Nýsköpun og landsbyggðin Guðjón S. Brjánsson skrifar 28. maí 2020 07:30 Á þessum alvarlegu óvissutímum, þessum óskýru tímum þegar nýjar og nýjar sviðsmyndir eru dregnar upp með fárra daga millibili er mikilvægt að týna ekki áttum í umrótinu, að líta upp og horfa til framtíðar. Nýsköpun ræður úrslitum Ný verkefni, ný viðfangsefni bíða og tækni fleygir fram og við horfum fram á kúvendingu á ýmsum sviðum. Við tölum um fjórðu iðnbyltinguna með sprengiáhrifum í gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bílum, sjálfvirknivæðingu og fleiru sem mun valda stórfelldum samfélagsbreytingum á næstu árum og áratugum. Nýsköpun er þess vegna lykilhugtak, grundvallaratriði fyrir sjálfstæða þjóð sem einsetur sér að efla velferð og skapa þegnum sínum ákjósanlegt líf, líf á borð við það sem best þekkist meðal þjóða. Það eru margir spennandi hlutir að gerast á þessu sviði á Íslandi, margvíslegir sprotar og angar sem gefa góð fyrirheit eða gætu gert það ef þeir fá jarðveg og ná að festa rætur. Það eru reyndar til fyrirtæki sem náð hafa þessari nauðsynlegu rótfestu og eru orðin burðug, öflug og skipta miklu máli í íslensku atvinnulífi. Þetta eru þróuð hátæknifyrirtæki sem hafa haslað sér völl á alþjóðamörkuðum. Möguleikar landsbyggðar Nýsköpunin á landsbyggðinni er mikilvæg en á sama tíma brothætt og það er sjálfstætt áhyggjuefni. Á Alþingi er jafnan rætt um nýsköpun sem viðfangsefni sem njóta skuli fyrsta forgangs. Þessa dagana er fjallað um lagabreytingar og ýmis jákvæð atriði sem lúta að nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta eru atriði sem auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að takast á við afleiðingar Covid veirufaraldursins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta eru hins vegar bara atriði til bráðabirgða en ekki til frambúðar, það er vandinn.Nýsköpunar- og sprotafyrirtæki búa í of ríkum mæli við óvissu og það er erfitt fyrir mörg þeirra að gera lengri tíma áætlanir um þróun og vöxt. Lifandi dæmi um þróttinn Ef eingöngu er horft er til Norðvestur kjördæmis, þá blómstrar nýsköpun raunar þrátt fyrir allt og nefna má nokkur dæmi um það.Fyrirtækið Skaginn3X starfar á tveimur stöðum, á Akranesi og á Ísafirði og er í viðskiptum um allan heim með sínar þróuðu hátæknivörur, einkum í fiskiðnaði. Á Skagaströnd er t.d. starfandi sjávarlíftæknisetur sem byggir starf sitt á rannsóknum á lífríki Húnaflóa og hefur alla burði til vaxtar. Náttúruböðin Krauma og ferðaþjónustan í Húsefelli eru dæmi um framsækna ferðamennsku og útivist í Borgarbyggð. Á Blönduósi er unnið að áhugaverðum verkefnum í matvælaþróun og spennandi möguleikum tengdum gagnaverum, í Húnaþingi Vestra er mikil gerjun og nýsköpun í ferðaþjónustu og ýmsum störfum tengdum þeim, á Sauðárkróki er unnið af miklum metnaði að þróun á ýmsum vörutegundum sem verða til við sjávarútveginn og það á reyndar einnig við um afurðir sem koma frá landbúnaði. Á Ísafirði vex sömuleiðis starfsemi fyrirtækisins Keresis hröðum skrefum, fyrirtæki sem vinnur verðmæta afurð úr fiskroði fyrir erlenda markaði. Þetta eru dæmi um möguleikana og hug fólks um landið til að takast á við framtíðina. Það skortir ekkert á áhugann, færnina og þekkinguna hjá fólki á svæðunum. Ef kostirnir bjóðast, þá drífur að fólk. Hvað gera stjórnvöld? Í þessu sambandi er ástæða til að velta vöngum yfir því hvað stjórnvöld raunverulega eru að sýna í verki varðandi mikilvægi þessa þáttar, sérstaklega að því sem snýr að nýsköpun á landsbyggðinni. Löggjafinn á að skapa almennar forsendur til þess að nýsköpun fái að dafna og það þarf að taka sérstakt tillit til aðstæðna þar sem fjarlægðir eru talsverðar og kostnaðarsamt að afla aðfanga og koma þeim sömu leið á markað. Flutningsjöfnun, bæði á aðföngum og eldsneyti er því ein af forsendunum. Þar sem nýsköpun byggist á hugviti og rafrænum lausnum, þá skipta þessir þættir líka máli en vissulega í minna mæli. Landsbyggðin og ný tækniöld Nýsköpunarfyrirtækjum sem spreyta sig á samkeppnismarkaði er mikilvægt að á sem flestum sviðum ríki sambærilegar forsendur til rekstrar. Á það eiga stjórnvöld einblína enn meira ef hugur fylgir máli. Allt tengist þetta svo auðvitað líka almennum búsetuskilyrðum fólks á landsbyggðinni. Vöxtur og viðgangur nýsköpunar á landsbyggðinni er háður því að sprotarnir fái að glíma á jafnræðisgrunni. Reynslan sýnir að þarna liggja tækifærin og möguleikarnir; í hugviti einstaklinga og frumkvæði, mjór er mikils vísir. Þetta er rauði þráðurinn ef okkur á að takast að ryðja okkur braut og vera í fremstu röð á nýrri tækniöld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Nýsköpun Byggðamál Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Á þessum alvarlegu óvissutímum, þessum óskýru tímum þegar nýjar og nýjar sviðsmyndir eru dregnar upp með fárra daga millibili er mikilvægt að týna ekki áttum í umrótinu, að líta upp og horfa til framtíðar. Nýsköpun ræður úrslitum Ný verkefni, ný viðfangsefni bíða og tækni fleygir fram og við horfum fram á kúvendingu á ýmsum sviðum. Við tölum um fjórðu iðnbyltinguna með sprengiáhrifum í gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bílum, sjálfvirknivæðingu og fleiru sem mun valda stórfelldum samfélagsbreytingum á næstu árum og áratugum. Nýsköpun er þess vegna lykilhugtak, grundvallaratriði fyrir sjálfstæða þjóð sem einsetur sér að efla velferð og skapa þegnum sínum ákjósanlegt líf, líf á borð við það sem best þekkist meðal þjóða. Það eru margir spennandi hlutir að gerast á þessu sviði á Íslandi, margvíslegir sprotar og angar sem gefa góð fyrirheit eða gætu gert það ef þeir fá jarðveg og ná að festa rætur. Það eru reyndar til fyrirtæki sem náð hafa þessari nauðsynlegu rótfestu og eru orðin burðug, öflug og skipta miklu máli í íslensku atvinnulífi. Þetta eru þróuð hátæknifyrirtæki sem hafa haslað sér völl á alþjóðamörkuðum. Möguleikar landsbyggðar Nýsköpunin á landsbyggðinni er mikilvæg en á sama tíma brothætt og það er sjálfstætt áhyggjuefni. Á Alþingi er jafnan rætt um nýsköpun sem viðfangsefni sem njóta skuli fyrsta forgangs. Þessa dagana er fjallað um lagabreytingar og ýmis jákvæð atriði sem lúta að nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta eru atriði sem auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum að takast á við afleiðingar Covid veirufaraldursins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta eru hins vegar bara atriði til bráðabirgða en ekki til frambúðar, það er vandinn.Nýsköpunar- og sprotafyrirtæki búa í of ríkum mæli við óvissu og það er erfitt fyrir mörg þeirra að gera lengri tíma áætlanir um þróun og vöxt. Lifandi dæmi um þróttinn Ef eingöngu er horft er til Norðvestur kjördæmis, þá blómstrar nýsköpun raunar þrátt fyrir allt og nefna má nokkur dæmi um það.Fyrirtækið Skaginn3X starfar á tveimur stöðum, á Akranesi og á Ísafirði og er í viðskiptum um allan heim með sínar þróuðu hátæknivörur, einkum í fiskiðnaði. Á Skagaströnd er t.d. starfandi sjávarlíftæknisetur sem byggir starf sitt á rannsóknum á lífríki Húnaflóa og hefur alla burði til vaxtar. Náttúruböðin Krauma og ferðaþjónustan í Húsefelli eru dæmi um framsækna ferðamennsku og útivist í Borgarbyggð. Á Blönduósi er unnið að áhugaverðum verkefnum í matvælaþróun og spennandi möguleikum tengdum gagnaverum, í Húnaþingi Vestra er mikil gerjun og nýsköpun í ferðaþjónustu og ýmsum störfum tengdum þeim, á Sauðárkróki er unnið af miklum metnaði að þróun á ýmsum vörutegundum sem verða til við sjávarútveginn og það á reyndar einnig við um afurðir sem koma frá landbúnaði. Á Ísafirði vex sömuleiðis starfsemi fyrirtækisins Keresis hröðum skrefum, fyrirtæki sem vinnur verðmæta afurð úr fiskroði fyrir erlenda markaði. Þetta eru dæmi um möguleikana og hug fólks um landið til að takast á við framtíðina. Það skortir ekkert á áhugann, færnina og þekkinguna hjá fólki á svæðunum. Ef kostirnir bjóðast, þá drífur að fólk. Hvað gera stjórnvöld? Í þessu sambandi er ástæða til að velta vöngum yfir því hvað stjórnvöld raunverulega eru að sýna í verki varðandi mikilvægi þessa þáttar, sérstaklega að því sem snýr að nýsköpun á landsbyggðinni. Löggjafinn á að skapa almennar forsendur til þess að nýsköpun fái að dafna og það þarf að taka sérstakt tillit til aðstæðna þar sem fjarlægðir eru talsverðar og kostnaðarsamt að afla aðfanga og koma þeim sömu leið á markað. Flutningsjöfnun, bæði á aðföngum og eldsneyti er því ein af forsendunum. Þar sem nýsköpun byggist á hugviti og rafrænum lausnum, þá skipta þessir þættir líka máli en vissulega í minna mæli. Landsbyggðin og ný tækniöld Nýsköpunarfyrirtækjum sem spreyta sig á samkeppnismarkaði er mikilvægt að á sem flestum sviðum ríki sambærilegar forsendur til rekstrar. Á það eiga stjórnvöld einblína enn meira ef hugur fylgir máli. Allt tengist þetta svo auðvitað líka almennum búsetuskilyrðum fólks á landsbyggðinni. Vöxtur og viðgangur nýsköpunar á landsbyggðinni er háður því að sprotarnir fái að glíma á jafnræðisgrunni. Reynslan sýnir að þarna liggja tækifærin og möguleikarnir; í hugviti einstaklinga og frumkvæði, mjór er mikils vísir. Þetta er rauði þráðurinn ef okkur á að takast að ryðja okkur braut og vera í fremstu röð á nýrri tækniöld. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun