Rúmlega sjö prósent íbúa Stokkhólms höfðu myndað mótefni í lok apríl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2020 17:14 Svíar hafa ekki gripið til jafn róttækra aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins og margar aðrar þjóðir. Þessi mynd var tekin í almenningsgarði í Stokkhólmi, 8.maí síðastliðinn. Vísir/EPA Aðeins 7,3 prósent íbúa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, höfðu myndað mótefni við kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Þetta leiðir rannsókn á vegum Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar í ljós. Niðurstöðurnar hafa valdið áhyggjum meðal sérfræðinga í Svíþjóð, en viðbrögð landsins við kórónuveirunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Nálgun Svía hefur að einhverju leyti hverfst um að ná upp svokölluðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, en tæplega 3900 manns hafa látist af völdum veirunnar í Svíþjóð. Sú tala er hærri en tala látinna á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa talið að hlutfall þeirra sem myndað hefðu mótefni yrði hærra. Hann telur þó að þessi tala 7,3 prósent, endurspegli ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum. Það sé hans trú að nú sé hlutfallið litlu meira en 20 prósent. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.Vísir/AP Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hafði hins vegar áður lýst því yfir að áætlað væri að niðurstöður rannsóknarinnar myndu benda til þess að um fjórðungur íbúa Stokkhólms hefðu myndað mótefni. Tom Britton, stærðfræðingur sem unnið hafði að spálíkani um málið, segir tölurnar koma sér á óvart. „Þetta þýðir eitt af tvennu. Annað hvort eru útreikningar stofnunarinnar og mínir rangir, sem gæti verið. En ef það er tilfellið kemur á óvart hve miklu munar. Hinn möguleikinn er að fleiri hafi smitast en myndað mótefni.“ Aðferðin gagnrýnd Björn Olsen, sérfræðingur í smitsjúkdómum við háskólann í Uppsala, hefur sagt að nálgun sem stólar á hjarðónæmi sé „hættuleg og óraunhæf.“ „Ég held að hjarðónæmi sé órafjarri, að því gefnu að það náist yfir höfuð,“ sagði Olsen þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við tölfræði um mótefnamælingarnar. Tegnell hefur sjálfur sagt að hjarðónæmi sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur að hægja á útbreiðslu faraldursins svo heilbrigðiskerfið hafi undan að sinna þeim sem veikjast. Hann hefur þó einnig sagt að lönd sem gripið hafa til harðra aðgerða, til dæmis útgöngubanns, til þess að hefta útbreiðslu veirunnar, gætu verið berskjaldaðri fyrir annarri bylgju veirunnar, sökum þess hve lítill hluti þjóðanna hefðu myndað mótefni við henni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Aðeins 7,3 prósent íbúa Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, höfðu myndað mótefni við kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Þetta leiðir rannsókn á vegum Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar í ljós. Niðurstöðurnar hafa valdið áhyggjum meðal sérfræðinga í Svíþjóð, en viðbrögð landsins við kórónuveirunni hafa verið harðlega gagnrýnd. Nálgun Svía hefur að einhverju leyti hverfst um að ná upp svokölluðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni, en tæplega 3900 manns hafa látist af völdum veirunnar í Svíþjóð. Sú tala er hærri en tala látinna á öllum öðrum Norðurlöndunum til samans. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist hafa talið að hlutfall þeirra sem myndað hefðu mótefni yrði hærra. Hann telur þó að þessi tala 7,3 prósent, endurspegli ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum. Það sé hans trú að nú sé hlutfallið litlu meira en 20 prósent. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar.Vísir/AP Lýðheilsustofnun Svíþjóðar hafði hins vegar áður lýst því yfir að áætlað væri að niðurstöður rannsóknarinnar myndu benda til þess að um fjórðungur íbúa Stokkhólms hefðu myndað mótefni. Tom Britton, stærðfræðingur sem unnið hafði að spálíkani um málið, segir tölurnar koma sér á óvart. „Þetta þýðir eitt af tvennu. Annað hvort eru útreikningar stofnunarinnar og mínir rangir, sem gæti verið. En ef það er tilfellið kemur á óvart hve miklu munar. Hinn möguleikinn er að fleiri hafi smitast en myndað mótefni.“ Aðferðin gagnrýnd Björn Olsen, sérfræðingur í smitsjúkdómum við háskólann í Uppsala, hefur sagt að nálgun sem stólar á hjarðónæmi sé „hættuleg og óraunhæf.“ „Ég held að hjarðónæmi sé órafjarri, að því gefnu að það náist yfir höfuð,“ sagði Olsen þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við tölfræði um mótefnamælingarnar. Tegnell hefur sjálfur sagt að hjarðónæmi sé ekki markmið í sjálfu sér, heldur að hægja á útbreiðslu faraldursins svo heilbrigðiskerfið hafi undan að sinna þeim sem veikjast. Hann hefur þó einnig sagt að lönd sem gripið hafa til harðra aðgerða, til dæmis útgöngubanns, til þess að hefta útbreiðslu veirunnar, gætu verið berskjaldaðri fyrir annarri bylgju veirunnar, sökum þess hve lítill hluti þjóðanna hefðu myndað mótefni við henni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira