Sonur Brentons Birmingham skoraði sín fyrstu stig fyrir Njarðvík í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2020 23:30 Róbert Sean Birmingham, Gunnar Már Sigmundsson og Guðjón Karl Halldórsson skoruðu sín fyrstu stig í efstu deild í gær. mynd/jón björn ólafsson Þrír ungir leikmenn skoruðu sín fyrstu stig fyrir Njarðvík í Domino's deild karla þegar liðið vann Fjölni örugglega, 117-83, í gær. Þetta voru þeir Guðjón Karl Halldórsson, Gunnar Már Sigmundsson og Róbert Sean Birmingham. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur. Sá síðastnefndi á ekki langt að sækja körfuboltahæfileikana en hann er sonur Brentons Birmingham sem lék lengi með Njarðvík. Róbert spilaði í rúmar tíu mínútur í leiknum í gær, skoraði tvö stig, tók tvö fráköst og stal boltanum einu sinni. Róbert er 15 ára, fæddur í september 2004, og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Brenton er einn besti bandaríski körfuboltamaður sem hefur leikið hér á landi. Hann varð Íslandsmeistari með Njarðvík 2001, 2002 og 2006 og bikarmeistari 1999, 2002 og 2005. Hann varð einnig bikarmeistari með Grindavík 2000. Brenton fékk seinna íslenskt ríkisfang og lék 19 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er enn búsettur á Íslandi, starfar sem flugumferðarstjóri og situr í stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Dominos-deild karla Reykjanesbær Tengdar fréttir Einar Árni: Vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. 12. mars 2020 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Fjölnir 117-83 | Botnliðið fékk skell í Ljónagryfjunni Njarðvíkingar fengu fallna Fjölnismenn í heimsókn í Ljónagryfjuna og gengu gjörsamlega frá þeim. 12. mars 2020 21:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Þrír ungir leikmenn skoruðu sín fyrstu stig fyrir Njarðvík í Domino's deild karla þegar liðið vann Fjölni örugglega, 117-83, í gær. Þetta voru þeir Guðjón Karl Halldórsson, Gunnar Már Sigmundsson og Róbert Sean Birmingham. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur. Sá síðastnefndi á ekki langt að sækja körfuboltahæfileikana en hann er sonur Brentons Birmingham sem lék lengi með Njarðvík. Róbert spilaði í rúmar tíu mínútur í leiknum í gær, skoraði tvö stig, tók tvö fráköst og stal boltanum einu sinni. Róbert er 15 ára, fæddur í september 2004, og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Brenton er einn besti bandaríski körfuboltamaður sem hefur leikið hér á landi. Hann varð Íslandsmeistari með Njarðvík 2001, 2002 og 2006 og bikarmeistari 1999, 2002 og 2005. Hann varð einnig bikarmeistari með Grindavík 2000. Brenton fékk seinna íslenskt ríkisfang og lék 19 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann er enn búsettur á Íslandi, starfar sem flugumferðarstjóri og situr í stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
Dominos-deild karla Reykjanesbær Tengdar fréttir Einar Árni: Vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. 12. mars 2020 20:19 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Fjölnir 117-83 | Botnliðið fékk skell í Ljónagryfjunni Njarðvíkingar fengu fallna Fjölnismenn í heimsókn í Ljónagryfjuna og gengu gjörsamlega frá þeim. 12. mars 2020 21:30 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Einar Árni: Vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. 12. mars 2020 20:19
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Fjölnir 117-83 | Botnliðið fékk skell í Ljónagryfjunni Njarðvíkingar fengu fallna Fjölnismenn í heimsókn í Ljónagryfjuna og gengu gjörsamlega frá þeim. 12. mars 2020 21:30