Getur ekki sofið og tekur sér hlé frá fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2020 14:15 Madelen Janogy, fyrir miðju, með bronsverðlaunin á HM í Frakklandi í fyrra eftir sigur á Englandi. vísir/getty Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Hin 24 ára gamla Janogy skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar þegar hún lék með bronsliði Svía á HM í Frakklandi og skoraði meðal annars í sigri á Síle. Í desember yfirgaf hún svo heimalandið og fór frá Piteå til þýska stórveldisins Wolfsburg, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur. „Svefnvandamálin byrjuðu fyrir nokkrum árum síðan, um það leyti sem ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn. Þau hafa síðan orðið verri,“ sagði Janogy við sænska miðilinn Expressen. „Ég á mjög, mjög erfiða fortíð sem er ólík þeirri sem flestir hafa átt en ég hef alltaf bara keyrt áfram, alveg síðan að ég var lítil. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu. Fótboltinn hefur alltaf verið minn griðastaður,“ sagði Janogy. Hún segist hafa alveg gert sér grein fyrir því að það gæti verið erfitt að koma sér fyrir í Þýskalandi og spila fyrir Wolfsburg í því ástandi sem hún var í, en vandamálin jukust við það að takast á við nýja menningu, nýtt tungumál og meiri æfingar. Janogy segir að sér hafi liðið vel innan um liðsfélaga sína, hvort sem var á æfingum eða utan þeirra. „En kvöldin voru eins og martröð. Ég hafði sofið illa þegar ég kom til Wolfsburg en þetta varð bara verra og verra.“ Sér eftir því að hafa ekki óskað eftir hjálp fyrr Í mars fór Janogy með sænska landsliðinu á Algarve-mótið í Portúgal og eftir það fór hún til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og var þar lengur en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hún fór að huga að því að fara aftur til Þýskalands fylltist hún hins vegar kvíða. Að lokum lét hún umboðsmann sinn og fólk hjá Wolfsburg vita, og hún segir mikinn létti hafa fylgt því. Hún hafi fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Wolfsburg og liðsfélögum, og sér eftir því að hafa ekki beðið um hjálp fyrr. Hún sækir nú tíma hjá sálfræðingi í Svíþjóð. Janogy segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir viðtalið við Expressen og ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, en hún er staðráðin í að snúa aftur í fótboltann: „Það er engin pressa frá félaginu um að ég flýti mér til baka. Það tekur þann tíma sem það tekur. Ég hlakka til þess að vakna einhvern tímann og líða vel. Að finna aftur gleðina.“ Þýski boltinn Geðheilbrigði Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Hin 24 ára gamla Janogy skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar þegar hún lék með bronsliði Svía á HM í Frakklandi og skoraði meðal annars í sigri á Síle. Í desember yfirgaf hún svo heimalandið og fór frá Piteå til þýska stórveldisins Wolfsburg, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur. „Svefnvandamálin byrjuðu fyrir nokkrum árum síðan, um það leyti sem ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn. Þau hafa síðan orðið verri,“ sagði Janogy við sænska miðilinn Expressen. „Ég á mjög, mjög erfiða fortíð sem er ólík þeirri sem flestir hafa átt en ég hef alltaf bara keyrt áfram, alveg síðan að ég var lítil. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu. Fótboltinn hefur alltaf verið minn griðastaður,“ sagði Janogy. Hún segist hafa alveg gert sér grein fyrir því að það gæti verið erfitt að koma sér fyrir í Þýskalandi og spila fyrir Wolfsburg í því ástandi sem hún var í, en vandamálin jukust við það að takast á við nýja menningu, nýtt tungumál og meiri æfingar. Janogy segir að sér hafi liðið vel innan um liðsfélaga sína, hvort sem var á æfingum eða utan þeirra. „En kvöldin voru eins og martröð. Ég hafði sofið illa þegar ég kom til Wolfsburg en þetta varð bara verra og verra.“ Sér eftir því að hafa ekki óskað eftir hjálp fyrr Í mars fór Janogy með sænska landsliðinu á Algarve-mótið í Portúgal og eftir það fór hún til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og var þar lengur en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hún fór að huga að því að fara aftur til Þýskalands fylltist hún hins vegar kvíða. Að lokum lét hún umboðsmann sinn og fólk hjá Wolfsburg vita, og hún segir mikinn létti hafa fylgt því. Hún hafi fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Wolfsburg og liðsfélögum, og sér eftir því að hafa ekki beðið um hjálp fyrr. Hún sækir nú tíma hjá sálfræðingi í Svíþjóð. Janogy segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir viðtalið við Expressen og ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, en hún er staðráðin í að snúa aftur í fótboltann: „Það er engin pressa frá félaginu um að ég flýti mér til baka. Það tekur þann tíma sem það tekur. Ég hlakka til þess að vakna einhvern tímann og líða vel. Að finna aftur gleðina.“
Þýski boltinn Geðheilbrigði Svíþjóð Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira