Getur ekki sofið og tekur sér hlé frá fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2020 14:15 Madelen Janogy, fyrir miðju, með bronsverðlaunin á HM í Frakklandi í fyrra eftir sigur á Englandi. vísir/getty Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Hin 24 ára gamla Janogy skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar þegar hún lék með bronsliði Svía á HM í Frakklandi og skoraði meðal annars í sigri á Síle. Í desember yfirgaf hún svo heimalandið og fór frá Piteå til þýska stórveldisins Wolfsburg, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur. „Svefnvandamálin byrjuðu fyrir nokkrum árum síðan, um það leyti sem ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn. Þau hafa síðan orðið verri,“ sagði Janogy við sænska miðilinn Expressen. „Ég á mjög, mjög erfiða fortíð sem er ólík þeirri sem flestir hafa átt en ég hef alltaf bara keyrt áfram, alveg síðan að ég var lítil. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu. Fótboltinn hefur alltaf verið minn griðastaður,“ sagði Janogy. Hún segist hafa alveg gert sér grein fyrir því að það gæti verið erfitt að koma sér fyrir í Þýskalandi og spila fyrir Wolfsburg í því ástandi sem hún var í, en vandamálin jukust við það að takast á við nýja menningu, nýtt tungumál og meiri æfingar. Janogy segir að sér hafi liðið vel innan um liðsfélaga sína, hvort sem var á æfingum eða utan þeirra. „En kvöldin voru eins og martröð. Ég hafði sofið illa þegar ég kom til Wolfsburg en þetta varð bara verra og verra.“ Sér eftir því að hafa ekki óskað eftir hjálp fyrr Í mars fór Janogy með sænska landsliðinu á Algarve-mótið í Portúgal og eftir það fór hún til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og var þar lengur en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hún fór að huga að því að fara aftur til Þýskalands fylltist hún hins vegar kvíða. Að lokum lét hún umboðsmann sinn og fólk hjá Wolfsburg vita, og hún segir mikinn létti hafa fylgt því. Hún hafi fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Wolfsburg og liðsfélögum, og sér eftir því að hafa ekki beðið um hjálp fyrr. Hún sækir nú tíma hjá sálfræðingi í Svíþjóð. Janogy segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir viðtalið við Expressen og ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, en hún er staðráðin í að snúa aftur í fótboltann: „Það er engin pressa frá félaginu um að ég flýti mér til baka. Það tekur þann tíma sem það tekur. Ég hlakka til þess að vakna einhvern tímann og líða vel. Að finna aftur gleðina.“ Þýski boltinn Geðheilbrigði Svíþjóð Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Hin 24 ára gamla Janogy skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar þegar hún lék með bronsliði Svía á HM í Frakklandi og skoraði meðal annars í sigri á Síle. Í desember yfirgaf hún svo heimalandið og fór frá Piteå til þýska stórveldisins Wolfsburg, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur. „Svefnvandamálin byrjuðu fyrir nokkrum árum síðan, um það leyti sem ég var valin í landsliðið í fyrsta sinn. Þau hafa síðan orðið verri,“ sagði Janogy við sænska miðilinn Expressen. „Ég á mjög, mjög erfiða fortíð sem er ólík þeirri sem flestir hafa átt en ég hef alltaf bara keyrt áfram, alveg síðan að ég var lítil. Ég hef ekki sagt neinum frá þessu. Fótboltinn hefur alltaf verið minn griðastaður,“ sagði Janogy. Hún segist hafa alveg gert sér grein fyrir því að það gæti verið erfitt að koma sér fyrir í Þýskalandi og spila fyrir Wolfsburg í því ástandi sem hún var í, en vandamálin jukust við það að takast á við nýja menningu, nýtt tungumál og meiri æfingar. Janogy segir að sér hafi liðið vel innan um liðsfélaga sína, hvort sem var á æfingum eða utan þeirra. „En kvöldin voru eins og martröð. Ég hafði sofið illa þegar ég kom til Wolfsburg en þetta varð bara verra og verra.“ Sér eftir því að hafa ekki óskað eftir hjálp fyrr Í mars fór Janogy með sænska landsliðinu á Algarve-mótið í Portúgal og eftir það fór hún til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð og var þar lengur en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar hún fór að huga að því að fara aftur til Þýskalands fylltist hún hins vegar kvíða. Að lokum lét hún umboðsmann sinn og fólk hjá Wolfsburg vita, og hún segir mikinn létti hafa fylgt því. Hún hafi fengið mikinn stuðning frá forráðamönnum Wolfsburg og liðsfélögum, og sér eftir því að hafa ekki beðið um hjálp fyrr. Hún sækir nú tíma hjá sálfræðingi í Svíþjóð. Janogy segist ekkert hafa sofið nóttina fyrir viðtalið við Expressen og ætlar að taka sér tíma til að jafna sig, en hún er staðráðin í að snúa aftur í fótboltann: „Það er engin pressa frá félaginu um að ég flýti mér til baka. Það tekur þann tíma sem það tekur. Ég hlakka til þess að vakna einhvern tímann og líða vel. Að finna aftur gleðina.“
Þýski boltinn Geðheilbrigði Svíþjóð Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira