Græna planið, neyðarplanið eða hallærisplanið? Vigdís Hauksdóttir skrifar 3. júní 2020 10:00 Græna planið, eða neyðarplanið eða hallærisplanið eða hvað við eigum að kalla það. Vá - þvílík froða og samansafn af orðskrúði pakkað inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu. Upptalning á tæplega 100 atriðum sem gæti hugsanlega fallið undir eitthvað grænt. Ég hef aldrei séð jafn hallærislega greinargerð með nokkurri tillögu síðan ég settist í borgarstjórn. Greinilegt er að meirihlutinn er kominn í mikil vandræði á öllum sviðum borgarinnar fjárhagslega og faglega. Þá er gripið í svona hókus, pókus trix, sjónhverfingar og boðað til blaðamannafundar. Svo mikið lá á að fundurinn var haldinn klukkutíma fyrir borgarstjórnarfund þar sem samþykkja átti tillöguna. Ekki verður betur séð en að „Græna planið“ sé fullkomið brot á samgöngusáttmálanum og því algjört hallærisplan, því í greinargerð með planinu segir að borgarlínan, hjólandi og gangandi eru sett í algjöran forgang í samgöngumálum. Enn á ný sannar borgarstjóri að undirskrift hans í samningum við ríkið er ekki pappírsins virði. Talið er upp í áherslupunktum í græna hallærisplaninu: borgarlína, hjólreiðanet höfuðborgarsvæðisins, stokkar, gönguborgin Reykjavík, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, rafvæðing hafna, rafvæðing almenningssamgagna, samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tilraunaverkefni með bátastrætó, já þið lásuð rétt bátastrætó. Ekki er eitt orð um Sundabraut. Á meðan er í fyrsta forgang í samgöngusáttmálanum umferðarstýring og segir þar að ráðist verði strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Sæbrautarstokkur sem er ein forsenda hugmynda um Sundabraut, Miklubrautarstokkur, Arnarnesvegur – Rjúpnavegur um Breiðholtsbraut, gatnamót við Bústaðaveg, og framkvæmdir við Miklubraut sem framhald af framkvæmdur austur yfir gatnamót á Kringlumýrarbraut. Hér er um algjöran misskilning hjá meirihlutanum að ræða – með vilja eða ekki. Allt á að fjármagna með nýuppfundnu neyðarplani sem kallast græn skuldabréf sem s.s. er ný skuldsetningaaðferð borgarsjóðs sem skuldar nú þegar yfir 100 milljarða og samstæðunnar sem skuldar um 340 milljarða. Græna neyðarplanið gengur út á að búa til græna skuldavafninga í gegnum nýuppfundin græn skuldabréf. Það var þetta plan sem var samþykkt af meirihlutanum á borgarstjórnarfundi þann 2. júní sl. ykkur öllum til upplýsingar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Græna planið, eða neyðarplanið eða hallærisplanið eða hvað við eigum að kalla það. Vá - þvílík froða og samansafn af orðskrúði pakkað inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu. Upptalning á tæplega 100 atriðum sem gæti hugsanlega fallið undir eitthvað grænt. Ég hef aldrei séð jafn hallærislega greinargerð með nokkurri tillögu síðan ég settist í borgarstjórn. Greinilegt er að meirihlutinn er kominn í mikil vandræði á öllum sviðum borgarinnar fjárhagslega og faglega. Þá er gripið í svona hókus, pókus trix, sjónhverfingar og boðað til blaðamannafundar. Svo mikið lá á að fundurinn var haldinn klukkutíma fyrir borgarstjórnarfund þar sem samþykkja átti tillöguna. Ekki verður betur séð en að „Græna planið“ sé fullkomið brot á samgöngusáttmálanum og því algjört hallærisplan, því í greinargerð með planinu segir að borgarlínan, hjólandi og gangandi eru sett í algjöran forgang í samgöngumálum. Enn á ný sannar borgarstjóri að undirskrift hans í samningum við ríkið er ekki pappírsins virði. Talið er upp í áherslupunktum í græna hallærisplaninu: borgarlína, hjólreiðanet höfuðborgarsvæðisins, stokkar, gönguborgin Reykjavík, hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, rafvæðing hafna, rafvæðing almenningssamgagna, samgöngumiðstöð Reykjavíkur og tilraunaverkefni með bátastrætó, já þið lásuð rétt bátastrætó. Ekki er eitt orð um Sundabraut. Á meðan er í fyrsta forgang í samgöngusáttmálanum umferðarstýring og segir þar að ráðist verði strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu, Sæbrautarstokkur sem er ein forsenda hugmynda um Sundabraut, Miklubrautarstokkur, Arnarnesvegur – Rjúpnavegur um Breiðholtsbraut, gatnamót við Bústaðaveg, og framkvæmdir við Miklubraut sem framhald af framkvæmdur austur yfir gatnamót á Kringlumýrarbraut. Hér er um algjöran misskilning hjá meirihlutanum að ræða – með vilja eða ekki. Allt á að fjármagna með nýuppfundnu neyðarplani sem kallast græn skuldabréf sem s.s. er ný skuldsetningaaðferð borgarsjóðs sem skuldar nú þegar yfir 100 milljarða og samstæðunnar sem skuldar um 340 milljarða. Græna neyðarplanið gengur út á að búa til græna skuldavafninga í gegnum nýuppfundin græn skuldabréf. Það var þetta plan sem var samþykkt af meirihlutanum á borgarstjórnarfundi þann 2. júní sl. ykkur öllum til upplýsingar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar