingur eftir langvarandi notkun lyfja séu komnir með skerta getu til að vinna úr lyfjunum og uppsöfnun á umbrotsefnun geti átt sér stað,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Eitrunargildi af venlafaxíni, algengu þunglyndislyfi sem notað er hér á landi, hafa komið upp í tveimur málum hjá nefndinni upp á síðkastið. Í öðru tilvikinu var um að ræða banaslys. Í fyrra fengu 5395 manns þunglyndislyfinu ávísað og hefur notkun þess aukist nokkuð undanfarin ár. Sævar telur að þetta geti átt við um fleiri lyf, séu þau notuð í lengri tíma. Meðal annars geðlyf. „Eftir því sem við eldumst aukast líkurnar á því að við förum að kljást við ýmis heilsufarsvandamál sem að sum hver, bæði vegna lyfjanotkunar og vandamálsins sjálfs, geta skert hæfni okkar til að stjórna ökutæki. Þannig að hækkandi meðalaldur þjóðarinnar getur orðið til þess að þetta vandamál komi betur í ljós,“ segir Sævar Helgi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa óskaði eftir því að Embætti landlæknis myndi vekja athygli lækna á þessu. „Það getur verið mikilvægt að fylgjast með lyfjanotkun eftir langvarandi notkun að sjá hvort líkaminn sé enn að bregðast við eins og hann gerði í byrjun lyfjameðferðar,“ segir Sævar Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu slösuðust sautján manns í fyrra vegna aksturs undir áhrifum löglegrar lyfjaneyslu, fimm slösuðust alvarlega. Árið á undan slösuðust 16 manns, fjórir alvarlega og einn lést. Nefndin hefur sent frá sér tillögur til Samgöngustofu um að láta útbúa nýtt vottorðseyðublað sem ökumenn þurfa að fá frá lækni þegar sótt er um endurnýjun ökuréttinda og einnig útbúa nýjar reglur hvernig framfylgja skuli skilyrðum um andlegt og líkamlegt heilbrigði í reglugerð um ökuskírteini. „Það þarf að vera ákveðin vitundarvakning bæði meðal þjóðarinnar og heilbrigðisstarfsfólks að gæta þess að ef grunsemd er um að heilbrigðisástand fólks sé þess eðlis að mögulega ætti að skila inn ökuskírteini og hvíla akstur í einhvern tíma, að það sé þá skoðað betur,“ segir Sævar Helgi. Fylgjast þurfi betur með eldri einstaklingum. „Til eru dæmi þess að fólk hætti of seint að keyra,“ segir Sævar Helgi.
Umferðaröryggi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira