Innlent

Annar smitlaus sólarhringur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1804.

Á veirufræðideild Landspítalans voru tekin tólf sýni í gær og ekkert hjá Íslenskri erfðagreiningu. Virk smit sem vitað er um hér á landi eru þrjú, líkt og í gær, að því er fram kemur á vef landlæknis og almannavarna, covid.is

Enginn liggur inni á sjúkrahúsi með Covid-19 þessa stundina og hefur 1.791 náð bata. Fólki í sóttkví fækkar um 42 á milli daga og eru nú 757. Alls hafa nú 20.370 lokið sóttkví og 58.856 sýni verið tekin.

Tíu hafa látist af völdum veirunnar á Íslandi.

Síðasti reglulegi upplýsingafundur almannavarna verður í dag klukkan 14. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×