Skjálftinn var 5,2 að stærð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2020 10:33 Skjálftinn varð rétt fyrir klukkan hálf ellefu nærri Grindavík. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi um klukkan 10:45 að stærð skjálftans væri um 5. Það gæti lítillega breyst sem varð raunin eftir nákvæmari úrvinnslu gagna. Skjálftinn varð um fjóra kílómetra norður af Grindavík eða á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.“ Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var 5,2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti upp á 5,3 um níu kílómetra norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Allt í bylgjum Fréttastofu bárust ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum. Karl Ottesen er einn þeirra. „Ég sat í sófanum inni í stofu og það var allt í bylgjum,“ segir Karl. Hann hafi heyrt í dóttur sinni sem býr á svæðinu og hún hafi aldrei áður fundið jafn öflugan skjálfta þarna á svæðinu. Greinilegt er af ummælum fólks á samfélagsmiðlum að fólk víða á suðvesturhorninu fann verulega fyrir skjálftanum. Sá stærsti það sem af er ári Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu. Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til. Að neðan má sjá uppfærða tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Innlegg klukkan 11:52 Stærð skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð. Innlegg Kl. 10.30 Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi um klukkan 10:45 að stærð skjálftans væri um 5. Það gæti lítillega breyst sem varð raunin eftir nákvæmari úrvinnslu gagna. Skjálftinn varð um fjóra kílómetra norður af Grindavík eða á þeim slóðum þar sem landris varð fyrr á árinu sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. „Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.“ Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var 5,2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti upp á 5,3 um níu kílómetra norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir fjórir að stærð. Allt í bylgjum Fréttastofu bárust ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum. Karl Ottesen er einn þeirra. „Ég sat í sófanum inni í stofu og það var allt í bylgjum,“ segir Karl. Hann hafi heyrt í dóttur sinni sem býr á svæðinu og hún hafi aldrei áður fundið jafn öflugan skjálfta þarna á svæðinu. Greinilegt er af ummælum fólks á samfélagsmiðlum að fólk víða á suðvesturhorninu fann verulega fyrir skjálftanum. Sá stærsti það sem af er ári Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir skjálftann sem reið yfir nálægt bænum fyrir stundu hafa verið þann öflugasta sem hefur fundist á svæðinu frá því jarðskjálftavirkni tók að aukast á svæðinu. Fannar segir í samtali við fréttastofu að hann hafi verið ásamt öðru fólki á sviðsstjórafundi þegar skjálftinn reið yfir. Höggið hafi verið mikið en ekkert hafi þó hrunið úr hillum. Hann segir fólk hafa verið sammála um að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn hingað til. Að neðan má sjá uppfærða tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands. Innlegg klukkan 11:52 Stærð skjálftans hefur verið endurmetin og var hann M5.2 að stærð. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er skjálftinn sem varð á jarðskjálftasprungu líklegast afleiðing spennubreytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu frá því í lok janúar. Þessi skjálfti er nyrst á því svæði þar sem skjálftahrina var og tengdist landrisunu við Þorbjörn. Þó að landrisinu hafi í raun lokið um miðjan febrúar og dregið úr skjálftavirkni, þá hefur engu að síður verið næg spenna á svæðinu til staðar til að framkalla þennan skjálfta í dag.Skjálftinn í dag er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga síðan í október 2013. Þá varð skjálfti sem var M5.2 að stærð í nágreinni við Reykjanestá. Að kvöldi 16. september 1973 varð skjálfti M5.3 um 9km norðaustur af Grindavík og í kjölfarið fylgdu allnokkrir skjálftar yfir M4 að stærð. Innlegg Kl. 10.30 Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesinu. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að stærðin hafi verið um M5.2 að stæðr og hafi átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefur Veðurstofunnar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum. Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síður Veðurstofunnar.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira