Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 14:16 Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsir aðgerðunum í Noregi sem þeim umfangsmestu á friðartímum. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Norska ríkisstjórnin kynnti nýjar og hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í dag. Allir þeir sem hafa ferðast utan Norðurlandanna þurfa að fara í sóttkví við komuna til Noregs og þá verður skólum á öllum stigum lokað. Nýju tilmælin ná til allra þeirra sem hafa ferðast utan Norðurlandanna eftir 27. febrúar. Þeim er sagt að gangast undir fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til Noregs. Þá hvetja stjórnvöld almenning til þess að forðast óþarfa ferðalög. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu einnig að loka öllum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Veikindaréttur fólks vegna barna verður aukinn til að bregðast við, að því er kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsti yfirvofandi aðgerðum sem þeim umfangsmestu á friðartímum í Noregi og að almennir borgarar ættu eftir að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi sínu. Norðmönnum hefur verið ráðlagt að forðast almenningssamsöngur og staði þar sem fólk er í miklu návígi. „Ef við leggjum hart að okkur núna getum við slakað frekar á síðar,“ sagði Solberg sem varaði við því að norsk þjóðlíf ætti eftir að mjakast hægt næstu dagana. „Það er afar mikilvægt að fólk fylgi þessum tilmælum. Ef við ætlum að hafa hemil á þessu verða allir að leggja hönd á plóg,“ sagði ráðherrann. Samkomubanni hefur jafnframt verið komið á. Þannig verður fjöldi viðburða og samkoma nú bannaður. Þannig verða menningarviðburðir, íþróttaviðburðir og iðkun, starfsemi veitingastaða nema þeirra sem geta tryggt að minnsta kosti metra bil á milli gesta, starfsemi líkamsræktarstöðva, snyrti- og nuddstofa og sundlauga bönnuð tímabundið. Noregur Wuhan-veiran Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Norska ríkisstjórnin kynnti nýjar og hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í dag. Allir þeir sem hafa ferðast utan Norðurlandanna þurfa að fara í sóttkví við komuna til Noregs og þá verður skólum á öllum stigum lokað. Nýju tilmælin ná til allra þeirra sem hafa ferðast utan Norðurlandanna eftir 27. febrúar. Þeim er sagt að gangast undir fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til Noregs. Þá hvetja stjórnvöld almenning til þess að forðast óþarfa ferðalög. Heilbrigðisyfirvöld ákváðu einnig að loka öllum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum og öðrum menntastofnunum til þess að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. Veikindaréttur fólks vegna barna verður aukinn til að bregðast við, að því er kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Erna Solberg, forsætisráðherra, lýsti yfirvofandi aðgerðum sem þeim umfangsmestu á friðartímum í Noregi og að almennir borgarar ættu eftir að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi sínu. Norðmönnum hefur verið ráðlagt að forðast almenningssamsöngur og staði þar sem fólk er í miklu návígi. „Ef við leggjum hart að okkur núna getum við slakað frekar á síðar,“ sagði Solberg sem varaði við því að norsk þjóðlíf ætti eftir að mjakast hægt næstu dagana. „Það er afar mikilvægt að fólk fylgi þessum tilmælum. Ef við ætlum að hafa hemil á þessu verða allir að leggja hönd á plóg,“ sagði ráðherrann. Samkomubanni hefur jafnframt verið komið á. Þannig verður fjöldi viðburða og samkoma nú bannaður. Þannig verða menningarviðburðir, íþróttaviðburðir og iðkun, starfsemi veitingastaða nema þeirra sem geta tryggt að minnsta kosti metra bil á milli gesta, starfsemi líkamsræktarstöðva, snyrti- og nuddstofa og sundlauga bönnuð tímabundið.
Noregur Wuhan-veiran Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira