Markaðir vestanhafs braggast eftir mikla lækkun Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 14:18 FJárfestar hafa verið með böggum hildar vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. FJöldi ríkja hefur gripið til ferða- og samkomutakmarkana undanfarna daga og vikur. AP/Mark Lennihan Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku við sér í morgun eftir mestu lækkun sem sést hefur frá því í fjármálahruninu árið 2008 í gær. Fjárfestar eru sagðir bíða eftir að Bandaríkjastjórn kynni aðgerðir til að milda efnahagslegt áfall af völdum kórónuveirunnar. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur eftir að hlutabréf lækkuðu um sjö prósentustig strax eftir opnun í Bandaríkjunum í gær. Það hafði ekki gerst frá því í desember árið 2008. Lækkunin gekk til baka að hluta til við opnun í morgun. Dow Jones-vísitalan hækkaði mest um átta hundruð punkta og Standard & Poor‘s 500-vísitalan hækkaði um 2,5 prósentustig. Nasdaq hækkaði um 2,4 stig, að sögn Washington Post. Áður höfðu markaðir í Asíu og Evrópu tekið aðeins við sér eftir áfall í gær sem var rakið til verðfalls á olíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi um hátt í 30% vegna verðstríðs olíuútflutningsríkjanna Sádi-Arabíu og Rússlands. Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í gær ýmsar aðgerðir til að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar sem breiðist nú um heiminn. Lækkun á launatengdum gjöldum, aðstoð við launafólk og stuðningur við flugfélög, skemmtiferðaskipaútgerðir og hóteliðnaðinn eru sagðar inni í myndinni. Forsetinn sagðist ætla að kynna aðgerðirnar í nánari atriðum í dag. Wuhan-veiran Bandaríkin Tengdar fréttir Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008 9. mars 2020 19:35 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku við sér í morgun eftir mestu lækkun sem sést hefur frá því í fjármálahruninu árið 2008 í gær. Fjárfestar eru sagðir bíða eftir að Bandaríkjastjórn kynni aðgerðir til að milda efnahagslegt áfall af völdum kórónuveirunnar. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur eftir að hlutabréf lækkuðu um sjö prósentustig strax eftir opnun í Bandaríkjunum í gær. Það hafði ekki gerst frá því í desember árið 2008. Lækkunin gekk til baka að hluta til við opnun í morgun. Dow Jones-vísitalan hækkaði mest um átta hundruð punkta og Standard & Poor‘s 500-vísitalan hækkaði um 2,5 prósentustig. Nasdaq hækkaði um 2,4 stig, að sögn Washington Post. Áður höfðu markaðir í Asíu og Evrópu tekið aðeins við sér eftir áfall í gær sem var rakið til verðfalls á olíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi um hátt í 30% vegna verðstríðs olíuútflutningsríkjanna Sádi-Arabíu og Rússlands. Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í gær ýmsar aðgerðir til að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar sem breiðist nú um heiminn. Lækkun á launatengdum gjöldum, aðstoð við launafólk og stuðningur við flugfélög, skemmtiferðaskipaútgerðir og hóteliðnaðinn eru sagðar inni í myndinni. Forsetinn sagðist ætla að kynna aðgerðirnar í nánari atriðum í dag.
Wuhan-veiran Bandaríkin Tengdar fréttir Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008 9. mars 2020 19:35 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008 9. mars 2020 19:35
Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01
Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00
Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52