Getur ekki sofið og tekur sér hlé frá fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2020 14:15 Madelen Janogy, fyrir miðju, með bronsverðlaunin á HM í Frakklandi í fyrra eftir sigur á Englandi. vísir/getty Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Hin 24 ára gamla Janogy skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar þegar hún lék með bronsliði Svía á HM í Frakklandi og skoraði meðal annars í sigri á Síle. Í desember yfirgaf hún svo heimalandið og fór frá Piteå til þýska stórveldisins Wolfsburg, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur. „Svefnvandamálin byrjuðu fyrir nokkrum árum síðan, um það leyti sem ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn. Þau hafa síðan orðið verri,“ sagði Janogy við sænska miðilinn Expressen. „Ég á mjög, mjög erfiða fortíð sem er ólík þeirri sem flestir hafa átt en ég hef alltaf bara keyrt áfram, alveg síðan að ég var lítil. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu. Fótboltinn hefur alltaf verið minn griðastaður,“ sagði Janogy. Hún segist hafa alveg gert sér grein fyrir því að það gæti verið erfitt að koma sér fyrir í Þýskalandi og spila fyrir Wolfsburg í því ástandi sem hún var í, en vandamálin jukust við það að takast á við nýja menningu, nýtt tungumál og meiri æfingar. Janogy segir að sér hafi liðið vel innan um liðsfélaga sína, hvort sem var á æfingum eða utan þeirra. „En kvöldin voru eins og martröð. Ég hafði sofið illa þegar ég kom til Wolfsburg en þetta varð bara verra og verra.“ Sér eftir því að hafa ekki óskað eftir hjálp fyrr Í mars fór Janogy með sænska landsliðinu á Algarve-mótið í Portúgal og eftir það fór hún til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og var þar lengur en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hún fór að huga að því að fara aftur til Þýskalands fylltist hún hins vegar kvíða. Að lokum lét hún umboðsmann sinn og fólk hjá Wolfsburg vita, og hún segir mikinn létti hafa fylgt því. Hún hafi fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Wolfsburg og liðsfélögum, og sér eftir því að hafa ekki beðið um hjálp fyrr. Hún sækir nú tíma hjá sálfræðingi í Svíþjóð. Janogy segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir viðtalið við Expressen og ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, en hún er staðráðin í að snúa aftur í fótboltann: „Það er engin pressa frá félaginu um að ég flýti mér til baka. Það tekur þann tíma sem það tekur. Ég hlakka til þess að vakna einhvern tímann og líða vel. Að finna aftur gleðina.“ Þýski boltinn Geðheilbrigði Svíþjóð Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Hin 24 ára gamla Janogy skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar þegar hún lék með bronsliði Svía á HM í Frakklandi og skoraði meðal annars í sigri á Síle. Í desember yfirgaf hún svo heimalandið og fór frá Piteå til þýska stórveldisins Wolfsburg, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur. „Svefnvandamálin byrjuðu fyrir nokkrum árum síðan, um það leyti sem ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn. Þau hafa síðan orðið verri,“ sagði Janogy við sænska miðilinn Expressen. „Ég á mjög, mjög erfiða fortíð sem er ólík þeirri sem flestir hafa átt en ég hef alltaf bara keyrt áfram, alveg síðan að ég var lítil. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu. Fótboltinn hefur alltaf verið minn griðastaður,“ sagði Janogy. Hún segist hafa alveg gert sér grein fyrir því að það gæti verið erfitt að koma sér fyrir í Þýskalandi og spila fyrir Wolfsburg í því ástandi sem hún var í, en vandamálin jukust við það að takast á við nýja menningu, nýtt tungumál og meiri æfingar. Janogy segir að sér hafi liðið vel innan um liðsfélaga sína, hvort sem var á æfingum eða utan þeirra. „En kvöldin voru eins og martröð. Ég hafði sofið illa þegar ég kom til Wolfsburg en þetta varð bara verra og verra.“ Sér eftir því að hafa ekki óskað eftir hjálp fyrr Í mars fór Janogy með sænska landsliðinu á Algarve-mótið í Portúgal og eftir það fór hún til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og var þar lengur en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hún fór að huga að því að fara aftur til Þýskalands fylltist hún hins vegar kvíða. Að lokum lét hún umboðsmann sinn og fólk hjá Wolfsburg vita, og hún segir mikinn létti hafa fylgt því. Hún hafi fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Wolfsburg og liðsfélögum, og sér eftir því að hafa ekki beðið um hjálp fyrr. Hún sækir nú tíma hjá sálfræðingi í Svíþjóð. Janogy segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir viðtalið við Expressen og ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, en hún er staðráðin í að snúa aftur í fótboltann: „Það er engin pressa frá félaginu um að ég flýti mér til baka. Það tekur þann tíma sem það tekur. Ég hlakka til þess að vakna einhvern tímann og líða vel. Að finna aftur gleðina.“
Þýski boltinn Geðheilbrigði Svíþjóð Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira