Sakaði Persónuvernd um að hafa lagt blessun yfir „dæmalaus“ vinnubrögð leikhússins Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2020 10:20 Atla Rafni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu eftir að ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi komu fram í desember 2017. Hann vill að úrskurður Persónuverndar um að leikhúsinu hafi ekki verið skylt að veita honum frekar upplýsingar um ásakanirnar verði felldur úr gildi. Vísir/Egill Lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, sakaði Persónuvernd um að leggja blessun sína yfir „dæmalaus“ vinnubrögð Borgarleikhússins með úrskurði þar sem Atla Rafni var synjað um upplýsingar um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem leiddu til þess að honum var sagt upp störfum. Mál Atla Rafns gegn Persónuvernd var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann krefst þess að úrskurður stofnunarinnar um að Borgarleikhúsinu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanir sem bárust vegna meints framferðis hans árið 2018 verði felldur úr gildi. Atla Rafni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu eftir að Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, bárust sjö tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu í desember árið 2017. Þá voru tvær vikur þar til hann átti að fara með hlutverk í stórri leiksýningu leikhússins. Leikarinn hefur hafnað því að hafa brotið á nokkrum og mótmælt því að fá hvorki upplýsingar um hverjir kvörtuðu undan honum né vegna hvers. Kristín, sem hætti sem Borgarleikhússtjóri í vetur, hefur borið fyrir sig trúnaði við einstaklingana sem kvörtuðu. Hún hafi ákveðið að segja honum upp í ljósi fjölda ásakananna, eðlis og alvarleika. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Kristínu og Leikfélag Reykjavíkur hafa vegið að æru og persónu Atla Rafns með uppsögninni með dómi sem féll í október. Þau voru dæmd til að greiða Atla Rafni samtals fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Leikfélagið áfrýjaði dómnum og bíður málið meðferðar í Landsrétti. Við meðferð málsins hélt lögmaður Atla Rafns því fram að það hafi gert honum ómögulegt að verjast kvörtununum að fá ekki að vita hvers eðlis þær væru né hvaðan þær stöfuðu. Persónuvernd úrskurðaði að Kristínu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanirnar. Þeim úrskurði freistar Atli Rafn nú að fá hnekkt fyrir dómi. „Leynimakk“ gegn Atla Rafni innsiglað Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, sagði að líf leikarans hafi verið sett á hvolf og í raun eyðilagt með ásökununum og atvinnumissinum í desember árið 2017. Honum hafi verið haldið í algeru myrkri um hverjir settu ásakanirnar fram og hvers eðlis þær voru. Þegar Atli Rafn hafi leitað til Persónuverndar um að fá aðgang að upplýsingum um ásakanirnar hafi stofnunin í raun lagt „blessun yfir dæmalaus vinnubrögð leikhússins og leikhússtjóra“ og þannig hafi „leynimakk“ leikhússins í garð Atla Rafns verið innsiglað. Hélt Einar Þór því fram að niðurstaða Persónuverndar hafi ekki stuðst við lög og að réttur Atla Rafns hafi verið freklega sniðgenginn með úrskurðinum. Stofnunin hafi metið „óljósa“ hagsmuni aðila sem enginn viti hverjir séu þyngri en hagsmuni Atla Rafns að fá aðgang að upplýsingum sem leiddu til þess að honum hafi verið fyrirvaralaust sagt upp störfum á grundvelli sögusagna. „Þeir sem vógu úr launsátri og kröfðust nafnleyndar við verknaðinn“ hafi fengið meiri rétt en sá sem vegið var að, sagði Einar Þór. Atli Rafn hafi þannig ekki fengið tækifæri til að andmæla sannleiksgildi upplýsinganna sem leikhúsið byggði ákvörðun sína um að segja honum upp á. Vísaði lögmaðurinn til dóms Héraðsdóms í máli Atla Rafns gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu um ólögmæta uppsögn. Þar hafi komið fram að leikhúsið hefði þurft að setja málið í farveg reglugerðar gegn kynferðislegri áreitni á vinnustað en það hafi ekki verið gert. Sú reglugerð geri ekki ráð fyrir að kvartanir séu settar fram undir nafnleynd. Ef að vinnuveitandi eigi að bregðast við ásökunum geti þeir sem setji fram ásakanir ekki notið nafnleyndar. Persónuvernd hafi byggt úrskurð sinn á því að leikhúsið hafi gefið þeim sem settu fram ásakanirnar á hendur Atla Rafni loforð um nafnleynd og því sé hann réttlaus. Sagði Einar Þór að klúður í málsmeðferð Leikfélags Reykjavíkur ætti ekki að koma niður á Atla Rafni. „Það er eitthvað skrýtið við það að þeir sem fengu loforð sem studdist ekki við reglur njóti meiri réttar en stefnandi sem þoldi atvinnu- og ærumissi og almenna fordæmingu samfélagsins,“ sagði Einar Þór. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Persónuvernd Dómsmál MeToo Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Sjá meira
Lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, sakaði Persónuvernd um að leggja blessun sína yfir „dæmalaus“ vinnubrögð Borgarleikhússins með úrskurði þar sem Atla Rafni var synjað um upplýsingar um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem leiddu til þess að honum var sagt upp störfum. Mál Atla Rafns gegn Persónuvernd var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann krefst þess að úrskurður stofnunarinnar um að Borgarleikhúsinu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanir sem bárust vegna meints framferðis hans árið 2018 verði felldur úr gildi. Atla Rafni var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu eftir að Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, bárust sjö tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi af hans hálfu í desember árið 2017. Þá voru tvær vikur þar til hann átti að fara með hlutverk í stórri leiksýningu leikhússins. Leikarinn hefur hafnað því að hafa brotið á nokkrum og mótmælt því að fá hvorki upplýsingar um hverjir kvörtuðu undan honum né vegna hvers. Kristín, sem hætti sem Borgarleikhússtjóri í vetur, hefur borið fyrir sig trúnaði við einstaklingana sem kvörtuðu. Hún hafi ákveðið að segja honum upp í ljósi fjölda ásakananna, eðlis og alvarleika. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi Kristínu og Leikfélag Reykjavíkur hafa vegið að æru og persónu Atla Rafns með uppsögninni með dómi sem féll í október. Þau voru dæmd til að greiða Atla Rafni samtals fimm og hálfa milljón króna í skaðabætur. Leikfélagið áfrýjaði dómnum og bíður málið meðferðar í Landsrétti. Við meðferð málsins hélt lögmaður Atla Rafns því fram að það hafi gert honum ómögulegt að verjast kvörtununum að fá ekki að vita hvers eðlis þær væru né hvaðan þær stöfuðu. Persónuvernd úrskurðaði að Kristínu væri ekki skylt að afhenda honum upplýsingar um kvartanirnar. Þeim úrskurði freistar Atli Rafn nú að fá hnekkt fyrir dómi. „Leynimakk“ gegn Atla Rafni innsiglað Einar Þór Sverrisson, lögmaður Atla Rafns, sagði að líf leikarans hafi verið sett á hvolf og í raun eyðilagt með ásökununum og atvinnumissinum í desember árið 2017. Honum hafi verið haldið í algeru myrkri um hverjir settu ásakanirnar fram og hvers eðlis þær voru. Þegar Atli Rafn hafi leitað til Persónuverndar um að fá aðgang að upplýsingum um ásakanirnar hafi stofnunin í raun lagt „blessun yfir dæmalaus vinnubrögð leikhússins og leikhússtjóra“ og þannig hafi „leynimakk“ leikhússins í garð Atla Rafns verið innsiglað. Hélt Einar Þór því fram að niðurstaða Persónuverndar hafi ekki stuðst við lög og að réttur Atla Rafns hafi verið freklega sniðgenginn með úrskurðinum. Stofnunin hafi metið „óljósa“ hagsmuni aðila sem enginn viti hverjir séu þyngri en hagsmuni Atla Rafns að fá aðgang að upplýsingum sem leiddu til þess að honum hafi verið fyrirvaralaust sagt upp störfum á grundvelli sögusagna. „Þeir sem vógu úr launsátri og kröfðust nafnleyndar við verknaðinn“ hafi fengið meiri rétt en sá sem vegið var að, sagði Einar Þór. Atli Rafn hafi þannig ekki fengið tækifæri til að andmæla sannleiksgildi upplýsinganna sem leikhúsið byggði ákvörðun sína um að segja honum upp á. Vísaði lögmaðurinn til dóms Héraðsdóms í máli Atla Rafns gegn Kristínu og Borgarleikhúsinu um ólögmæta uppsögn. Þar hafi komið fram að leikhúsið hefði þurft að setja málið í farveg reglugerðar gegn kynferðislegri áreitni á vinnustað en það hafi ekki verið gert. Sú reglugerð geri ekki ráð fyrir að kvartanir séu settar fram undir nafnleynd. Ef að vinnuveitandi eigi að bregðast við ásökunum geti þeir sem setji fram ásakanir ekki notið nafnleyndar. Persónuvernd hafi byggt úrskurð sinn á því að leikhúsið hafi gefið þeim sem settu fram ásakanirnar á hendur Atla Rafni loforð um nafnleynd og því sé hann réttlaus. Sagði Einar Þór að klúður í málsmeðferð Leikfélags Reykjavíkur ætti ekki að koma niður á Atla Rafni. „Það er eitthvað skrýtið við það að þeir sem fengu loforð sem studdist ekki við reglur njóti meiri réttar en stefnandi sem þoldi atvinnu- og ærumissi og almenna fordæmingu samfélagsins,“ sagði Einar Þór.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Persónuvernd Dómsmál MeToo Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent