Græna planið Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifa 2. júní 2020 17:00 Rétt í þessu var tillaga meirihlutans í borgarstjórn um Græna planið samþykkt á borgarstjórnarfundi. Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. Að fjárfestingar séu metnar út frá losun gróðurhúsalofttegunda og þær upplýsingar nýttar við forgangsröðun innviðauppbyggingar. Þannig tökum við upplýsta ákvörðun um að byggja upp kolefnishlutlausa borg. Við megum engan tíma missa því jafnrétti kynslóðanna er í húfi. Reykjavík er með þessu að taka forystu í loftslagsmálunum á Íslandi. Endurreisn landsins eftir heimsfaraldur kallar á viðbrögð yfirvalda. Svar okkar eru grænar áherslur og grænar ákvarðanir. Þær veita þá efnahagslegu viðspyrnu sem borgin og landið þarf á að halda. Í Græna planinu erum við erum að veita jarðvegi grænna og frjórra starfa næringu með grænni nýsköpun og að innleiða græna upplýsingatækni. Rafvæðing og nútímavæðing þjónustu sparar okkur sporin og gerir pappírsvinnslu óþarfa og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma erum við að skapa samkeppnishæfa borg. Því unga fólk vill ekki bara störf sem eru frek á náttúruauðlindir. Unga fólkið er menntaðasta kynslóð sem hefur byggt þetta land. Við þurfum að taka mið af því og beisla þá auðlind og þann kraft. Það þarf ekki alltaf að virkja fossa til þess að skapa orku og verðmæti. Við getum einfaldlega virkjað hugvitið. Það er vandasamt verk að leiða innviðauppbyggingu fyrir framtíðina. Framtíð sem við getum ekki séð fyrir að öllu leyti. Við þurfum að vera kvik, sveigjanleg og opin. Það er lykillinn að góðu nýsköpunarsamfélagi og það er lykillinn að framtíðinni. Til að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus borg verðum við einfaldlega að leita lausna í sameiningu. Stærstu áskoranir nútímans eru það flóknar að það verður að vinna saman að lausnum og er loftslagsvandinn kannski eitt besta dæmið. Þrátt fyrir nauðsyn sameiginlegs átaks er mikilvægt að halda til haga að það er á ábyrgð yfirvalda að upplýsa og fræða, að skipuleggja og fjárfesta, að byggja og breyta. Þegar kemur að umhverfismálum er ábyrgðin fyrst og fremst yfirvalda. Til að standast Parísarsáttmálann getum við ekki leyft okkur að krossleggja einfaldlega fingur og vona að allir borgarbúar geti keypt sér nýja Teslu eða að sjálfkeyrandi bílar leysi allan vanda. Við þurfum að skapa raunverulega valkosti fyrir borgarbúa. Það gerum við með því að setja aukinn kraft í uppbyggingu Borgarlínu, með því að gera ennþá fleiri hjólastíga, með því að endurhanna gatnamót og götur með gangandi og hjólandi í forgangi með grænum götum, auknum gróðri og með því að tengja saman græn svæði borgarinnar. Fyrir líffræðilegan fjölbreytileika með dýrum stórum og smáum. Við þurfum að taka stór og markviss skref í átt að kolefnishlutleysi. Tíminn er á þrotum. Nú er tími aðgerða. Höfundar eru Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Umhverfismál Skipulag Reykjavík Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Rétt í þessu var tillaga meirihlutans í borgarstjórn um Græna planið samþykkt á borgarstjórnarfundi. Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. Að fjárfestingar séu metnar út frá losun gróðurhúsalofttegunda og þær upplýsingar nýttar við forgangsröðun innviðauppbyggingar. Þannig tökum við upplýsta ákvörðun um að byggja upp kolefnishlutlausa borg. Við megum engan tíma missa því jafnrétti kynslóðanna er í húfi. Reykjavík er með þessu að taka forystu í loftslagsmálunum á Íslandi. Endurreisn landsins eftir heimsfaraldur kallar á viðbrögð yfirvalda. Svar okkar eru grænar áherslur og grænar ákvarðanir. Þær veita þá efnahagslegu viðspyrnu sem borgin og landið þarf á að halda. Í Græna planinu erum við erum að veita jarðvegi grænna og frjórra starfa næringu með grænni nýsköpun og að innleiða græna upplýsingatækni. Rafvæðing og nútímavæðing þjónustu sparar okkur sporin og gerir pappírsvinnslu óþarfa og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma erum við að skapa samkeppnishæfa borg. Því unga fólk vill ekki bara störf sem eru frek á náttúruauðlindir. Unga fólkið er menntaðasta kynslóð sem hefur byggt þetta land. Við þurfum að taka mið af því og beisla þá auðlind og þann kraft. Það þarf ekki alltaf að virkja fossa til þess að skapa orku og verðmæti. Við getum einfaldlega virkjað hugvitið. Það er vandasamt verk að leiða innviðauppbyggingu fyrir framtíðina. Framtíð sem við getum ekki séð fyrir að öllu leyti. Við þurfum að vera kvik, sveigjanleg og opin. Það er lykillinn að góðu nýsköpunarsamfélagi og það er lykillinn að framtíðinni. Til að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus borg verðum við einfaldlega að leita lausna í sameiningu. Stærstu áskoranir nútímans eru það flóknar að það verður að vinna saman að lausnum og er loftslagsvandinn kannski eitt besta dæmið. Þrátt fyrir nauðsyn sameiginlegs átaks er mikilvægt að halda til haga að það er á ábyrgð yfirvalda að upplýsa og fræða, að skipuleggja og fjárfesta, að byggja og breyta. Þegar kemur að umhverfismálum er ábyrgðin fyrst og fremst yfirvalda. Til að standast Parísarsáttmálann getum við ekki leyft okkur að krossleggja einfaldlega fingur og vona að allir borgarbúar geti keypt sér nýja Teslu eða að sjálfkeyrandi bílar leysi allan vanda. Við þurfum að skapa raunverulega valkosti fyrir borgarbúa. Það gerum við með því að setja aukinn kraft í uppbyggingu Borgarlínu, með því að gera ennþá fleiri hjólastíga, með því að endurhanna gatnamót og götur með gangandi og hjólandi í forgangi með grænum götum, auknum gróðri og með því að tengja saman græn svæði borgarinnar. Fyrir líffræðilegan fjölbreytileika með dýrum stórum og smáum. Við þurfum að taka stór og markviss skref í átt að kolefnishlutleysi. Tíminn er á þrotum. Nú er tími aðgerða. Höfundar eru Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun