Að borga próf, eða borga ekki próf Heimir Hannesson skrifar 26. maí 2020 11:00 Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Þar sem atvinnulíf hefur byggst upp á ferðaþjónustu eins og í Vík í Mýrdal, mælist það allt að 46%, 34% í Skaftárhreppi og 27% í einu stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjanesbæ! Þessu ástandi, þótt tímabundið sé, verður að sjálfsögðu að linna. Við getum ekki lokkað loðnuna í landhelgina, en við getum laðað ferðamenn að og með því endurreist eina sterkustu efnahagsstoð landsins. Hver dagur sem líður í þessu ástandi kostar milljarða. Rætt hefur verið um markaðsherferð til þess að auka áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað. Hugmyndin virkaði áður og líklegt að virki aftur. En áður en ferðamanni er sagt hversu fallegur Seljalandsfoss er verður að fullvissa hann um að hann komist á leiðarenda án veigamikilla farartálma, eins og tveggja vikna sóttkví. Ef planið er að prófa alla ferðamenn fyrir veirunni við komuna til landsins verða stjórnvöld að gefa það út. Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferðamaðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auðvitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir tilvonandi ferðamönnum. Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna. Ennfremur er staðan hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sú að um 90% af útgjöldum þeirra er launakostnaður. Það gefur því augaleið að atvinnuleysisskrá myndi þynnast ört með hverri fullri flugvél, enda rennur afgangurinn eftir skatta nánast óskiptur í vasa launþega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opinbera. Fyrir að gera ekki neitt. Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð! Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum. Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað! Höfundur er fjármálastjóri Tröllaferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag mælist atvinnuleysi í tveggja stafa tölu í nánast hverju einasta sveitarfélagi landsins. Þar sem atvinnulíf hefur byggst upp á ferðaþjónustu eins og í Vík í Mýrdal, mælist það allt að 46%, 34% í Skaftárhreppi og 27% í einu stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjanesbæ! Þessu ástandi, þótt tímabundið sé, verður að sjálfsögðu að linna. Við getum ekki lokkað loðnuna í landhelgina, en við getum laðað ferðamenn að og með því endurreist eina sterkustu efnahagsstoð landsins. Hver dagur sem líður í þessu ástandi kostar milljarða. Rætt hefur verið um markaðsherferð til þess að auka áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað. Hugmyndin virkaði áður og líklegt að virki aftur. En áður en ferðamanni er sagt hversu fallegur Seljalandsfoss er verður að fullvissa hann um að hann komist á leiðarenda án veigamikilla farartálma, eins og tveggja vikna sóttkví. Ef planið er að prófa alla ferðamenn fyrir veirunni við komuna til landsins verða stjórnvöld að gefa það út. Þau verða að gefa út hver mun bera kostnaðinn af því og ef ferðamaðurinn, hvað mun það kosta hann? Þetta þarf að auðvitað að skýrast strax fyrir okkur hér heima og fyrir tilvonandi ferðamönnum. Hvað prófin varðar er sjálfsagt best að hið opinbera standi undir kostnaðinum af þeim, enda skilja ferðamenn margalda þá upphæð eftir sig. Þess utan er Ísland nógu dýr áfangastaður án kórónuveiruprófs sem aðgöngumiða. Til gagns má geta að útgreiddar atvinnuleysisbætur námu 12 milljörðum um síðustu mánaðamót. Fyrir það hljóta að fást talsvert af strokum. Raunar hafa önnur lönd, t.d. Japan rætt um að ganga enn lengra og niðurgreiða allan ferðakostnað ferðamanna. Ennfremur er staðan hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum sú að um 90% af útgjöldum þeirra er launakostnaður. Það gefur því augaleið að atvinnuleysisskrá myndi þynnast ört með hverri fullri flugvél, enda rennur afgangurinn eftir skatta nánast óskiptur í vasa launþega sem margir hverjir þiggja sín laun í dag frá hinu opinbera. Fyrir að gera ekki neitt. Heimurinn er að opna. Spánn hefur gefið út júní, Ítalía júlí. Ferðamenn heimsins hafa verið læstir heima hjá sér og bíða eftir tækifærinu til þess að komast af stað. Þessa bylgju verður að fanga hingað heim því samkeppnin um hana verður hörð! Athuga þarf að í þessu gildir að engin ákvörðun er verri en röng ákvörðun. Þessa og aðrar veigamiklar ákvarðanir, er varða regluverk og framkvæmd ferðamennsku á Íslandi í “post-Covid” heimi, verður að taka. Um hana má ekki vera nein óvissa. Þær þarf að birta á öllum heimsins tungumálum og gefa ferðaþjónustufyrirtækjum tækifæri á að nýta sér þá yfirlýsingu í sínum markaðsherferðum. Ísland hefur alla burði til þess að leiða örugga og skynsamlega opnun heimsins eftir afburðaárangur þríeykisins og heilbrigðisstéttarinnar. Nú skuldum við þeim, skattgreiðendum og launþegum landsins að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma hjólunum aftur af stað! Höfundur er fjármálastjóri Tröllaferða.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar