Toppurinn á ferli Kristjáns Arasonar var fyrir nákvæmlega þrjátíu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 17:00 Kristján Arason skrifaði nýjan kafla í sögu íslenskra boltaíþrótta á þessum degi fyrir þrjátíu árum síðar. Skjámynd/Youtube Kristján Arason varð Evrópumeistari bikarhafa 29. maí 1990 með félögum sínum í spænska Teka Santander. Teka Santander vann þá upp tveggja marka forskot sænska liðsins Drott með því að vinna 23-18 sigur í seinni leiknum á Spáni. Enginn Íslendingur hafði þá orðið Evrópumeistari í hópíþrótt en árið á undan hafði Alfreð Gíslason tapað á grátlegan hátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handbolta með Essen og Ásgeir Sigurvinsson tapaði sama vor í úrslitaleik UEFA-bikarsins með Stuttgart. Arnór Guðjohnsen hafði einnig tapað úrslitaleik með Anderlecht og þá höfði Valsmenn tapað í úrslitaleik meistaraliða í handbolta árið 1980. Þetta var líka sögulegur titill fyrir Teka-liðið, sem er frá borginni Santander á Norður-Spáni. Árið áður hafði Kristján Arason hjálað liðinu að vinna spænska bikarinn og þetta var síðan fyrsti alþjóðlegi titilinn. Alla nóttina dansaði fólkið í Santander út á götu „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leikur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka forystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. Í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bílflautur sínar," sagði Kristján Arason í samtali við Jón Kristján Sigurðsson á DV. Kristján Arason í leiknum fyrir þrjátíu árum síðan.Skjámynd/Youtube Kristján Arason hafði áður orðið þýskur meistari með Gummersbach en þaðan hann fór hann síðan til Teka Santander árið 1988. Kristján Arason skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og fór fyrir sínu liði í varnarleiknum. Hann var samt mjög tæpur að ná leiknum. Öxlin var deyfð rétt fyrir leikinn „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxlinni að undanförnu. Ég hef verið í meðferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxlin deyfð með þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóð. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu við blaðamann DV. Kristján Arason var eitt ár í viðbót út á Spáni en kom svo heim í FH sumarið 1991. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þennan fræga og sögulega leik Kristjáns Arasona á spænskri Youtube-síðu sem geymir fræga íþróttakappleiki spænsku þjóðarinnar. watch on YouTube Handbolti Spænski handboltinn Tímamót Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Kristján Arason varð Evrópumeistari bikarhafa 29. maí 1990 með félögum sínum í spænska Teka Santander. Teka Santander vann þá upp tveggja marka forskot sænska liðsins Drott með því að vinna 23-18 sigur í seinni leiknum á Spáni. Enginn Íslendingur hafði þá orðið Evrópumeistari í hópíþrótt en árið á undan hafði Alfreð Gíslason tapað á grátlegan hátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handbolta með Essen og Ásgeir Sigurvinsson tapaði sama vor í úrslitaleik UEFA-bikarsins með Stuttgart. Arnór Guðjohnsen hafði einnig tapað úrslitaleik með Anderlecht og þá höfði Valsmenn tapað í úrslitaleik meistaraliða í handbolta árið 1980. Þetta var líka sögulegur titill fyrir Teka-liðið, sem er frá borginni Santander á Norður-Spáni. Árið áður hafði Kristján Arason hjálað liðinu að vinna spænska bikarinn og þetta var síðan fyrsti alþjóðlegi titilinn. Alla nóttina dansaði fólkið í Santander út á götu „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leikur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka forystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. Í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bílflautur sínar," sagði Kristján Arason í samtali við Jón Kristján Sigurðsson á DV. Kristján Arason í leiknum fyrir þrjátíu árum síðan.Skjámynd/Youtube Kristján Arason hafði áður orðið þýskur meistari með Gummersbach en þaðan hann fór hann síðan til Teka Santander árið 1988. Kristján Arason skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og fór fyrir sínu liði í varnarleiknum. Hann var samt mjög tæpur að ná leiknum. Öxlin var deyfð rétt fyrir leikinn „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxlinni að undanförnu. Ég hef verið í meðferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxlin deyfð með þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóð. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu við blaðamann DV. Kristján Arason var eitt ár í viðbót út á Spáni en kom svo heim í FH sumarið 1991. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þennan fræga og sögulega leik Kristjáns Arasona á spænskri Youtube-síðu sem geymir fræga íþróttakappleiki spænsku þjóðarinnar. watch on YouTube
Handbolti Spænski handboltinn Tímamót Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira