Félögin ráðstafa peningunum frá ÍSÍ eftir eigin höfði Anton Ingi Leifsson skrifar 20. maí 2020 18:00 Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri félagsins sem fékk mest úr sjóðnum. vísir/s2s Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands birti það í gær á heimasíðu sinni í hvernig peningarnir skiptust á milli íþrótta- og ungmennafélaganna og ekkert lið fékk meira en Fjölnir eða rúmlega 18 milljónir króna. „Þessir peningar eru áætlaðir fyrir allt félagið og eins og kemur fram í þessari úthlutun þá endurspeglar það stærð og umfang félaganna. Þetta fer fyrst og fremst eins og meginhluti okkar fjármuna í launa- og verktakagreiðslur,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann segir að mestur hluti peninganna fari í þessa launaliði. „Meirihlutinn almennt í félaginu fer í að borga þessa liði. Við erum að greiða laun og þjónustu þjálfara og í sumum tilvikum leikmönnum á afreksstiginu okkar. Þetta fer einnig í mótagjöld og þessa hluti,“ en hann segir að peningurinn muni einnig fara í meistaraflokka félagsins. „Eins og við lítum á þetta þá er þetta styrkur til félagsins svo já þetta mun hjálpa til á afreksstiginu líka. Við erum með átta meistaraflokka plús afrekshópa í fimleikum og í einstaklingsgreinum. Þar eru þjálfarar og leikmenn og þetta styrkir allan pakkann.“ Hann segir að peningurinn sé ekki eyrnamerktur einu verkefni innan félagsins, eins og barna- og unglingastarfi, heldur geti hvert félag fyrir sig ráðið hvernig peningunum er ráðstafað. „Við lítum á þetta félag sem eina heild þó að þetta séu ellefu eða tólf deildir. Við ætlum okkur að koma því öllu í gegn og þessir fjármunir styrkja við það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í dag - Geta dreift peningnum frá ÍSÍ eins og þeir vilja Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fjölnir Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands birti það í gær á heimasíðu sinni í hvernig peningarnir skiptust á milli íþrótta- og ungmennafélaganna og ekkert lið fékk meira en Fjölnir eða rúmlega 18 milljónir króna. „Þessir peningar eru áætlaðir fyrir allt félagið og eins og kemur fram í þessari úthlutun þá endurspeglar það stærð og umfang félaganna. Þetta fer fyrst og fremst eins og meginhluti okkar fjármuna í launa- og verktakagreiðslur,“ sagði Guðmundur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Hann segir að mestur hluti peninganna fari í þessa launaliði. „Meirihlutinn almennt í félaginu fer í að borga þessa liði. Við erum að greiða laun og þjónustu þjálfara og í sumum tilvikum leikmönnum á afreksstiginu okkar. Þetta fer einnig í mótagjöld og þessa hluti,“ en hann segir að peningurinn muni einnig fara í meistaraflokka félagsins. „Eins og við lítum á þetta þá er þetta styrkur til félagsins svo já þetta mun hjálpa til á afreksstiginu líka. Við erum með átta meistaraflokka plús afrekshópa í fimleikum og í einstaklingsgreinum. Þar eru þjálfarar og leikmenn og þetta styrkir allan pakkann.“ Hann segir að peningurinn sé ekki eyrnamerktur einu verkefni innan félagsins, eins og barna- og unglingastarfi, heldur geti hvert félag fyrir sig ráðið hvernig peningunum er ráðstafað. „Við lítum á þetta félag sem eina heild þó að þetta séu ellefu eða tólf deildir. Við ætlum okkur að koma því öllu í gegn og þessir fjármunir styrkja við það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportið í dag - Geta dreift peningnum frá ÍSÍ eins og þeir vilja Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fjölnir Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Fimleikar Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira