Fá 163 milljónir í bætur verði ráðist í endurbyggingu eftir stórbruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 18:53 Um stórbruna var að ræða, líkt og sjá má. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt. Eigendurnir höfðu krafist þess að fá 295 milljónir frá tryggingafélaginu til þess að endurbyggja húsið. Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga þess bruna. Þann 31. maí sama ár kviknaði svo aftur í húsinu þegar enn stóðu yfir endurbætur vegna fyrri brunans. Í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Sjóvá mat tjónið við seinni brunann á 183,8 milljónir en tryggingarfélagið ákvað að bæturnar skyldu skertar um 50 prósent þar sem umbúnaður fasteignarinnar hafi ekki verið í samræmi við gildandi brunavarnarreglur, því myndi Sjóvá greiða alls 91,9 milljónir í bætur til eiganda hússins. Þetta gat eigandi hússins ekki sætt sig við og stefndi hann Sjóvá til greiðslu 295 milljóna króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið undir með tryggingarfélaginu að eigandi hússins hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að tryggja ekki fullnægjandi brunavarnir í húsinu, en þó tekið fram að 50 prósent bótaskerðing teljist óhæfilega mikil, enda hafi tryggingafélagið ekki lagt fram nein gögn sem styðji svo mikla skerðingu. Eigandinn verði þó að bera ábyrgð á því að hafa ekki tryggt að brunavarnir húsnæðisins hafi verið komið fyrir með skikkanlegum hætti, því taldi héraðsdómur rétt að skerða bæturnar um 25 prósent. Í dómi Héraðsdóms segir að Sjóvá þurfi að greiða eigandanum vátryggingabætur upp á 163,6 milljónir en þó hlutfallslega samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Þannig er tekið fram að þrátt fyrir að eigandinn hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina, hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma endurbyggingina, sem sé skilyrði fyrir því að réttur til greiðslu bótanna stofnist honum til handa. Þá þarf Sjóvá að greiða fimm milljónir í málskostnað vegna málsins. Akureyri Dómsmál Slökkvilið Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt. Eigendurnir höfðu krafist þess að fá 295 milljónir frá tryggingafélaginu til þess að endurbyggja húsið. Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga þess bruna. Þann 31. maí sama ár kviknaði svo aftur í húsinu þegar enn stóðu yfir endurbætur vegna fyrri brunans. Í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Sjóvá mat tjónið við seinni brunann á 183,8 milljónir en tryggingarfélagið ákvað að bæturnar skyldu skertar um 50 prósent þar sem umbúnaður fasteignarinnar hafi ekki verið í samræmi við gildandi brunavarnarreglur, því myndi Sjóvá greiða alls 91,9 milljónir í bætur til eiganda hússins. Þetta gat eigandi hússins ekki sætt sig við og stefndi hann Sjóvá til greiðslu 295 milljóna króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið undir með tryggingarfélaginu að eigandi hússins hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að tryggja ekki fullnægjandi brunavarnir í húsinu, en þó tekið fram að 50 prósent bótaskerðing teljist óhæfilega mikil, enda hafi tryggingafélagið ekki lagt fram nein gögn sem styðji svo mikla skerðingu. Eigandinn verði þó að bera ábyrgð á því að hafa ekki tryggt að brunavarnir húsnæðisins hafi verið komið fyrir með skikkanlegum hætti, því taldi héraðsdómur rétt að skerða bæturnar um 25 prósent. Í dómi Héraðsdóms segir að Sjóvá þurfi að greiða eigandanum vátryggingabætur upp á 163,6 milljónir en þó hlutfallslega samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Þannig er tekið fram að þrátt fyrir að eigandinn hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina, hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma endurbyggingina, sem sé skilyrði fyrir því að réttur til greiðslu bótanna stofnist honum til handa. Þá þarf Sjóvá að greiða fimm milljónir í málskostnað vegna málsins.
Akureyri Dómsmál Slökkvilið Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda