Innlent

Ekkert smit síðasta sólarhringinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eitt smit hefur greinst hér á landi á síðustu átta dögum.
Eitt smit hefur greinst hér á landi á síðustu átta dögum. Vísir/Villi

Ekkert smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1803. Eitt smit greindist í gær, en ekkert smit hafði greinst sjö daga á undan.

Virkum smitum hefur þá fækkað um eitt síðan í gær, og eru því þrjú, samkvæmt vef landlæknis og almannavarna, covid.is.

Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og hafa 1.790 náð bata. Fólki í sóttkví fjölgar hins vegar á milli daga þriðja daginn í röð, úr 828 í 901. Alls hafa nú 20.178 lokið sóttkví og 57.628 sýni verið tekin.

Tíu hafa látist af völdum veirunnar á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×