Kári hjálpaði mjög mikið úr stúkunni í bikarúrslitaleiknum Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 20:00 Kári Árnason fagnaði bikarmeistaratitlinum á Laugardalsvelli en var meiddur og því ekki í búningi. MYND/STÖÐ 2 SPORT Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. í fótbolta, fór ítarlega yfir bikarúrslitaleikinn við FH í fyrra þegar hann ræddi við Rikka G í Sportinu í kvöld. Kári Árnason hafði sín áhrif í sigri Víkinga þrátt fyrir að spila ekki. Kári missti af bikarúrslitaleiknum eftir að hafa meiðst í landsleik gegn Albaníu skömmu fyrir leikinn. Hann sat því uppi í stúku á Laugardalsvelli en gagnaðist Víkingum engu að síður vel, að sögn Arnars sem ræddi við Kára í hálfleik. Þá var staðan 0-0 en Víkingar höfðu leikið vel. „Það er klisja að tala um að gera það sama og í fyrri hálfleik því maður veit að andstæðingurinn er væntanlega að plotta eitthvað í hálfleik um að gera eitthvað allt annað. Kári hjálpaði okkur mjög mikið. Hann var uppi í stúku og var að fylgjast með. Það er allt annað „angle“ að horfa niður á völlinn og sjá leikstöður og hvernig kerfið er að virka, frekar en að vera á hliðarlínunni og sjá þetta ekki nægilega vel. Hann kom og talaði við mig og sagði að þetta liti mjög vel út,“ sagði Arnar. „Við spiluðum á móti sterkum vindi í fyrri hálfleik sem hjálpaði okkur aðeins en samt ekki. Í seinni hálfleik náðum við oft fínum spilköflum, náðum að halda boltanum vel og leysa úr þeirra pressu. Við reyndum að halda áfram því sama en líka að halda fókus. Það er oft með svona ungt lið að fókusinn fer og þá er voðinn vís,“ sagði Arnar. Nánar er rætt við hann og helstu augnablik bikarúrslitaleiksins rifjuð upp í innslaginu hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ 17. apríl 2020 17:00 Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. 17. apríl 2020 13:00 Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30 „Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. 17. apríl 2020 09:30 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. í fótbolta, fór ítarlega yfir bikarúrslitaleikinn við FH í fyrra þegar hann ræddi við Rikka G í Sportinu í kvöld. Kári Árnason hafði sín áhrif í sigri Víkinga þrátt fyrir að spila ekki. Kári missti af bikarúrslitaleiknum eftir að hafa meiðst í landsleik gegn Albaníu skömmu fyrir leikinn. Hann sat því uppi í stúku á Laugardalsvelli en gagnaðist Víkingum engu að síður vel, að sögn Arnars sem ræddi við Kára í hálfleik. Þá var staðan 0-0 en Víkingar höfðu leikið vel. „Það er klisja að tala um að gera það sama og í fyrri hálfleik því maður veit að andstæðingurinn er væntanlega að plotta eitthvað í hálfleik um að gera eitthvað allt annað. Kári hjálpaði okkur mjög mikið. Hann var uppi í stúku og var að fylgjast með. Það er allt annað „angle“ að horfa niður á völlinn og sjá leikstöður og hvernig kerfið er að virka, frekar en að vera á hliðarlínunni og sjá þetta ekki nægilega vel. Hann kom og talaði við mig og sagði að þetta liti mjög vel út,“ sagði Arnar. „Við spiluðum á móti sterkum vindi í fyrri hálfleik sem hjálpaði okkur aðeins en samt ekki. Í seinni hálfleik náðum við oft fínum spilköflum, náðum að halda boltanum vel og leysa úr þeirra pressu. Við reyndum að halda áfram því sama en líka að halda fókus. Það er oft með svona ungt lið að fókusinn fer og þá er voðinn vís,“ sagði Arnar. Nánar er rætt við hann og helstu augnablik bikarúrslitaleiksins rifjuð upp í innslaginu hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ 17. apríl 2020 17:00 Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. 17. apríl 2020 13:00 Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30 „Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. 17. apríl 2020 09:30 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
„Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ 17. apríl 2020 17:00
Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. 17. apríl 2020 13:00
Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30
„Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. 17. apríl 2020 09:30