„Þetta blasir við okkur eins og hamfarir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. maí 2020 14:40 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepp, segir að íbúar séu bæði áhyggjufullir vegna efnahagslegrar niðursveiflur en bjartsýnir á framhaldið. Vísir/Magnús Hlynur t.v. Vísir/Jóhann K. t.h. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. Ekki eitt einasta kórónuveirusmit hefur greinst í Mýrdalshreppi í heimsfaraldrinum sem geisar en það eru hinar efnahagslegu þrengingar tengdar honum sem koma illa niður á íbúum í Mýrdal, enda vegur ferðaþjónustan þar, afar þungt. Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá sveitarfélaginu verði á bilinu 30-40%. Þá er áætlað atvinnuleysi í maí um 44%. „Þetta blasir bara við okkur eins og hamfarir, í rauninni. Ástandið er bara þannig. Þetta eru bara hamfarir og eitthvað sem enginn hefði getað séð fyrir eða búið sig undir. Þannig er staðan. En fólk er jákvætt og það er bjartsýnt og við trúum að þetta gangi yfir – og við trúum því að þetta gangi yfir hraðar en menn eru að spá og eftir því vinnum við,“ segir Þorbjörg sveitarstjóri. Hún var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurð út í líðan íbúa. „Auðvitað er fólk áhyggjufullt. Það er engu líkara en að doði sé yfir samfélaginu. Fólk er samt bjartsýnt á framhaldið og er að undirbúa komu ferðamanna. Menn eru að nýta tímann og það er góð samstaða í samfélaginu.“ Þorbjörg segir íbúa sveitarfélagsins treysta á að Íslendingar verði duglegir að sækja Mýrdal heim í sumar. Um 90-95% starfa í sveitarfélaginu eru ýmist í ferðaþjónustu eða afleiddum störfum. „Þannig að það er ekkert eftir hér af störfum nema bara það sem sveitarfélagið stendur fyrir og svo einhver fjögur, fimm kúabú í hreppnum. Annað hefur bara beina tengingu við ferðaþjónustuna. “ Vísis/Jóhann K. Jóhansson Þorbjörg segir þó að blessunarlega fari þrjú stór verkefni hjá Vegagerðinni í framkvæmd á svæðinu í sumar. Á tímum sem þessum telji allt. „En í stóru myndinni hefur það ekki mikil áhrif á atvinnulífið hérna nema menn binda vonir við að þessir starfsmenn borði á veitingahúsunum og gisti hér en allt telur þetta og það er mjög heppilegt að þessar framkvæmdir séu að fara í gang núna þegar er svona lítil umferð.“ Sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem verður falið að taka saman upplýsingar um fjármál sveitarfélaga og meta stöðu einstakra sveitarfélaga og hugsanleg úrræði vegna rekstrarvandans. Þorbjörg segir þó að neyðarástand blasi við Mýrdalshreppi og að ekki sé hægt að bíða mikið lengur eftir stuðningi frá stjórnvöldum. „Ég geri ráð fyrir að það muni koma einhver aðstoð og ég bara treysti á það. Mér finnst þau hafa staðið sig ótrúlega vel, brugðist við þessum aðstæðum sem hafa verið að koma upp á hverjum tíma. Bæði hlutabótaleiðin og aðstoð með uppsagnarfrestinn hafa hjálpað okkur en mér finnst þetta mál, varðandi sveitarfélögin, vera að taka of langan tíma. Svo ég segi það nú bara alveg eins og er því við erum í mikilli óvissu og erum með bundnar hendur á meðan við bíðum eftir svörum frá þeim.“ Stjórnvöld verði að eyða þeirri óvissu sem uppi er. „Það er neyðarástand. Ég heyrði í fréttum að það ætti að taka næstum fjórar vikur að skoða þetta en það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og það verður þannig næstu vikurnar og fjórar vikur af næstu vikum er of langur tími.“ Þorbjörg segir að stjórnvöld verði að bregðast við vanda sveitarfélaganna, einkum þeim níu sveitarfélögum sem höllustum fæti standa, sem allra fyrst. „Við sem stöndum í brúnni í sveitarstjórnarmálum þurfum að láta þetta batterí ganga. Við erum að gefa eftir tekjuflæði frá fasteignagjöldum, útsvarið er að hrynja og þetta er sá tími sem við hefðum verið að fá tekjur inn, núna í byrjun maí. Það sem heldur okkur á floti skerðist núna. Til að geta rekið sveitarfélagið þurfum við bara að vita hver innkoman verður á næstu mánuðum,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 „Það er ljós við enda ganganna“ Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 13:18 Vill aðgerðir í atvinnumálum en samt ekki kísilverksmiðju Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. 13. maí 2020 23:33 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveirunnar blasi við íbúum á svæðinu líkt og hamfarir. Í venjulegu árferði ætti meginþorri tekna sveitarfélagsins, sem heldur því á floti allt árið, að koma inn á sumarmánuðum. Sveitarfélögin geti ekki beðið mikið lengur eftir stuðningi stjórnvalda. Neyðarástandið sé hér og nú. Ekki eitt einasta kórónuveirusmit hefur greinst í Mýrdalshreppi í heimsfaraldrinum sem geisar en það eru hinar efnahagslegu þrengingar tengdar honum sem koma illa niður á íbúum í Mýrdal, enda vegur ferðaþjónustan þar, afar þungt. Í nýrri samantekt sem Byggðastofnun birti á dögunum kemur fram að lækkun útsvars á ársgrundvelli hjá sveitarfélaginu verði á bilinu 30-40%. Þá er áætlað atvinnuleysi í maí um 44%. „Þetta blasir bara við okkur eins og hamfarir, í rauninni. Ástandið er bara þannig. Þetta eru bara hamfarir og eitthvað sem enginn hefði getað séð fyrir eða búið sig undir. Þannig er staðan. En fólk er jákvætt og það er bjartsýnt og við trúum að þetta gangi yfir – og við trúum því að þetta gangi yfir hraðar en menn eru að spá og eftir því vinnum við,“ segir Þorbjörg sveitarstjóri. Hún var í hádegisfréttum Bylgjunnar spurð út í líðan íbúa. „Auðvitað er fólk áhyggjufullt. Það er engu líkara en að doði sé yfir samfélaginu. Fólk er samt bjartsýnt á framhaldið og er að undirbúa komu ferðamanna. Menn eru að nýta tímann og það er góð samstaða í samfélaginu.“ Þorbjörg segir íbúa sveitarfélagsins treysta á að Íslendingar verði duglegir að sækja Mýrdal heim í sumar. Um 90-95% starfa í sveitarfélaginu eru ýmist í ferðaþjónustu eða afleiddum störfum. „Þannig að það er ekkert eftir hér af störfum nema bara það sem sveitarfélagið stendur fyrir og svo einhver fjögur, fimm kúabú í hreppnum. Annað hefur bara beina tengingu við ferðaþjónustuna. “ Vísis/Jóhann K. Jóhansson Þorbjörg segir þó að blessunarlega fari þrjú stór verkefni hjá Vegagerðinni í framkvæmd á svæðinu í sumar. Á tímum sem þessum telji allt. „En í stóru myndinni hefur það ekki mikil áhrif á atvinnulífið hérna nema menn binda vonir við að þessir starfsmenn borði á veitingahúsunum og gisti hér en allt telur þetta og það er mjög heppilegt að þessar framkvæmdir séu að fara í gang núna þegar er svona lítil umferð.“ Sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem verður falið að taka saman upplýsingar um fjármál sveitarfélaga og meta stöðu einstakra sveitarfélaga og hugsanleg úrræði vegna rekstrarvandans. Þorbjörg segir þó að neyðarástand blasi við Mýrdalshreppi og að ekki sé hægt að bíða mikið lengur eftir stuðningi frá stjórnvöldum. „Ég geri ráð fyrir að það muni koma einhver aðstoð og ég bara treysti á það. Mér finnst þau hafa staðið sig ótrúlega vel, brugðist við þessum aðstæðum sem hafa verið að koma upp á hverjum tíma. Bæði hlutabótaleiðin og aðstoð með uppsagnarfrestinn hafa hjálpað okkur en mér finnst þetta mál, varðandi sveitarfélögin, vera að taka of langan tíma. Svo ég segi það nú bara alveg eins og er því við erum í mikilli óvissu og erum með bundnar hendur á meðan við bíðum eftir svörum frá þeim.“ Stjórnvöld verði að eyða þeirri óvissu sem uppi er. „Það er neyðarástand. Ég heyrði í fréttum að það ætti að taka næstum fjórar vikur að skoða þetta en það er allt of langur tími. Ástandið er hér og nú og það verður þannig næstu vikurnar og fjórar vikur af næstu vikum er of langur tími.“ Þorbjörg segir að stjórnvöld verði að bregðast við vanda sveitarfélaganna, einkum þeim níu sveitarfélögum sem höllustum fæti standa, sem allra fyrst. „Við sem stöndum í brúnni í sveitarstjórnarmálum þurfum að láta þetta batterí ganga. Við erum að gefa eftir tekjuflæði frá fasteignagjöldum, útsvarið er að hrynja og þetta er sá tími sem við hefðum verið að fá tekjur inn, núna í byrjun maí. Það sem heldur okkur á floti skerðist núna. Til að geta rekið sveitarfélagið þurfum við bara að vita hver innkoman verður á næstu mánuðum,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25 „Það er ljós við enda ganganna“ Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 13:18 Vill aðgerðir í atvinnumálum en samt ekki kísilverksmiðju Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. 13. maí 2020 23:33 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Munu ekki geta staðið undir lögbundinni þjónustu Ráðherra sveitarstjórnarmála segir ljóst að einhver sveitarfélög muni þurfa á aðstoð á halda. 17. maí 2020 20:25
„Það er ljós við enda ganganna“ Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá greiningar Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 13:18
Vill aðgerðir í atvinnumálum en samt ekki kísilverksmiðju Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins vegna gríðarlegs atvinnuleysis á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn segir þó ekki stemmningu fyrir því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík verði endurræst. 13. maí 2020 23:33