Bjartsýn á framhaldið og tilbúin að halda áfram með lífið Sylvía Hall skrifar 24. maí 2020 23:52 Sólrúnu Öldu Waldorff var bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð í október á síðasta ári. Skjáskot af vef RÚV „Ég fór að sofa í íbúðinni hjá kærastanum mínum og ég man eiginlega ekkert meira þar til ég vakna rúmum mánuði síðar í spítalarúmi í Svíþjóð. Og þar með byrjar allt.“ Þetta segir Sólrún Alda Waldorff um það sem tók við eftir bruna í Mávahlíð í október á síðasta ári. Sólrún er 23 ára gömul, en henni var bjargað út úr brennandi íbúðinni eftir að mikill eldur kviknaði í íbúðinni. Brennandi pottur féll á gólfið með þeim afleiðingum að logandi olía helltist úr og breiddist um íbúðina. Rætt var við Sólrúnu í kvöldfréttum RÚV. Sólrún var í íbúðinni ásamt kærasta sínum Rahmon Anvarov sem bjó í íbúðinni. Eigandi íbúðarinnar var einnig í íbúðinni en hann komst sjálfur út. Sólrún og Rahmon voru bæði sofandi þegar eldurinn kom upp. „Það var stöðugt verið að reyna að segja mér hvar ég væri, hvað hefði gerst – svo maður rosalega hræddur. Maður skildi þetta bara ekki,“ segir Sólrún í viðtalinu á RÚV. Bæði Sólrún og Rahmon brenndust alvarlega en Sólrúnu var haldið sofandi í þrjár vikur. Ákveðið var að flytja hana á brunadeild sjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð. Skömmu eftir komuna til Svíþjóðar féllu lungu hennar saman, en hún hafði verið stöðug í fluginu. Hún var í bráðri lífshættu allan tímann en hún var með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama síns. Bati Sólrúnar er sagður undraverður. Læknar óttuðust að hún væri með heilaskaða eftir brunann og hún væri lömuð á annarri hlið líkamans. Mikill viljastyrkur Sólrúnar kom í ljós og hún hafi verið ákveðinn í því að ná skjótum bata. Hún lýsir því hvernig hún tók fyrstu skrefin eftir brunann og hversu mikill léttir fylgdi því í ítarlegu viðtali á vef RÚV. Fréttin var síðast uppfærð 29. maí. Slökkvilið Reykjavík Bruni í Mávahlíð Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
„Ég fór að sofa í íbúðinni hjá kærastanum mínum og ég man eiginlega ekkert meira þar til ég vakna rúmum mánuði síðar í spítalarúmi í Svíþjóð. Og þar með byrjar allt.“ Þetta segir Sólrún Alda Waldorff um það sem tók við eftir bruna í Mávahlíð í október á síðasta ári. Sólrún er 23 ára gömul, en henni var bjargað út úr brennandi íbúðinni eftir að mikill eldur kviknaði í íbúðinni. Brennandi pottur féll á gólfið með þeim afleiðingum að logandi olía helltist úr og breiddist um íbúðina. Rætt var við Sólrúnu í kvöldfréttum RÚV. Sólrún var í íbúðinni ásamt kærasta sínum Rahmon Anvarov sem bjó í íbúðinni. Eigandi íbúðarinnar var einnig í íbúðinni en hann komst sjálfur út. Sólrún og Rahmon voru bæði sofandi þegar eldurinn kom upp. „Það var stöðugt verið að reyna að segja mér hvar ég væri, hvað hefði gerst – svo maður rosalega hræddur. Maður skildi þetta bara ekki,“ segir Sólrún í viðtalinu á RÚV. Bæði Sólrún og Rahmon brenndust alvarlega en Sólrúnu var haldið sofandi í þrjár vikur. Ákveðið var að flytja hana á brunadeild sjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð. Skömmu eftir komuna til Svíþjóðar féllu lungu hennar saman, en hún hafði verið stöðug í fluginu. Hún var í bráðri lífshættu allan tímann en hún var með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama síns. Bati Sólrúnar er sagður undraverður. Læknar óttuðust að hún væri með heilaskaða eftir brunann og hún væri lömuð á annarri hlið líkamans. Mikill viljastyrkur Sólrúnar kom í ljós og hún hafi verið ákveðinn í því að ná skjótum bata. Hún lýsir því hvernig hún tók fyrstu skrefin eftir brunann og hversu mikill léttir fylgdi því í ítarlegu viðtali á vef RÚV. Fréttin var síðast uppfærð 29. maí.
Slökkvilið Reykjavík Bruni í Mávahlíð Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira