Fyrrverandi lögmanni Trump sleppt úr fangelsi vegna Covid-19 Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 20:46 Michael Cohen fyrir utan heimili sitt í dag. Vísir/Getty Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í desember 2018, hefur verið sleppt úr fangelsi og færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Er þetta gert til þess að sporna við frekari útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsisins og tryggja öryggi fanga. Cohen játaði að hafa gerst sekur um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Sagði hann Trump hafa fengið sig til að „feta myrka braut í stað bjartrar“ og það hafi verið veikleiki að sýna Trump gagnrýnislausa hollustu. Cohen afplánaði í fangelsi í New York sem hefur orðið illa úti í faraldrinum. Þónokkur staðfest tilfelli höfðu komið upp í fangelsinu en á landsvísu hafa 2.265 fangar greinst með veiruna og 188 starfsmenn. Þá hafa 58 fangar látist. Upphaflega átti að Cohen að losna úr fangelsinu í apríl en því var frestað þar til nú. Í yfirlýsingu frá Cohen á Twitter segist hann vera glaður að vera kominn aftur heim til fjölskyldu sinnar. I am so glad to be home and back with my family. There is so much I want to say and intend to say. But now is not the right time. Soon. Thank you to all my friends and supporters.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) May 21, 2020 Fyrr í mánuðinum var Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóri forsetaframboðs Trump, færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hafði afplánað rúmlega ár af sjö ára fangelsisdómi sínum fyrir meðal annars banka- og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í desember 2018, hefur verið sleppt úr fangelsi og færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Er þetta gert til þess að sporna við frekari útbreiðslu veirunnar innan veggja fangelsisins og tryggja öryggi fanga. Cohen játaði að hafa gerst sekur um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Sagði hann Trump hafa fengið sig til að „feta myrka braut í stað bjartrar“ og það hafi verið veikleiki að sýna Trump gagnrýnislausa hollustu. Cohen afplánaði í fangelsi í New York sem hefur orðið illa úti í faraldrinum. Þónokkur staðfest tilfelli höfðu komið upp í fangelsinu en á landsvísu hafa 2.265 fangar greinst með veiruna og 188 starfsmenn. Þá hafa 58 fangar látist. Upphaflega átti að Cohen að losna úr fangelsinu í apríl en því var frestað þar til nú. Í yfirlýsingu frá Cohen á Twitter segist hann vera glaður að vera kominn aftur heim til fjölskyldu sinnar. I am so glad to be home and back with my family. There is so much I want to say and intend to say. But now is not the right time. Soon. Thank you to all my friends and supporters.— Michael Cohen (@MichaelCohen212) May 21, 2020 Fyrr í mánuðinum var Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóri forsetaframboðs Trump, færður í stofufangelsi vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hafði afplánað rúmlega ár af sjö ára fangelsisdómi sínum fyrir meðal annars banka- og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira