Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 19:06 Kári Stefánsson kemur af fundi forsætisráðherra í dag vegna skimunar fyrir Covid-19 á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar á fræðslufundi ÍE, Glíman við Covid-19. Mótefnamælingar hófust fyrr í mánuðinum og var í verkefninu safnað sýnum sem komu í blóðrannsóknir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi 12. maí að mótefnamælingar væru þrískiptar. „Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni,“ sagði Már þann 12. maí. Við litum svo á að um 22.000 manns hafi verið útsettir fyrir veirunni með því að bæta við 0,9 prósent teljum við að 55.000 íslendingar hafi verið útsettir fyrir veirunni og skynsamlegt hefði verið að setja í sóttkví, sagði Kári. Allar upplýsingar úr mælingunum verða færðar í gagnabanka fyrir sóttvarnayfirvöld til þess að hægt verði að taka á næstu bylgjum faraldursins. Í spurningahluta fræðslufundarins sagði Kári að enn ætti eftir að greina frá niðurstöðum úr mótefnamælingum einstaklinga, þeir megi þó vænta þeirra á næstu 2-3 vikum. „Við þurftum að fiska eftir mótefni í mjög stórum hundraðshluta þjóðarinnar áður en við vorum viss um hvað við vorum að sjá. Við erum búin að skima margfalt fleiri en hefur verið gert á meðal nokkurrar þjóðar fyrir mótefnum. Við erum komin með mjög haldgóðar upplýsingar um mótefnamyndun og um hvað mótefna þýða,“ sagði Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar á fræðslufundi ÍE, Glíman við Covid-19. Mótefnamælingar hófust fyrr í mánuðinum og var í verkefninu safnað sýnum sem komu í blóðrannsóknir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sagði í samtali við Vísi 12. maí að mótefnamælingar væru þrískiptar. „Í fyrsta lagi er það vísindarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar þar sem eðli ónæmissvars einstaklinga við kórónuveirunni er rannsakað. Í öðru lagi er það svokölluð sóttvarnaráðstöfun á vegum sóttvarnalæknis. Þar er kannað hversu útbreitt ónæmissvarið við kórónuveirunni er í samfélaginu. Í þriðja lagi er það svo þessi þjónusturannsókn sem tilkynnt var um í dag. Hún felst í því að þeir sem telja sig hafa sýkst af kórónuveirunni geta fengið beiðni frá lækni um að blóð þeirra verði skimað fyrir mótefnasvari viðveirunni,“ sagði Már þann 12. maí. Við litum svo á að um 22.000 manns hafi verið útsettir fyrir veirunni með því að bæta við 0,9 prósent teljum við að 55.000 íslendingar hafi verið útsettir fyrir veirunni og skynsamlegt hefði verið að setja í sóttkví, sagði Kári. Allar upplýsingar úr mælingunum verða færðar í gagnabanka fyrir sóttvarnayfirvöld til þess að hægt verði að taka á næstu bylgjum faraldursins. Í spurningahluta fræðslufundarins sagði Kári að enn ætti eftir að greina frá niðurstöðum úr mótefnamælingum einstaklinga, þeir megi þó vænta þeirra á næstu 2-3 vikum. „Við þurftum að fiska eftir mótefni í mjög stórum hundraðshluta þjóðarinnar áður en við vorum viss um hvað við vorum að sjá. Við erum búin að skima margfalt fleiri en hefur verið gert á meðal nokkurrar þjóðar fyrir mótefnum. Við erum komin með mjög haldgóðar upplýsingar um mótefnamyndun og um hvað mótefna þýða,“ sagði Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira