Handbolti

Leikjunum gegn Tyrkjum líklega frestað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fær frí í mars en það verður nóg að gera í vor.
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fær frí í mars en það verður nóg að gera í vor. vísir/bára

Væntanlega verður ekkert af landsleikjum Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2020 sem spila átti í þessum mánuði.

EHF tilkynnti í dag að búið væri að fresta leikjunum sem áttu að fara fram 25. og 29. mars. Þeir vilja að leikirnir verði spilaðir í júní. Þetta er eðlilega gert út af kórónuveirunni.

Þó svo EHF hafi lagt þetta til þá hafa HSÍ og tyrkneska sambandið ekki samþykkt breytinguna enn sem komið er. Líklegt verður þó að teljast að svo verði. Ákvörðun mun liggja fyrir í síðasta lagi á mánudag að því er HSÍ segir.

Íslenska liðið ætlaði að hefja æfingar eftir viku en nú er að ljóst að af því verður ekki.

Fréttin var uppfærð en upprunalega var því haldið fram að búið væri að fresta leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×