Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 11:04 Kjósendur með grímur bíða eftir að því að geta kosið í forvali í Washington-borg í gær. Langar raðir mynduðust sums staðar. Margir biðu enn í röð skömmu áður en útgöngubann tók gildi í borginni vegna mótmæla sem hafa geisað undanfarna daga. AP/Andrew Harnik Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Steve King hefur verið fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Iowa frá 2003. Hann hefur verið sakaður um að ala á kynþáttahyggju og andúð á innflytjendum. Forysta flokksins svipti hann nefndarsæti eftir að ummæli hans um hvíta þjóðernishyggju ollu úlfaþyt í fyrra. Aðeins mánuði síðar velti King opinberlega vöngum yfir því hvort að mannkynið væri til ef ekki væri fyrir nauðganir og sifjaspell. Repúblikanar óttuðust að vaxandi óvinsældir King gætu kostað þá þingsætið í kosningum sem fara fram í nóvember. Þeim varð að ósk sinni þegar Randy Feenstra, ríkisöldungadeildarþingmaður, bar sigurorð af King í forvalinu í gær. Reuters-fréttastofan segir að sigur Feenstra auki líkur repúblikana á því að halda bæði sæti King í fulltrúadeildinni en einnig öldungadeildarþingsæti Joni Ernst á Bandaríkjaþingi í haust. Kosið var í átta ríkjum auk Washington-borgar í gær, þar á meðal í forvali fyrir forsetakosningarnar. Í sumum tilfellum var um að ræða kosningar sem ríki höfðu frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Víða þurftu kjósendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af smitvörnum heldur einnig útgöngubönnum og vopnuðum sveitum sem hefur verið beitt gegn mótmælum undanfarinna daga. Langar raðir mynduðust sums staðar þar sem kjörstjórnir fækkuðu kjörstöðum af ótta við faraldurinn. Steve King hefur verið yst á hægri jaðrinum í Repúblikanaflokknum varðandi innflytjendamál, þungunarrof og kynþáttamál.AP/Charlie Neibergall Biden gæti tryggt sér útnefninguna í næstu viku AP-fréttastofan segir að Biden hafi sigrað í öllum sjö ríkjunum sem héldu forval í gær auk Washington-borgar. Fyrrverandi varaforsetinn hefur átt sigurinn í forvalinu vísan frá því að Bernie Sanders, helsti keppinautur hans, játaði sig sigraðan í byrjun apríl. Hann gæti nú tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þegar forval verður haldið í Georgíu og Vestur-Virginíu í næstu viku. Mótmæli undanfarinna daga brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í lengri tíma í síðustu viku. Í borginni Ferguson í Missouri þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan táning til bana árið 2014 var Ella Jones kjörin borgarstjóri í gær, fyrsti blökkumaðurinn og fyrsta konan til að ná kjöri til embættisins. Í Nýju-Mexíkó vakti forval demókrata fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings athygli fyrir þær sakir að Valerie Plame, fyrrverandi útsendari leyniþjónustunnar CIA, var í framboði. Aðstoðarmaður Dick Cheney, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, afhjúpaði Plame í hefndarskyni eftir að eiginmaður hennar gagnrýndi leyniþjónustuupplýsingarnar sem ríkisstjórn George W. Bush notaði til þess að ráðast inn í Írak árið 2003. Plame beið ósigur fyrir Teresu Leger Fernandez, talskona samfélags frumbyggja. Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.AP/Matt Rourke Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Steve King hefur verið fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Iowa frá 2003. Hann hefur verið sakaður um að ala á kynþáttahyggju og andúð á innflytjendum. Forysta flokksins svipti hann nefndarsæti eftir að ummæli hans um hvíta þjóðernishyggju ollu úlfaþyt í fyrra. Aðeins mánuði síðar velti King opinberlega vöngum yfir því hvort að mannkynið væri til ef ekki væri fyrir nauðganir og sifjaspell. Repúblikanar óttuðust að vaxandi óvinsældir King gætu kostað þá þingsætið í kosningum sem fara fram í nóvember. Þeim varð að ósk sinni þegar Randy Feenstra, ríkisöldungadeildarþingmaður, bar sigurorð af King í forvalinu í gær. Reuters-fréttastofan segir að sigur Feenstra auki líkur repúblikana á því að halda bæði sæti King í fulltrúadeildinni en einnig öldungadeildarþingsæti Joni Ernst á Bandaríkjaþingi í haust. Kosið var í átta ríkjum auk Washington-borgar í gær, þar á meðal í forvali fyrir forsetakosningarnar. Í sumum tilfellum var um að ræða kosningar sem ríki höfðu frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Víða þurftu kjósendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af smitvörnum heldur einnig útgöngubönnum og vopnuðum sveitum sem hefur verið beitt gegn mótmælum undanfarinna daga. Langar raðir mynduðust sums staðar þar sem kjörstjórnir fækkuðu kjörstöðum af ótta við faraldurinn. Steve King hefur verið yst á hægri jaðrinum í Repúblikanaflokknum varðandi innflytjendamál, þungunarrof og kynþáttamál.AP/Charlie Neibergall Biden gæti tryggt sér útnefninguna í næstu viku AP-fréttastofan segir að Biden hafi sigrað í öllum sjö ríkjunum sem héldu forval í gær auk Washington-borgar. Fyrrverandi varaforsetinn hefur átt sigurinn í forvalinu vísan frá því að Bernie Sanders, helsti keppinautur hans, játaði sig sigraðan í byrjun apríl. Hann gæti nú tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þegar forval verður haldið í Georgíu og Vestur-Virginíu í næstu viku. Mótmæli undanfarinna daga brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í lengri tíma í síðustu viku. Í borginni Ferguson í Missouri þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan táning til bana árið 2014 var Ella Jones kjörin borgarstjóri í gær, fyrsti blökkumaðurinn og fyrsta konan til að ná kjöri til embættisins. Í Nýju-Mexíkó vakti forval demókrata fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings athygli fyrir þær sakir að Valerie Plame, fyrrverandi útsendari leyniþjónustunnar CIA, var í framboði. Aðstoðarmaður Dick Cheney, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, afhjúpaði Plame í hefndarskyni eftir að eiginmaður hennar gagnrýndi leyniþjónustuupplýsingarnar sem ríkisstjórn George W. Bush notaði til þess að ráðast inn í Írak árið 2003. Plame beið ósigur fyrir Teresu Leger Fernandez, talskona samfélags frumbyggja. Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.AP/Matt Rourke
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira