Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. maí 2020 21:31 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. Gjöfin muni ekki síst gagnast til þess að fólkið í landinu og fyrirtækin í greininni kynnist betur. „Það hefur orðið gríðarleg uppbygging í ferðaþjónustu á undanförnum fimm, sex árum og þeir sem ekki hafa ferðast mikið úti á landi eða nýtt sér það framboð þeir kannski eiga eftir að verða undrandi, það er að segja mun kannski koma þeim skemmtilega á óvart hvað gæðin eru orðin mikil og fjölbreytnin í því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann einnig mjög gott fyrir fyrirtækin að fara í gegnum það hvernig vöruframboðið þarf að vera. Það þurfi kannski að vera á einhvern hátt öðruvísi en fyrir erlenda markaðinn. „Sameiginlega held ég að þetta geti eflt innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Á fundinum var greint frá könnun meðal almennings þar sem fram kom að stór hluti landsmanna áætli að ferðast innanlands í sumar og verja til þess um 70.000 krónum. Spurður um mat sitt á þeirri tölu, sem er ekki mjög há fjárhæð, segir Jóhannes: „Við þekkjum það þegar við förum erlendis þá erum við gjarnan búin að ákveða einhverja summu sem við erum tilbúin að eyða. Það er nú gjarnan þannig virðist vera þegar við ferðumst innanlands þá erum við kannski ekki alveg tilbúin að eyða sömu summunum í það. Ég held að það sé almennt viðhorf oft á tíðum alveg hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég held hins vegar að þegar þetta leggst saman þá verði það til þess að fyrirtækin muni fá inn einhverja innkomu. Fólk mun fá sjá það að fyrir þessa peninga er hægt að fá fjöldann allan af góðri þjónustu á Íslandi og þannig held ég að þetta muni efla innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir aðgerðina fyrst og fremst táknræna. „Það er enginn að halda því fram að þetta sé sú aðgerð sem bjargi íslenskri ferðaþjónustu, ég hef engan heyrt halda því fram en þetta er til þess að örva eftirspurn og þetta er líka táknræn aðgerð. Mér finnst við, Íslendingar almennt, hafa tekið því þannig og tekið því vel og mér finnst greinin líka hafa þakkað fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. Gjöfin muni ekki síst gagnast til þess að fólkið í landinu og fyrirtækin í greininni kynnist betur. „Það hefur orðið gríðarleg uppbygging í ferðaþjónustu á undanförnum fimm, sex árum og þeir sem ekki hafa ferðast mikið úti á landi eða nýtt sér það framboð þeir kannski eiga eftir að verða undrandi, það er að segja mun kannski koma þeim skemmtilega á óvart hvað gæðin eru orðin mikil og fjölbreytnin í því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann einnig mjög gott fyrir fyrirtækin að fara í gegnum það hvernig vöruframboðið þarf að vera. Það þurfi kannski að vera á einhvern hátt öðruvísi en fyrir erlenda markaðinn. „Sameiginlega held ég að þetta geti eflt innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Á fundinum var greint frá könnun meðal almennings þar sem fram kom að stór hluti landsmanna áætli að ferðast innanlands í sumar og verja til þess um 70.000 krónum. Spurður um mat sitt á þeirri tölu, sem er ekki mjög há fjárhæð, segir Jóhannes: „Við þekkjum það þegar við förum erlendis þá erum við gjarnan búin að ákveða einhverja summu sem við erum tilbúin að eyða. Það er nú gjarnan þannig virðist vera þegar við ferðumst innanlands þá erum við kannski ekki alveg tilbúin að eyða sömu summunum í það. Ég held að það sé almennt viðhorf oft á tíðum alveg hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég held hins vegar að þegar þetta leggst saman þá verði það til þess að fyrirtækin muni fá inn einhverja innkomu. Fólk mun fá sjá það að fyrir þessa peninga er hægt að fá fjöldann allan af góðri þjónustu á Íslandi og þannig held ég að þetta muni efla innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir aðgerðina fyrst og fremst táknræna. „Það er enginn að halda því fram að þetta sé sú aðgerð sem bjargi íslenskri ferðaþjónustu, ég hef engan heyrt halda því fram en þetta er til þess að örva eftirspurn og þetta er líka táknræn aðgerð. Mér finnst við, Íslendingar almennt, hafa tekið því þannig og tekið því vel og mér finnst greinin líka hafa þakkað fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira