Kátína hjá fastagestum að komast aftur í sundlaugina Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2020 20:37 Glatt var á hjalla í heitu pottunum í Árbæjarlaug í morgun þegar fastagestir hittust á ný eftir nærri tveggja mánaða sundbann. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var skrækt þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar á miðnætti, slík var gleðin, - og óþreyjan svo mikil að tveggja metra reglan virtist hafa gleymst um stund. Biðraðirnar við laugarnar vitna um að þetta er einhver ánægjulegasti áfanginn til þessa í afléttingu samkomutakmarkana vegna veirunnar. Það virðist hafa verið unga fólkið sem mætti í miðnæturopnunina. Fastagestirnir komu á sínum venjulega tíma, að minnsta kosti í Árbæjarlaug í morgun. Þar virtust gestir leggja sig fram um að halda góðu millibili. Þegar pottarnir voru orðnir hæfilega setnir dreifðu menn sér bara um barnalaugina. Sundlaugargestir í Árbænum dreifðu sér um setlaugina og höfðu gott bil á milli sín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Hvílík dásemd að geta komið hérna oní aftur. Maður hefur ekki getað baðað sig í tvo mánuði,“ sagði Styrmir Haukdal Þorgeirsson og uppskar hlátur annarra pottverja. Úlfar Antonsson sagði það hafa verið erfiðan tíma að vera án laugarinnar. „Alveg hræðilegt," sagði Theodór Sólonsson. „En það er gott að það er búið að opna,“ bætti hann við. -En hvernig hafið þið bætt ykkur upp sundleysið? „Ganga um dalinn, Elliðaárdalinn,“ svaraði Sigurjón H. Ólafsson. „Maður er búinn að telja niður dagana þangað til maður getur byrjað aftur,“ sagði Anni Haugen og sagði það hafa verið mikla tilhlökkun að komast aftur í sund. Anni Haugen segist hafa talið niður dagana í eftirvæntingu að komast aftur í sund. Nær situr Margrét Arnljótsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er gaman að hitta félagana,“ sagði Úlfar. „Það er eins og að mæta í félagsmiðstöð að koma hér,“ sagði Magnús Pétursson. Fólk naut þess einnig að taka sundtökin á ný, eftir langt hlé, og ekki var að sjá nein þrengsli á sundbrautunum í Árbæjarlauginni í morgun. -Er ekki erfitt að halda tveggja metra regluna? „Jú, það er mjög erfitt, - með þessum konum,“ svaraði Styrmir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Sundlaugar Sund Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00 Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var skrækt þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar á miðnætti, slík var gleðin, - og óþreyjan svo mikil að tveggja metra reglan virtist hafa gleymst um stund. Biðraðirnar við laugarnar vitna um að þetta er einhver ánægjulegasti áfanginn til þessa í afléttingu samkomutakmarkana vegna veirunnar. Það virðist hafa verið unga fólkið sem mætti í miðnæturopnunina. Fastagestirnir komu á sínum venjulega tíma, að minnsta kosti í Árbæjarlaug í morgun. Þar virtust gestir leggja sig fram um að halda góðu millibili. Þegar pottarnir voru orðnir hæfilega setnir dreifðu menn sér bara um barnalaugina. Sundlaugargestir í Árbænum dreifðu sér um setlaugina og höfðu gott bil á milli sín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Hvílík dásemd að geta komið hérna oní aftur. Maður hefur ekki getað baðað sig í tvo mánuði,“ sagði Styrmir Haukdal Þorgeirsson og uppskar hlátur annarra pottverja. Úlfar Antonsson sagði það hafa verið erfiðan tíma að vera án laugarinnar. „Alveg hræðilegt," sagði Theodór Sólonsson. „En það er gott að það er búið að opna,“ bætti hann við. -En hvernig hafið þið bætt ykkur upp sundleysið? „Ganga um dalinn, Elliðaárdalinn,“ svaraði Sigurjón H. Ólafsson. „Maður er búinn að telja niður dagana þangað til maður getur byrjað aftur,“ sagði Anni Haugen og sagði það hafa verið mikla tilhlökkun að komast aftur í sund. Anni Haugen segist hafa talið niður dagana í eftirvæntingu að komast aftur í sund. Nær situr Margrét Arnljótsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er gaman að hitta félagana,“ sagði Úlfar. „Það er eins og að mæta í félagsmiðstöð að koma hér,“ sagði Magnús Pétursson. Fólk naut þess einnig að taka sundtökin á ný, eftir langt hlé, og ekki var að sjá nein þrengsli á sundbrautunum í Árbæjarlauginni í morgun. -Er ekki erfitt að halda tveggja metra regluna? „Jú, það er mjög erfitt, - með þessum konum,“ svaraði Styrmir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Sundlaugar Sund Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00 Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00
Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15
Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44
Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49