Hvað eru Messi og félagar eiginlega að drekka? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 23:00 Lionel Messi er án efa í hópi bestu knattspyrnumanna allra tíma. Getty/Quality Sport Images Reglulega sjást Lionel Messi, Luis Suarez, Antoine Griezmann ásamt öðrum Suður-Amerískum knattspyrnumönnum með ákveðinn drykk í hönd en hvað eru þeir að drekka? Mate te kallast drykkurinn sem sjá má myndinni sem fylgir fréttinni og Griezmann er að drekka á meðan hann spilar hinn geysivinsæla Football Manager. Þá er páfinn einnig aðdáandi, allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. Je te souhaite un bon dimanche pic.twitter.com/rV7YWDL9Ix— Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) May 17, 2020 Mate te er hefðbundinn Suður-Amerískur drykkur sem inniheldur mikið koffín og er gerður úr þurrkuðum yerba mate blöðum. Hann er bitur á bragðið og er einkar vinsæll í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þó á drykkurinn að bæta skap og svefn ásamt því að bæta meltingu. Það útskýrir mögulega ást hins franska Griezmann á drykknum en hann hefur áður sagt að Úrúgvæ sé hans annað heimili, þó hann hafi aldrei heimsótt landið. Þá var hann byrjaður að drekka mate te áður en hann gekk í raðir Barcelona. Það sem vekur helst athygli er hvernig drykkurinn er drukkinn. Hann er í sérstökum bolla, ef bolla skyldi kallam og alltaf drukkinn með járn eða ál röri. View this post on Instagram Tomando mates con mi compañero de pieza @10aguerosergiokun A post shared by Leo Messi (@leomessi) on Jun 12, 2019 at 6:38am PDT Margir leikmenn virðast njóta þess að drekka drykkinn en Gonzalo Higuain sást til að mynda drekka hann ásamt Douglas Costa og Rodrigo Bentancur í Netflix þáttunum First Team: Juventus. Þá ku Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, hafa kynnst honum í gegnum argentíska samherja sína hjá Tottenham og þaðan komið með hann inn í hóp enska landsliðsins. Það virðist sem um algeran undradrykk sé að ræða og spurning hvenær hann ryður sér til rúms meðal íþróttafólks hér á landi. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira
Reglulega sjást Lionel Messi, Luis Suarez, Antoine Griezmann ásamt öðrum Suður-Amerískum knattspyrnumönnum með ákveðinn drykk í hönd en hvað eru þeir að drekka? Mate te kallast drykkurinn sem sjá má myndinni sem fylgir fréttinni og Griezmann er að drekka á meðan hann spilar hinn geysivinsæla Football Manager. Þá er páfinn einnig aðdáandi, allavega ef eitthvað er að marka frétt vefmiðilsins Goal. Je te souhaite un bon dimanche pic.twitter.com/rV7YWDL9Ix— Antoine Griezmann (@AntoGriezmann) May 17, 2020 Mate te er hefðbundinn Suður-Amerískur drykkur sem inniheldur mikið koffín og er gerður úr þurrkuðum yerba mate blöðum. Hann er bitur á bragðið og er einkar vinsæll í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Þó á drykkurinn að bæta skap og svefn ásamt því að bæta meltingu. Það útskýrir mögulega ást hins franska Griezmann á drykknum en hann hefur áður sagt að Úrúgvæ sé hans annað heimili, þó hann hafi aldrei heimsótt landið. Þá var hann byrjaður að drekka mate te áður en hann gekk í raðir Barcelona. Það sem vekur helst athygli er hvernig drykkurinn er drukkinn. Hann er í sérstökum bolla, ef bolla skyldi kallam og alltaf drukkinn með járn eða ál röri. View this post on Instagram Tomando mates con mi compañero de pieza @10aguerosergiokun A post shared by Leo Messi (@leomessi) on Jun 12, 2019 at 6:38am PDT Margir leikmenn virðast njóta þess að drekka drykkinn en Gonzalo Higuain sást til að mynda drekka hann ásamt Douglas Costa og Rodrigo Bentancur í Netflix þáttunum First Team: Juventus. Þá ku Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, hafa kynnst honum í gegnum argentíska samherja sína hjá Tottenham og þaðan komið með hann inn í hóp enska landsliðsins. Það virðist sem um algeran undradrykk sé að ræða og spurning hvenær hann ryður sér til rúms meðal íþróttafólks hér á landi.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Sjá meira