Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 09:38 Borskipið Joides Resolution. Skipið er á vegum The International Ocean Discovery Program (IODP) en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Mynd/IODP, William Crawford. Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi til Reykjavíkur í næsta mánuði, og héldi síðan til borana á Reykjaneshrygg, en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áætlaðir borstaðir á Reykjaneshrygg.Kort/IODP. Borskipið Joides Resolution var upphaflega smíðað til olíuleitar en hefur undanfarin 35 ár þjónað sem rannsóknarskip fjölþjóðlegs vísindasamstarfs á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Á dagskrá skipsins í sumar er tveggja mánaða leiðangur á Reykjaneshrygg, sem Háskóli Íslands tekur þátt í undir forystu Bryndísar Brandsdóttur, með vísindamenn margra þjóða borð. „Bæði frá Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum. Og einnig koma vísindamenn frá Kína og Japan. Og skipið á að vera hér í Reykjavík 26. júní,“ segir Bryndís en áætlunin gerði ráð fyrir að leiðangurinn stæði til 26. ágúst. En núna er orðið ljóst að kórónufaraldurinn frestar leiðangrinum um óákveðinn tíma en markmiðið er að bora sjö rannsóknarholur í Reykjaneshrygg. Að sögn Bryndísar á að rannsaka bergfræðina 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita, þó utan lögsögu Íslands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „En þetta er líka pólitískt mál vegna þess að á þessu svæði hafa bæði Ísland, Færeyjar, - eða Danmörk með Færeyjum, - Írar og Bretar gert kröfu um lögsöguréttindi,“ segir Bryndís. En það er einnig stefnt á næstu árum að leiðangri á Jan Mayen-hrygginn, sem ÍSOR og Háskóli Íslands undirbúa og yrði undir forystu Íslendinga. „Við ætlum að reyna að fara 50 milljón ár aftur í tímann þar og skoða uppbyggingu jarðskorpunnar við Jan Mayen og skoða hvernig Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi fyrir um 30 milljónum ára.“ -Gætum við fengið einhver ný svör um uppruna Íslands? „Já, ég myndi alveg veðja á það,“ svarar Bryndís. Hver dagur á svona skipi kostar milli 25 og 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum IODP. Miðað við kannski 120 daga úthald alls á hryggina tvo gætu þetta orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannnsókna við Ísland, og kostnaður hlaupið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna. „En ég held að þetta hafi verið nokkrar milljónir sem við þurftum að borga á hverju ári, sem er nú ekki mikið miðað við hvað þetta kostar allt saman. En ég veit að Ísland, - við Íslendingar fáum mikið fyrir peninginn,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi til Reykjavíkur í næsta mánuði, og héldi síðan til borana á Reykjaneshrygg, en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áætlaðir borstaðir á Reykjaneshrygg.Kort/IODP. Borskipið Joides Resolution var upphaflega smíðað til olíuleitar en hefur undanfarin 35 ár þjónað sem rannsóknarskip fjölþjóðlegs vísindasamstarfs á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, en rekstur þess er kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Á dagskrá skipsins í sumar er tveggja mánaða leiðangur á Reykjaneshrygg, sem Háskóli Íslands tekur þátt í undir forystu Bryndísar Brandsdóttur, með vísindamenn margra þjóða borð. „Bæði frá Bandaríkjunum og Evrópuþjóðum. Og einnig koma vísindamenn frá Kína og Japan. Og skipið á að vera hér í Reykjavík 26. júní,“ segir Bryndís en áætlunin gerði ráð fyrir að leiðangurinn stæði til 26. ágúst. En núna er orðið ljóst að kórónufaraldurinn frestar leiðangrinum um óákveðinn tíma en markmiðið er að bora sjö rannsóknarholur í Reykjaneshrygg. Að sögn Bryndísar á að rannsaka bergfræðina 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita, þó utan lögsögu Íslands. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „En þetta er líka pólitískt mál vegna þess að á þessu svæði hafa bæði Ísland, Færeyjar, - eða Danmörk með Færeyjum, - Írar og Bretar gert kröfu um lögsöguréttindi,“ segir Bryndís. En það er einnig stefnt á næstu árum að leiðangri á Jan Mayen-hrygginn, sem ÍSOR og Háskóli Íslands undirbúa og yrði undir forystu Íslendinga. „Við ætlum að reyna að fara 50 milljón ár aftur í tímann þar og skoða uppbyggingu jarðskorpunnar við Jan Mayen og skoða hvernig Jan Mayen klofnaði frá Grænlandi fyrir um 30 milljónum ára.“ -Gætum við fengið einhver ný svör um uppruna Íslands? „Já, ég myndi alveg veðja á það,“ svarar Bryndís. Hver dagur á svona skipi kostar milli 25 og 40 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum IODP. Miðað við kannski 120 daga úthald alls á hryggina tvo gætu þetta orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannnsókna við Ísland, og kostnaður hlaupið á bilinu þrír til fimm milljarðar króna. „En ég held að þetta hafi verið nokkrar milljónir sem við þurftum að borga á hverju ári, sem er nú ekki mikið miðað við hvað þetta kostar allt saman. En ég veit að Ísland, - við Íslendingar fáum mikið fyrir peninginn,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira