Segir að eftirlitsmaðurinn hefði átt að vera rekinn fyrir löngu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 22:39 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Nicholas Kamm Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. Þá segir hann að brottrekstur eftirlitsmannsins Steve Linick, hafi ekki verið hefndaraðgerð. Pompeo neitaði þó að segja af hverju hann hefði beðið Donald Trump, forseta, um að reka hann. Pompeo ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Trump hefði rétt á því að reka alla innri endurskoðendur ríkisstjórnarinnar samkvæmt lögum. Hann lagði til við forsetann að Linick yrði rekinn. „Ef satt skal segja þá hefði ég átt að vera búinn að gera það fyrir löngu,“ sagði Pompeo. Eins og áður segir vildi hann ekki taka fram af hverju rétt hafi verið að reka Linick en ítrekaði að það hefði verið réttmætur brottrekstur. Hann hafi ekki verið að hefna sín á Linick en fregnir hafa borist af því að eftirlitsmaðurinn hafi verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Pompeo sagði þessar ásakanir vera galnar. Sömuleiðis er Linick sagður hafa verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Fregnir hafa þar að auki borist af því að Linick hafi verið að skoða regluleg matarboð sem Pompeo hefur haldið í utanríkisráðuneytinu sjálfu. Sjá einnig: Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Pompeo gagnrýndi tvo þingmenn Demókrataflokksins sem hafa brottrekstur Linick til skoðunar og vopnasölu Banaríkjanna til Sádi-Arabíu harðlega. Hann sakaði öldungadeildarþingmanninn Bob Menendez um að leka upplýsingum til fjölmiðla og sagðist ekki ætla að taka við ábendingum um siðferði frá manni sem hafi verið ákærður fyrir spillingu. Pompeo las málsnúmer málsins gegn Menendez upp, að virðist frá minni, en ákærurnar voru felldar niður dómsmálaráðuneytinu í byrjun árs 2018. Menendez og Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, hafa krafið ríkisstjórn Trump um öll gögn sem varða brottrekstur Linck. Þegar Pompeo var spurður hvort hann ætlaði að verða við því fór hann að tala um Menendez. .@SecPompeo: "I recommended to the president that Steve Linick be terminated. Frankly, should have done it some time ago...I don't talk about personnel matters. I don't leak to you all...there are claims that this was for retaliation...it's patently false...it's all crazy stuff." pic.twitter.com/jpphNyF2c7— CSPAN (@cspan) May 20, 2020 Trump var spurður að því á mánudaginn af hverju hann hefði rekið Linick. Hann svaraði á þá leið að hann vissi í raun lítið um málið. Pompeo hefði beðið sig um að reka Linick og Trump hefði spurt hver hefði skipað hann í embætti. Svarið var Barack Obama, forveri Trump. Þá samþykkti Trump að reka hann. Innri endurskoðendur má finna í öllum ráðuneytum og flestum stofnunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Embættin voru stofnuð í kjölfar þess að Richard Nixon sagði af sér og þeim ætlað að vera sjálfstæðir eftirlitsmenn. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump rekur á skömmum tíma. Bob Menendez hefur svarað Pompeo og segir tilraunir ráðherrans til að afvegaleiða málið vera jafn fyrirsjáanlegar og þær séu skammarlegar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. Þá segir hann að brottrekstur eftirlitsmannsins Steve Linick, hafi ekki verið hefndaraðgerð. Pompeo neitaði þó að segja af hverju hann hefði beðið Donald Trump, forseta, um að reka hann. Pompeo ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Trump hefði rétt á því að reka alla innri endurskoðendur ríkisstjórnarinnar samkvæmt lögum. Hann lagði til við forsetann að Linick yrði rekinn. „Ef satt skal segja þá hefði ég átt að vera búinn að gera það fyrir löngu,“ sagði Pompeo. Eins og áður segir vildi hann ekki taka fram af hverju rétt hafi verið að reka Linick en ítrekaði að það hefði verið réttmætur brottrekstur. Hann hafi ekki verið að hefna sín á Linick en fregnir hafa borist af því að eftirlitsmaðurinn hafi verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Pompeo sagði þessar ásakanir vera galnar. Sömuleiðis er Linick sagður hafa verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Fregnir hafa þar að auki borist af því að Linick hafi verið að skoða regluleg matarboð sem Pompeo hefur haldið í utanríkisráðuneytinu sjálfu. Sjá einnig: Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Pompeo gagnrýndi tvo þingmenn Demókrataflokksins sem hafa brottrekstur Linick til skoðunar og vopnasölu Banaríkjanna til Sádi-Arabíu harðlega. Hann sakaði öldungadeildarþingmanninn Bob Menendez um að leka upplýsingum til fjölmiðla og sagðist ekki ætla að taka við ábendingum um siðferði frá manni sem hafi verið ákærður fyrir spillingu. Pompeo las málsnúmer málsins gegn Menendez upp, að virðist frá minni, en ákærurnar voru felldar niður dómsmálaráðuneytinu í byrjun árs 2018. Menendez og Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, hafa krafið ríkisstjórn Trump um öll gögn sem varða brottrekstur Linck. Þegar Pompeo var spurður hvort hann ætlaði að verða við því fór hann að tala um Menendez. .@SecPompeo: "I recommended to the president that Steve Linick be terminated. Frankly, should have done it some time ago...I don't talk about personnel matters. I don't leak to you all...there are claims that this was for retaliation...it's patently false...it's all crazy stuff." pic.twitter.com/jpphNyF2c7— CSPAN (@cspan) May 20, 2020 Trump var spurður að því á mánudaginn af hverju hann hefði rekið Linick. Hann svaraði á þá leið að hann vissi í raun lítið um málið. Pompeo hefði beðið sig um að reka Linick og Trump hefði spurt hver hefði skipað hann í embætti. Svarið var Barack Obama, forveri Trump. Þá samþykkti Trump að reka hann. Innri endurskoðendur má finna í öllum ráðuneytum og flestum stofnunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Embættin voru stofnuð í kjölfar þess að Richard Nixon sagði af sér og þeim ætlað að vera sjálfstæðir eftirlitsmenn. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump rekur á skömmum tíma. Bob Menendez hefur svarað Pompeo og segir tilraunir ráðherrans til að afvegaleiða málið vera jafn fyrirsjáanlegar og þær séu skammarlegar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira