Telur ferðagjöfina geta eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. maí 2020 21:31 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. Gjöfin muni ekki síst gagnast til þess að fólkið í landinu og fyrirtækin í greininni kynnist betur. „Það hefur orðið gríðarleg uppbygging í ferðaþjónustu á undanförnum fimm, sex árum og þeir sem ekki hafa ferðast mikið úti á landi eða nýtt sér það framboð þeir kannski eiga eftir að verða undrandi, það er að segja mun kannski koma þeim skemmtilega á óvart hvað gæðin eru orðin mikil og fjölbreytnin í því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann einnig mjög gott fyrir fyrirtækin að fara í gegnum það hvernig vöruframboðið þarf að vera. Það þurfi kannski að vera á einhvern hátt öðruvísi en fyrir erlenda markaðinn. „Sameiginlega held ég að þetta geti eflt innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Á fundinum var greint frá könnun meðal almennings þar sem fram kom að stór hluti landsmanna áætli að ferðast innanlands í sumar og verja til þess um 70.000 krónum. Spurður um mat sitt á þeirri tölu, sem er ekki mjög há fjárhæð, segir Jóhannes: „Við þekkjum það þegar við förum erlendis þá erum við gjarnan búin að ákveða einhverja summu sem við erum tilbúin að eyða. Það er nú gjarnan þannig virðist vera þegar við ferðumst innanlands þá erum við kannski ekki alveg tilbúin að eyða sömu summunum í það. Ég held að það sé almennt viðhorf oft á tíðum alveg hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég held hins vegar að þegar þetta leggst saman þá verði það til þess að fyrirtækin muni fá inn einhverja innkomu. Fólk mun fá sjá það að fyrir þessa peninga er hægt að fá fjöldann allan af góðri þjónustu á Íslandi og þannig held ég að þetta muni efla innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir aðgerðina fyrst og fremst táknræna. „Það er enginn að halda því fram að þetta sé sú aðgerð sem bjargi íslenskri ferðaþjónustu, ég hef engan heyrt halda því fram en þetta er til þess að örva eftirspurn og þetta er líka táknræn aðgerð. Mér finnst við, Íslendingar almennt, hafa tekið því þannig og tekið því vel og mér finnst greinin líka hafa þakkað fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að 5.000 króna ferðagjöfin sem kynnt var á fundi í morgun geti eflt innanlandsmarkað ferðaþjónustunnar inn í næstu ár. Gjöfin muni ekki síst gagnast til þess að fólkið í landinu og fyrirtækin í greininni kynnist betur. „Það hefur orðið gríðarleg uppbygging í ferðaþjónustu á undanförnum fimm, sex árum og þeir sem ekki hafa ferðast mikið úti á landi eða nýtt sér það framboð þeir kannski eiga eftir að verða undrandi, það er að segja mun kannski koma þeim skemmtilega á óvart hvað gæðin eru orðin mikil og fjölbreytnin í því sem hægt er að taka sér fyrir hendur í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Jóhannes Þór. Þá segir hann einnig mjög gott fyrir fyrirtækin að fara í gegnum það hvernig vöruframboðið þarf að vera. Það þurfi kannski að vera á einhvern hátt öðruvísi en fyrir erlenda markaðinn. „Sameiginlega held ég að þetta geti eflt innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Á fundinum var greint frá könnun meðal almennings þar sem fram kom að stór hluti landsmanna áætli að ferðast innanlands í sumar og verja til þess um 70.000 krónum. Spurður um mat sitt á þeirri tölu, sem er ekki mjög há fjárhæð, segir Jóhannes: „Við þekkjum það þegar við förum erlendis þá erum við gjarnan búin að ákveða einhverja summu sem við erum tilbúin að eyða. Það er nú gjarnan þannig virðist vera þegar við ferðumst innanlands þá erum við kannski ekki alveg tilbúin að eyða sömu summunum í það. Ég held að það sé almennt viðhorf oft á tíðum alveg hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég held hins vegar að þegar þetta leggst saman þá verði það til þess að fyrirtækin muni fá inn einhverja innkomu. Fólk mun fá sjá það að fyrir þessa peninga er hægt að fá fjöldann allan af góðri þjónustu á Íslandi og þannig held ég að þetta muni efla innanlandsmarkaðinn inn í næstu ár.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir aðgerðina fyrst og fremst táknræna. „Það er enginn að halda því fram að þetta sé sú aðgerð sem bjargi íslenskri ferðaþjónustu, ég hef engan heyrt halda því fram en þetta er til þess að örva eftirspurn og þetta er líka táknræn aðgerð. Mér finnst við, Íslendingar almennt, hafa tekið því þannig og tekið því vel og mér finnst greinin líka hafa þakkað fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent