Lífið

Syngur fyrir per­sónu Rachel M­cA­dams í Vol­ca­no Man

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 27 ára Sandén var fulltrúi Svía í Junior Eurovision Song Contest árið 2006 og tók þátt í Melodifestivalen, undankeppni Svía í Eurovision, árin 2009, 2012 og 2016.
Hin 27 ára Sandén var fulltrúi Svía í Junior Eurovision Song Contest árið 2006 og tók þátt í Melodifestivalen, undankeppni Svía í Eurovision, árin 2009, 2012 og 2016. Getty

Á streymisveitum má sjá að bandaríski leikarinn Will Ferrell og My Marianne séu flytjendur lagsins Volcano Man sem finna má Eurovision-myndinni sem frumsýnd verður á Netflix seinni hluta næsta mánaðar.

Huldukonan My Marianne á hins vegar engin önnur lög á steymisveitunum, en sænskir fjölmiðlar greindu í síðustu viku frá því hver ætti þessa leyndardómsfullu rödd. Er um að ræða söngkonuna Molly Sandén sem þrátt fyrir ungan aldur hefur lengi verið áberandi í sænsku tónlistarlífi.

Lagið Volcano Man var frumflutt 15. maí síðastliðinn og myndbandið degi síðar. Sögusagnir fóru fljótt af stað um söngrödd persónu McAdams hljómaði grunsamlega líkt Sandén. Ekki dró heldur úr þeim þegar bent var á að fullt nafn Molly Sandén væri Molly My Marianne Sandén.

Útgáfufélag Sandén hefur nú staðfest að það sé í raun Sandén sem er raunveruleg söngkona lagsins.

Hin 27 ára Sandén var fulltrúi Svía í Junior Eurovision Song Contest árið 2006 og tók þátt í Melodifestivalen, undankeppni Svía í Eurovision, árin 2009, 2012 og 2016.

Myndin var tekin að stórum hluta upp hér á landi og fóru tökur meðal annars fram á Húsavík í október á síðasta ári. Í myndinni leika þau Ferrell og McAdams Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision, en Pierce Brosnan leikur föður persónu Ferrell, Erick Erickssong.

Að neðan má sjá Sandén flytja lagið Rosa Himmel úr þáttunum Störst av allt, eða Quicksand eins og þættirnir nefndust á ensku.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×