Sara Björk í viðtali hjá FIFA: Margir hlógu örugglega að því sem ég sagði þegar ég var tvítug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:30 Sara Björk Gunnarsdóttir bregður á leik í myndatöku Wolfsburg fyrir Meistaradeildina. Getty/Karl Bridgeman Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er á förum frá Wolfsburg eftir tímabilið eftir mjög sigursæla tíma í Þýskalandi. Markmið hennar er að kveðja með tveimur titlum en Alþjóða knattspyrnusambandið hafði áhuga á að heyra í einni bestu knattspyrnukonu Íslandssögunnar. Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði ævisögu sína fyrir þrítugsafmælið sitt en taldi sig hafa sögu að segja sem margir gætu tengt við. Sara Björk ræddi við heimasíðu FIFA um ferilinn og framhaldið. Sara Björk Gunnarsdóttir var kosin íþróttamaður ársins 2018 og eftir það hafði Magnús Helgason samband við hana og lagði það til að hún skrifaði sögu sína í bók. Unstoppable @sarabjork18 has dealt with some sever setbacks on her journey to the top But the title of her new book reflects the unbreakable spirit of this @VfLWob_Frauen star and 6-time @footballiceland player of the year — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 22, 2020 „Hann sagði mér að núna væri rétti tíminn til að segja mína sögu. Ég er ekki gömul en ég er reynslumikil og hef afrekað mikið á mínum ferli. Ég hef líka gengið í gegnum margt. Mér fannst því líka að ég hefði góða sögu að segja sem margir gætu tengt við, ekki bara leikmenn,“ sagði Sara við heimasíðu FIFA. Nafnið á bókinni, „Óstöðvandi“, er táknrænt enda hefur hún aldrei látið neinn stöðva sig. Hún meiddist illa snemma á ferlinum en kom enn sterkari til baka. View this post on Instagram Dreift í búðir í dag ! Tryggðu þér eintak! Fáanleg í öllum Hagkaup verslunum , Eymundsson og Mál og menning A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on Nov 21, 2019 at 8:03am PST Vá, ég get verið með há markmið núna „Ég hef alltaf verið í samkeppni við sjálfan mig. Ég vildi sjá hversu langt ég gæti náð og setti pressu á mig sjálfa. Eftir meiðslin var markmiðið að losna við þau og spila aftur. Eftir að ég komst í yngri landsliðin og svo í A-landsliðið á sama árinu þá hugsaði ég: Vá, ég get verið með há markmið núna,“ sagði Sara Björk. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað 131 A-landsleik fyrir Ísland og alls 148 landsleiki fyrir öll landslið.EPA/SALVATORE DI NOLFI „Þegar ég var bara tvítug þá sagði ég fjölmiðlunum að ég ætlaði mér að verða besti miðjumaður í heimi. Fullt af fólki hefur örugglega hlegið að mér. Ég hef alltaf haft trú á sjálfri mér og hugarfarið mitt hefur komið mér þangað sem ég er í dag,“ sagði Sara. Sjö sinnum meistari í Svíþjóð og Þýskalandi Hún fór út í atvinnumennsku árið 2011 og gekk til liðs við sænska liðið Rosengård. Sara hefur síðan unnið sænska meistaratitilinn fjórum sinnum, sænska bikarinn einu sinni og eftir að hún færði sig yfir til Wolfsburg í Þýskalandi þá hefur Sara unnið tvennuna þrisvar sinnum. Á níu tímabilum í atvinnumennsku hefur Sara þannig unnið sjö meistaratitla með liðum sínum. „Það er gott og léttir að geta byrjað að spila aftur. Þetta verður mjög mikið álag þangað til í lok júní en við höfum æft mikið. Við höfum byrjað að æfa aftur saman sem lið og allar eru í toppformi," sagði Sara um lok tímabilsins með Wolfsburg. Reports out of France are linking Wolfsburg midfielder Sara Björk Gunnarsdóttir and Atlético Madrid goalkeeper Lola Gallardo to Lyon. The two will replace Dzsenifer Marozsan and Sarah Bouhaddi, who are both rumored to be heading to Utah Royals FC. (Source: @RMCsport) pic.twitter.com/Nn2kdCdshe— Womens Transfer News (@womenstransfer) April 18, 2020 Leið eins og litlum krakka á fyrstu æfingunni „Þessi tími hefur sýnt mér hversu mikið ég hef saknað að vera með liðsfélögunum í klefanum og hversu mikið ég hef saknað fótboltans. Mér leið eins og litlum krakka á fyrstu æfingunni okkar saman. Ég er þakklát að við getum byrjað að spila aftur," sagði Sara. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér titli með Wolfsburg liðinu ásamt þeim Lenu Goessling, Caroline Graham Hansen og Pernille Harder.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH „Auðvitað vilja ég enda árið hjá Wolfsburg með titlum og spila eitthvað af leikjum. Það voru spennandi hlutir í gangi hjá okkur á þremur vígstöðvum, í deildinni, í bikarnum og í Meistaradeildinni. Nú hafa hlutirnir breyst aðeins. Vonandi getum við endað á að vinna deildina og bikarinn. Markmiðið er að enda feril minn hjá Wolfsburg með tveimur titlum. Það yrði æðislegt," sagði Sara Björk að lokum. Fótbolti Þýski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er á förum frá Wolfsburg eftir tímabilið eftir mjög sigursæla tíma í Þýskalandi. Markmið hennar er að kveðja með tveimur titlum en Alþjóða knattspyrnusambandið hafði áhuga á að heyra í einni bestu knattspyrnukonu Íslandssögunnar. Sara Björk Gunnarsdóttir skrifaði ævisögu sína fyrir þrítugsafmælið sitt en taldi sig hafa sögu að segja sem margir gætu tengt við. Sara Björk ræddi við heimasíðu FIFA um ferilinn og framhaldið. Sara Björk Gunnarsdóttir var kosin íþróttamaður ársins 2018 og eftir það hafði Magnús Helgason samband við hana og lagði það til að hún skrifaði sögu sína í bók. Unstoppable @sarabjork18 has dealt with some sever setbacks on her journey to the top But the title of her new book reflects the unbreakable spirit of this @VfLWob_Frauen star and 6-time @footballiceland player of the year — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 22, 2020 „Hann sagði mér að núna væri rétti tíminn til að segja mína sögu. Ég er ekki gömul en ég er reynslumikil og hef afrekað mikið á mínum ferli. Ég hef líka gengið í gegnum margt. Mér fannst því líka að ég hefði góða sögu að segja sem margir gætu tengt við, ekki bara leikmenn,“ sagði Sara við heimasíðu FIFA. Nafnið á bókinni, „Óstöðvandi“, er táknrænt enda hefur hún aldrei látið neinn stöðva sig. Hún meiddist illa snemma á ferlinum en kom enn sterkari til baka. View this post on Instagram Dreift í búðir í dag ! Tryggðu þér eintak! Fáanleg í öllum Hagkaup verslunum , Eymundsson og Mál og menning A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on Nov 21, 2019 at 8:03am PST Vá, ég get verið með há markmið núna „Ég hef alltaf verið í samkeppni við sjálfan mig. Ég vildi sjá hversu langt ég gæti náð og setti pressu á mig sjálfa. Eftir meiðslin var markmiðið að losna við þau og spila aftur. Eftir að ég komst í yngri landsliðin og svo í A-landsliðið á sama árinu þá hugsaði ég: Vá, ég get verið með há markmið núna,“ sagði Sara Björk. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað 131 A-landsleik fyrir Ísland og alls 148 landsleiki fyrir öll landslið.EPA/SALVATORE DI NOLFI „Þegar ég var bara tvítug þá sagði ég fjölmiðlunum að ég ætlaði mér að verða besti miðjumaður í heimi. Fullt af fólki hefur örugglega hlegið að mér. Ég hef alltaf haft trú á sjálfri mér og hugarfarið mitt hefur komið mér þangað sem ég er í dag,“ sagði Sara. Sjö sinnum meistari í Svíþjóð og Þýskalandi Hún fór út í atvinnumennsku árið 2011 og gekk til liðs við sænska liðið Rosengård. Sara hefur síðan unnið sænska meistaratitilinn fjórum sinnum, sænska bikarinn einu sinni og eftir að hún færði sig yfir til Wolfsburg í Þýskalandi þá hefur Sara unnið tvennuna þrisvar sinnum. Á níu tímabilum í atvinnumennsku hefur Sara þannig unnið sjö meistaratitla með liðum sínum. „Það er gott og léttir að geta byrjað að spila aftur. Þetta verður mjög mikið álag þangað til í lok júní en við höfum æft mikið. Við höfum byrjað að æfa aftur saman sem lið og allar eru í toppformi," sagði Sara um lok tímabilsins með Wolfsburg. Reports out of France are linking Wolfsburg midfielder Sara Björk Gunnarsdóttir and Atlético Madrid goalkeeper Lola Gallardo to Lyon. The two will replace Dzsenifer Marozsan and Sarah Bouhaddi, who are both rumored to be heading to Utah Royals FC. (Source: @RMCsport) pic.twitter.com/Nn2kdCdshe— Womens Transfer News (@womenstransfer) April 18, 2020 Leið eins og litlum krakka á fyrstu æfingunni „Þessi tími hefur sýnt mér hversu mikið ég hef saknað að vera með liðsfélögunum í klefanum og hversu mikið ég hef saknað fótboltans. Mér leið eins og litlum krakka á fyrstu æfingunni okkar saman. Ég er þakklát að við getum byrjað að spila aftur," sagði Sara. Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar hér titli með Wolfsburg liðinu ásamt þeim Lenu Goessling, Caroline Graham Hansen og Pernille Harder.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH „Auðvitað vilja ég enda árið hjá Wolfsburg með titlum og spila eitthvað af leikjum. Það voru spennandi hlutir í gangi hjá okkur á þremur vígstöðvum, í deildinni, í bikarnum og í Meistaradeildinni. Nú hafa hlutirnir breyst aðeins. Vonandi getum við endað á að vinna deildina og bikarinn. Markmiðið er að enda feril minn hjá Wolfsburg með tveimur titlum. Það yrði æðislegt," sagði Sara Björk að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn EM 2021 í Englandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira