Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 18:03 Keflavíkurflugvöllur á tímum kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Niðurfelling gjaldanna varir á meðan ferðabann Bandaríkjaforseta er í gildi, sem komið var á vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Katrín Óskar eftir símafundi með Trump Í tilkynningu segir að með þessu styðji Isavia við viðskiptavini sína á fordæmalausum óvissutímum með það að markmiði að auðvelda flugfélögum að taka ákvarðanir um áframhaldandi flug til Íslands þrátt fyrir lakari sætanýtingu. Undir notendagjöld á Keflavíkurflugvelli falla m.a. lendingargjöld, farþegagjöld, stæðisgjöld og flugleiðsögugjöld og flugverndargjöld. Þessi ákvörðun Isavia mun gilda á meðan núverandi ferðabann borgara innan Schengen-svæðisins til Bandaríkjanna varir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fagnar þessari ákvörðun, að því er haft er eftir henni í tilkynningu. „Með ákvörðun sinni leggur Isavia sitt lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til að styðja við íslenska ferðaþjónustu á krefjandi tímum. Mikilvægt er að viðhalda öflugri flugstarfsemi sem er lykilþáttur í íslenskri ferðaþjónustu og efnahagslífi.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í vikunni um ferðabann frá landa innan Schengen-svæðisins í Evrópu til Bandaríkjanna. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanninu en bandarískir ferðamenn hafa þannig verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Keflavíkurflugvöll frá því árið 2016. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Flugfarþegar eiga rétt á fullri endurgreiðslu farmiða falli flugferðir niður hætti flugrekandi við flugferðir. 13. mars 2020 13:30 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Niðurfelling gjaldanna varir á meðan ferðabann Bandaríkjaforseta er í gildi, sem komið var á vegna kórónuveirunnar. Sjá einnig: Katrín Óskar eftir símafundi með Trump Í tilkynningu segir að með þessu styðji Isavia við viðskiptavini sína á fordæmalausum óvissutímum með það að markmiði að auðvelda flugfélögum að taka ákvarðanir um áframhaldandi flug til Íslands þrátt fyrir lakari sætanýtingu. Undir notendagjöld á Keflavíkurflugvelli falla m.a. lendingargjöld, farþegagjöld, stæðisgjöld og flugleiðsögugjöld og flugverndargjöld. Þessi ákvörðun Isavia mun gilda á meðan núverandi ferðabann borgara innan Schengen-svæðisins til Bandaríkjanna varir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fagnar þessari ákvörðun, að því er haft er eftir henni í tilkynningu. „Með ákvörðun sinni leggur Isavia sitt lóð á vogarskálarnar með stjórnvöldum til að styðja við íslenska ferðaþjónustu á krefjandi tímum. Mikilvægt er að viðhalda öflugri flugstarfsemi sem er lykilþáttur í íslenskri ferðaþjónustu og efnahagslífi.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í vikunni um ferðabann frá landa innan Schengen-svæðisins í Evrópu til Bandaríkjanna. Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanninu en bandarískir ferðamenn hafa þannig verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Keflavíkurflugvöll frá því árið 2016.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24 Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17 Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Flugfarþegar eiga rétt á fullri endurgreiðslu farmiða falli flugferðir niður hætti flugrekandi við flugferðir. 13. mars 2020 13:30 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Alþingi samþykkti nú síðdegis lagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að fyrirtæki geti fengið frest á tryggingagjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda. 13. mars 2020 17:24
Guðni og Eliza mættu í skimun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú voru á meðal þeirra sem mættu í skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum í Kópavogi í dag. 13. mars 2020 15:17
Samgöngustofa segir að flugfarþegar eigi endurgreiðslurétt Flugfarþegar eiga rétt á fullri endurgreiðslu farmiða falli flugferðir niður hætti flugrekandi við flugferðir. 13. mars 2020 13:30
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52