Lækkun á mörkuðum gengur til baka að hluta Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 09:45 Karlmaður með andlitsgrímu gengur fram hjá styttum fyrir utan banka í Beijing í Kína í morgun. Hröð lækkun á mörkuðum í Asíu stöðvaðist þegar þeir opnuðu í morgun og náðu þeir sér aðeins á strik. AP/Andy Wong Verðbréfamarkaðir í heiminum jöfnuðu sig aðeins á verðfalli sem átti sér stað í gær vegna ótta við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar og hruns á olíuverði þegar þeir opnuðu í morgun. Verðfallið á olíu gekk einnig aðeins til baka. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur rétt eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að hlutabréfaverð féll um 7% og var það í fyrsta skipti sem til slíkrar stöðvunar kom frá því í fjármálahruninu árið 2008. Svipuð lækkun átti sér stað á mörkuðum í Evrópu og Asíu fyrr um daginn. Í kauphöllinni í London hækkaði hlutabréfaverð um 1,8 prósentustig í morgun og í Frankfurt um eitt prósentustig. Aðalhlutabréfavísitala Kína hækkaði um 1,8 prósentustig og í Tókýó um 0,9 stig. Verð á hráolíu, sem hrundi um hátt í 30% í fyrrinótt, hækkaði um 3-5% á mörkuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ekkert lát er þó á áhrifum kórónuveirunnar sem veldur áhyggjum af því að heimshagkerfið gæti siglt inn í kreppu. Ítölsk stjórnvöld hafa nú sett ferðatakmarkanir á allt landið sem hefur orðið verst fyrir barðinu á veirunni á eftir Kína. Á Írlandi ákváðu yfirvöld að blása af hátíðarhöld í tilefni af degi heilags Patreks sem áttu að fara fram í næstu viku. Í Bandaríkjunum hefur Donald Trump forseti boðað skattalækkanir og aðrar ívilnanir til fyrirtækja til þess að milda efnahagslega höggið af veirunni og aðgerðum til að takmarka útbreiðslu hennar. Markaðir Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Verðbréfamarkaðir í heiminum jöfnuðu sig aðeins á verðfalli sem átti sér stað í gær vegna ótta við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar og hruns á olíuverði þegar þeir opnuðu í morgun. Verðfallið á olíu gekk einnig aðeins til baka. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur rétt eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir að hlutabréfaverð féll um 7% og var það í fyrsta skipti sem til slíkrar stöðvunar kom frá því í fjármálahruninu árið 2008. Svipuð lækkun átti sér stað á mörkuðum í Evrópu og Asíu fyrr um daginn. Í kauphöllinni í London hækkaði hlutabréfaverð um 1,8 prósentustig í morgun og í Frankfurt um eitt prósentustig. Aðalhlutabréfavísitala Kína hækkaði um 1,8 prósentustig og í Tókýó um 0,9 stig. Verð á hráolíu, sem hrundi um hátt í 30% í fyrrinótt, hækkaði um 3-5% á mörkuðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Ekkert lát er þó á áhrifum kórónuveirunnar sem veldur áhyggjum af því að heimshagkerfið gæti siglt inn í kreppu. Ítölsk stjórnvöld hafa nú sett ferðatakmarkanir á allt landið sem hefur orðið verst fyrir barðinu á veirunni á eftir Kína. Á Írlandi ákváðu yfirvöld að blása af hátíðarhöld í tilefni af degi heilags Patreks sem áttu að fara fram í næstu viku. Í Bandaríkjunum hefur Donald Trump forseti boðað skattalækkanir og aðrar ívilnanir til fyrirtækja til þess að milda efnahagslega höggið af veirunni og aðgerðum til að takmarka útbreiðslu hennar.
Markaðir Tengdar fréttir Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12 Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Algert samkomu- og ferðabann gildir nú um gjörvalla Ítalíu Aðgerðir ítalskra stjórnvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar hafa áhrif á líf 60 milljón Ítala. 9. mars 2020 20:12
Fjöldi ríkja setur á samkomubann vegna veirunnar Fjöldi Evrópuríkja ræðir nú um eða hefur sett á samkomubann vegna áframhaldandi útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Markaðir víða um heim voru í frjálsu falli í dag. 9. mars 2020 19:15
Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01
Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52