Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2020 22:53 Vindmyllur Landsvirkjunar á Hafinu séðar frá Tröllkonuhlaupi í Þjórsá. Austurhlíð Búrfells í forgrunni. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áhuginn á því að reisa vindmyllugarða á Íslandi lýsir sér best í því að 34 slíkir orkukostir voru í síðasta mánuði sendir verkefnisstjórn rammaáætlunar til skoðunar. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu, telur vindorku ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Sjá hér: Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það mat bæði síns ráðuneytis sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að vindorka heyri undir rammaáætlun og vísar til þess fordæmis að búið sé að fjalla um vindorkuver við Blöndu og Búrfell. „Þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna undir,“ sagði ráðherrann á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrirspurn um vindorkugarða á Alþingi.Mynd/Alþingi. Hann var að svara fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, sem spurði nánar um afstöðu ráðherrans til vindmyllugarða. „Hver er afstaða hæstvirts ráðherra til þessara svokölluðu vindmyllugarða? Hugnast ráðherranum þetta vel sem framtíðarorkunýting eða hefur hann efasemdir um að þarna sé fetuð skynsamleg leið?“ spurði Bergþór. Guðmundur Ingi sagði að verið væri að skoða á milli ráðuneytanna þá leið að skipta landinu upp eftir því hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. „Að grófskipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá einhverjum ákveðnum viðmiðum — gæti verið friðlýst svæði, viðkvæmt fuglasvæði og svo framvegis — þá erum við búin að takmarka í rauninni það svæði þar sem hægt væri að nýta það.“ Ráðherrann kveðst vilja fara varlega í vindorkuna. „Það er gera það út frá þeim þáttum sem snúa að náttúrunni og náttúruverndinni, til þess að við getum áfram verið hér það land sem við auglýsum okkur fyrir að vera, sem hentar vel fyrir ferðaþjónustu, en tel að sjálfsögðu að vindorka sé eitthvað sem við eigum að skoða líka jafnframt öðru,“ svaraði Guðmundur Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Alþingi Dalabyggð Umhverfismál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Áhuginn á því að reisa vindmyllugarða á Íslandi lýsir sér best í því að 34 slíkir orkukostir voru í síðasta mánuði sendir verkefnisstjórn rammaáætlunar til skoðunar. Skúli Thoroddsen, lögmaður Storm Orku, sem áformar vindmyllur á Hróðnýjarstöðum í Dalasýslu, telur vindorku ekki falla undir rammaáætlun, ferlið sé í tómri þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Sjá hér: Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir það mat bæði síns ráðuneytis sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis að vindorka heyri undir rammaáætlun og vísar til þess fordæmis að búið sé að fjalla um vindorkuver við Blöndu og Búrfell. „Þannig að það er alveg klárt í okkar huga að þetta heyrir þarna undir,“ sagði ráðherrann á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra svarar fyrirspurn um vindorkugarða á Alþingi.Mynd/Alþingi. Hann var að svara fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins og formanns umhverfis- og samgöngunefndar þingsins, sem spurði nánar um afstöðu ráðherrans til vindmyllugarða. „Hver er afstaða hæstvirts ráðherra til þessara svokölluðu vindmyllugarða? Hugnast ráðherranum þetta vel sem framtíðarorkunýting eða hefur hann efasemdir um að þarna sé fetuð skynsamleg leið?“ spurði Bergþór. Guðmundur Ingi sagði að verið væri að skoða á milli ráðuneytanna þá leið að skipta landinu upp eftir því hvar vindorkukostir ættu við og hvar ekki. „Að grófskipta því með þeim hætti og þegar við vitum hvar þeir eiga ekki við út frá einhverjum ákveðnum viðmiðum — gæti verið friðlýst svæði, viðkvæmt fuglasvæði og svo framvegis — þá erum við búin að takmarka í rauninni það svæði þar sem hægt væri að nýta það.“ Ráðherrann kveðst vilja fara varlega í vindorkuna. „Það er gera það út frá þeim þáttum sem snúa að náttúrunni og náttúruverndinni, til þess að við getum áfram verið hér það land sem við auglýsum okkur fyrir að vera, sem hentar vel fyrir ferðaþjónustu, en tel að sjálfsögðu að vindorka sé eitthvað sem við eigum að skoða líka jafnframt öðru,“ svaraði Guðmundur Ingi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Alþingi Dalabyggð Umhverfismál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira