Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2020 12:31 Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi segir Reykjavíkurborg mismuna börnum eftir búsetu og kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. Sérskólaúrræði borgarinnar séu í lamasessi. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær gagnrýndu foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun Reykjavíkurborg fyrir að synja dóttur þeirra um skólavist í Arnarskóla í Kópavogi. En þau segja skólann henta fötlun barnsins best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á starfsemi Arnarskóla svo hún samræmist örugglega lögum og reglum. Borgin hafi þó ekki umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum þar sem hann er starfræktur í Kópavogi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins segir ummæli Helga fyrirslátt. „Við erum að treysta skólanum fyrir börnum úr Reykjavík og það hefur ekki farið þetta svokallaða ytra mat. Hvað skeður ef við opnum fyrir frekari umsóknir þar til þetta mat liggur fyrir, það er engin stórhætta á ferðum hér. Það er búið að meta það af fagaðilum og foreldrum að þetta eru úrræði sem hentar þeim vel. Þarna myndu þau sinna sínu námi meðal jafningja og líða vel. Þessi vandi er stór í Reykjavík. Þessi sérskólaúrræði eru í lamasessi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Skjáskot/Stöð 2 Þá hefur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjarvíburborgar bent á að borgin reki sjálf einhverfudeildir og Klettaskóla. Kolbrún segir skólana ekki sambærilega. „Arnarskóli er alveg einstakur að því leyti til að hann er með heildstæða stefnu. Í skólanum getur nemandinn sinnt öllu, allt frá námi að tómstundum. Þar er ekki þessi þvælingur barns á milli staða. Ég hef þess vegna sagt að borgin ætti einfaldlega að reka sinn eigin Arnarskóla, þ.e.a.s. akkúrat svona úrræði,“ sagði Kolbrún. Kolbrún segir að í þessu tilfelli sé barninu mismunað eftir búsetu. „Reykjavíkurborg hafnar að greiða inntökugjöldin eða umsókn fyrir barnið inn í þennan skóla en getur ekki boðið barninu upp á nákvæmlega sama úrræði sem talið er að henti barninu best, þá er það auðvitað ekkert annað en mismunun,“ sagði Kolbrún. Reykjavík Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Borgarfulltrúi segir Reykjavíkurborg mismuna börnum eftir búsetu og kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. Sérskólaúrræði borgarinnar séu í lamasessi. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær gagnrýndu foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun Reykjavíkurborg fyrir að synja dóttur þeirra um skólavist í Arnarskóla í Kópavogi. En þau segja skólann henta fötlun barnsins best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á starfsemi Arnarskóla svo hún samræmist örugglega lögum og reglum. Borgin hafi þó ekki umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum þar sem hann er starfræktur í Kópavogi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins segir ummæli Helga fyrirslátt. „Við erum að treysta skólanum fyrir börnum úr Reykjavík og það hefur ekki farið þetta svokallaða ytra mat. Hvað skeður ef við opnum fyrir frekari umsóknir þar til þetta mat liggur fyrir, það er engin stórhætta á ferðum hér. Það er búið að meta það af fagaðilum og foreldrum að þetta eru úrræði sem hentar þeim vel. Þarna myndu þau sinna sínu námi meðal jafningja og líða vel. Þessi vandi er stór í Reykjavík. Þessi sérskólaúrræði eru í lamasessi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Skjáskot/Stöð 2 Þá hefur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjarvíburborgar bent á að borgin reki sjálf einhverfudeildir og Klettaskóla. Kolbrún segir skólana ekki sambærilega. „Arnarskóli er alveg einstakur að því leyti til að hann er með heildstæða stefnu. Í skólanum getur nemandinn sinnt öllu, allt frá námi að tómstundum. Þar er ekki þessi þvælingur barns á milli staða. Ég hef þess vegna sagt að borgin ætti einfaldlega að reka sinn eigin Arnarskóla, þ.e.a.s. akkúrat svona úrræði,“ sagði Kolbrún. Kolbrún segir að í þessu tilfelli sé barninu mismunað eftir búsetu. „Reykjavíkurborg hafnar að greiða inntökugjöldin eða umsókn fyrir barnið inn í þennan skóla en getur ekki boðið barninu upp á nákvæmlega sama úrræði sem talið er að henti barninu best, þá er það auðvitað ekkert annað en mismunun,“ sagði Kolbrún.
Reykjavík Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00