Segir það heiður að flestir hafi greinst með veiruna í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2020 08:35 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. Það þýði að Bandaríkin standi sig vel í skimun fyrir veirunni. Trump lét ummælin falla er hann var inntur eftir því á fundi í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkin íhuguðu að koma á ferðabanni á lönd í Suður-Ameríku, einkum Brasilíu, þar sem faraldurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga. Trump kvaðst það vera til skoðunar og sagði að hann hefði áhyggjur af því að utanaðkomandi kæmu inn í Bandaríkin og smituðu fólkið þar. „Og vel á minnst, þegar þú segir að flest tilfelli mælist hjá okkur, það er vegna þess að við prófum meira fyrir veirunni en nokkur annar. Reyndar, fjöldi tilfella, og við erum einnig mun stærra land en flest önnur, þannig að þegar mörg tilfelli greinast hjá okkur, ég lít ekki á það þannig að það sé slæmt, ég lít á það sem, á ákveðinn hátt, góðan hlut, vegna þess að það þýðir að skimun okkar sé betri,“ sagði Trump. „Ég lít á það sem heiður. Í alvöru, það er heiður. Þetta er frábær virðingarvottur við prófanirnar og alla vinnuna sem fjölmargir fagmenn hafa innt af hendi.“ Ummælin má horfa á í spilaranum hér að ofan. Ísland er langefst á lista Our World in Data yfir flest veirupróf miðað við höfðatölu.Skjáskot Bandaríkin hafa gert 12,6 milljón veirupróf til og með gærdeginum, samkvæmt opinberum tölum. Ekkert land hefur prófað fleiri fyrir veirunni en Bandaríkin ef aðeins er litið á fjölda prófa. Þegar miðað er við höfðatölu er hins vegar annað uppi á teningnum. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, útgáfu á vegum Oxford-háskóla, eru Bandaríkin í 16. sæti yfir þær þjóðir sem prófað hafa mest fyrir veirunni á hverja þúsund íbúa. Þannig eru Bandaríkin ofar á listanum en Suður-Kórea en talsvert á eftir Íslandi, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Kanada. Ísland trónar raunar langefst á listanum með 167,46 próf á hverja þúsund íbúa. Danir eru í öðru sæti með 69,44 próf á hverja þúsund. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36 Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það ákveðinn heiður að flest tilfelli kórónuveiru á heimsvísu hafi greinst í Bandaríkjunum. Það þýði að Bandaríkin standi sig vel í skimun fyrir veirunni. Trump lét ummælin falla er hann var inntur eftir því á fundi í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkin íhuguðu að koma á ferðabanni á lönd í Suður-Ameríku, einkum Brasilíu, þar sem faraldurinn hefur sótt mjög í sig veðrið síðustu daga. Trump kvaðst það vera til skoðunar og sagði að hann hefði áhyggjur af því að utanaðkomandi kæmu inn í Bandaríkin og smituðu fólkið þar. „Og vel á minnst, þegar þú segir að flest tilfelli mælist hjá okkur, það er vegna þess að við prófum meira fyrir veirunni en nokkur annar. Reyndar, fjöldi tilfella, og við erum einnig mun stærra land en flest önnur, þannig að þegar mörg tilfelli greinast hjá okkur, ég lít ekki á það þannig að það sé slæmt, ég lít á það sem, á ákveðinn hátt, góðan hlut, vegna þess að það þýðir að skimun okkar sé betri,“ sagði Trump. „Ég lít á það sem heiður. Í alvöru, það er heiður. Þetta er frábær virðingarvottur við prófanirnar og alla vinnuna sem fjölmargir fagmenn hafa innt af hendi.“ Ummælin má horfa á í spilaranum hér að ofan. Ísland er langefst á lista Our World in Data yfir flest veirupróf miðað við höfðatölu.Skjáskot Bandaríkin hafa gert 12,6 milljón veirupróf til og með gærdeginum, samkvæmt opinberum tölum. Ekkert land hefur prófað fleiri fyrir veirunni en Bandaríkin ef aðeins er litið á fjölda prófa. Þegar miðað er við höfðatölu er hins vegar annað uppi á teningnum. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, útgáfu á vegum Oxford-háskóla, eru Bandaríkin í 16. sæti yfir þær þjóðir sem prófað hafa mest fyrir veirunni á hverja þúsund íbúa. Þannig eru Bandaríkin ofar á listanum en Suður-Kórea en talsvert á eftir Íslandi, Nýja-Sjálandi, Rússlandi og Kanada. Ísland trónar raunar langefst á listanum með 167,46 próf á hverja þúsund íbúa. Danir eru í öðru sæti með 69,44 próf á hverja þúsund.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36 Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti. 19. maí 2020 13:36
Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36
Trump setur WHO afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru. 19. maí 2020 06:50