Þrálátar ranghugmyndir þingkonu Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 3. júní 2020 14:00 Það er margt bullið sem slengt er fram um ferðaþjónustu reglulega. Oftast er það ekki svara vert. En þegar kjörinn fulltrúi og þingflokksformaður Samfylkingarinnar reiðir til höggs og skellir blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins, þá get ég ekki á mér setið. Sérstaklega ekki þegar atvinnugreinin er nú á hnjánum vegna óviðráðanlegra orsaka, starfsmenn hennar flestir á hlutabótum eða með uppsagnarbréfið í vasanum. Afkoma þessa fólks og fjölskyldna þeirra næstu mánuði og ár er óviss. Á dögunum birti þessi kjörni fulltrúi og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftirfarandi á Facebook síðu sinni: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Oddný Harðardóttir opinberar með þessu innleggi sínu bæði óvild í garð ferðaþjónustu, vanþekkingu og rangfærslur. Ferðaþjónustan dró vagninn Kannski er best að byrja á að benda þingflokksformanninum á að ferðaþjónusta spratt ekki upp úr engu árið 2010. Áratugina á undan, hafði átt sér stað öflugt frumkvöðla- og nýsköpunarstarf og fjárfesting - í mannauði, tækjum, húsum, búnaði og ekki síst í markaðsstarfi. Opinbert markmið var alltaf að auka hlut ferðaþjónustunnar í útflutningstekjum svo um munaði, en aðstæður til þess sköpuðust ekki fyrr en eftir fjármálahrunið, ókeypis alþjóðlegu umfjöllunina og auglýsingaherferðina í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli. Í uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin áratug hefur frumkvöðlastarfsemin og nýsköpunin haldið stöðugt áfram og sér ekki fyrir endann á því. Sem betur fer. Það var ferðaþjónustan, sem dró þjóðina upp úr djúpum, efnahagslegum öldudal eftirhrunsáranna, var aflgjafi hagvaxtar og atvinnusköpunar. Hún var grunnurinn að þeim lífsgæðum sem Íslendingar njóta í dag. Ferðaþjónusta varð sjálfsprottinn byggðaaðgerð í leiðinni og tókst það sem stjórnmála- og embættismönnum hafði mistekist í áratugi áður - að renna stoðum undir búsetu fólks á köldum svæðum, hringinn í kringum landið. Ferðaþjónusta þarf að vera samkeppnishæf Ferðaþjónusta hefur að mestu byggst upp á einkaframtaki. Að stærstum hluta erum við að tala um lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki, sem sjá eigendum sínum og öðrum fyrir lífsviðurværi. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa ekki fengið neinar niðurgreiðslur eða skattafslætti. Líklega er Oddný að vísa til þess að ekki eru allar greinar innan ferðaþjónustu í hæsta virðisaukaskattsþrepi. Það er í augum sumra ígildi skattaafsláttar. Ástæðan er hins vegar sú, að í ferðaþjónustu þarf að huga að alþjóðlegri samkeppnishæfni og stundum er það nú bara þannig, að lægri skattar á neytendur og fyrirtæki þýða hærri tekjur fyrir alla þegar upp er staðið. En til þess að skilja það, þarf maður sennilega sjálfur að hafa stundað atvinnurekstur en ekki bara tala um hann. Að vita, skilja og tileinka sér Ég ráðlegg þingflokksformanninum að skoða aðrar atvinnugreinar en ferðaþjónustu til að finna mjög afgerandi dæmi um skattaafslætti, ívilnanir og niðurgreiðslur. Þá má benda fjármálaráherranum fyrrverandi að allar skapandi greinar eru utan virðisaukaskattskerfisins. Er hún að leggja til að skapandi greinar fari inn í virðisaukaskattskerfið og hætti að njóta „skattastyrkja“ eins og hún talar um? Skapandi greinar hér á landi líkt og ferðaþjónustan eiga í harðri samkeppni á heimsvísu og því þarf að gæta að samkeppnishæfni þessara greina. Þetta á nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að vita, skilja og tileinka sér. Annað er óboðlegt. Fjárfest til framtíðar Oddný fullyrðir að vöxtur ferðaþjónustu hafi heilt yfir verið ósjálfbær. Þar er ég henni algjörlega ósammála. Fjárfestingar í ferðaþjónustu hafa verið gerðar með tilliti til framtíðarvaxtarmöguleika. Á mjög eðlilegum forsendum - enda var þar til í mars á þessu ári, ekkert sem benti til annars en að ferðaþjónusta héldi áfram að vera burðarás í verðmætasköpun á Íslandi til framtíðar. Í raun hefur kórónuveirufaraldurinn ekki breytt þeim forsendum að neinu leyti - það er ekkert sem bendir til annars, en að ferðaþjónusta í heiminum taki upp þráðinn þar sem frá var horfið, um leið og aðstæður skapast. Mikil nýsköpun á sér stað í ferðaþjónustu Þingflokksformaðurinn vill taka aðra stefnu og renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Efla nýsköpun á öllum sviðum, tækniþróun og skapandi greinar. Það eru allir sammála um að það sé skynsamlegt. Meira að segja svo skynsamlegt, að þetta er orðið að hálfgerðri „möntru“, sem hver étur upp eftir öðrum og oft hefur maður á tilfinningunni að fólk viti ekki almennilega um hvað það er að tala. Hafa þarf að hafa í huga að nýsköpun og tækniþróun er stunduð í miklum mæli nú þegar, meðal annars í ferðaþjónustu í stórum stíl. Það vita líka allir sem eru í alvöru að stunda nýsköpun og tækniþróun (og tala ekki bara um það) að hún kostar tíma og fjármuni. Tíma sem við eigum ekki til núna og því fullkomlega óraunhæft að stóla á „eitthvað nýtt“, við endurreisn hagkerfisins til skamms tíma. Ekki geri ég ráð fyrir að Oddný sé sátt við um 16% atvinnuleysi í Suðurkjördæmi eða hátt í 20% atvinnuleysi á sínum heimaslóðum – Suðurnesjum – til langs tíma. Ekki ætlar fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar að setja alla í tækniþróun og nýsköpunarverkefni, eða hvað? Á bak við fyrirtækin er fólk Oddný segir í lok dæmalausrar færslu sinnar að nú sé ekki rétti tíminn „í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja“ að segja „sagði ég ekki“ - en hún gerir það nú samt. Hvað sagði hún? Að heimsfaraldur myndi á einhverjum tímapunkti kippa fótunum undan ferðaþjónustu og það væri í raun eðlilegt, þar sem hún var svo ósjálfbær? Ég ráðlegg þingflokksformanninum að hafa í huga að á bakvið fyrirtækin sem nú berjast í bökkum er venjulegt fólk, sem á afkomu sína algjörlega undir því að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á nýjan leik. Fólk, sem oft hefur lagt allt sitt undir við að byggja upp sín fyrirtæki og skapað um leið atvinnu fyrir aðra og skatttekjur fyrir samfélagið. Nú er ekki rétti tíminn til að koma með hrokafullar, ómaklegar og ósmekklegar yfirlýsingar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Alþingi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er margt bullið sem slengt er fram um ferðaþjónustu reglulega. Oftast er það ekki svara vert. En þegar kjörinn fulltrúi og þingflokksformaður Samfylkingarinnar reiðir til höggs og skellir blautri og skítugri tusku framan í stærstu atvinnugrein landsins, þá get ég ekki á mér setið. Sérstaklega ekki þegar atvinnugreinin er nú á hnjánum vegna óviðráðanlegra orsaka, starfsmenn hennar flestir á hlutabótum eða með uppsagnarbréfið í vasanum. Afkoma þessa fólks og fjölskyldna þeirra næstu mánuði og ár er óviss. Á dögunum birti þessi kjörni fulltrúi og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftirfarandi á Facebook síðu sinni: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Oddný Harðardóttir opinberar með þessu innleggi sínu bæði óvild í garð ferðaþjónustu, vanþekkingu og rangfærslur. Ferðaþjónustan dró vagninn Kannski er best að byrja á að benda þingflokksformanninum á að ferðaþjónusta spratt ekki upp úr engu árið 2010. Áratugina á undan, hafði átt sér stað öflugt frumkvöðla- og nýsköpunarstarf og fjárfesting - í mannauði, tækjum, húsum, búnaði og ekki síst í markaðsstarfi. Opinbert markmið var alltaf að auka hlut ferðaþjónustunnar í útflutningstekjum svo um munaði, en aðstæður til þess sköpuðust ekki fyrr en eftir fjármálahrunið, ókeypis alþjóðlegu umfjöllunina og auglýsingaherferðina í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli. Í uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin áratug hefur frumkvöðlastarfsemin og nýsköpunin haldið stöðugt áfram og sér ekki fyrir endann á því. Sem betur fer. Það var ferðaþjónustan, sem dró þjóðina upp úr djúpum, efnahagslegum öldudal eftirhrunsáranna, var aflgjafi hagvaxtar og atvinnusköpunar. Hún var grunnurinn að þeim lífsgæðum sem Íslendingar njóta í dag. Ferðaþjónusta varð sjálfsprottinn byggðaaðgerð í leiðinni og tókst það sem stjórnmála- og embættismönnum hafði mistekist í áratugi áður - að renna stoðum undir búsetu fólks á köldum svæðum, hringinn í kringum landið. Ferðaþjónusta þarf að vera samkeppnishæf Ferðaþjónusta hefur að mestu byggst upp á einkaframtaki. Að stærstum hluta erum við að tala um lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki, sem sjá eigendum sínum og öðrum fyrir lífsviðurværi. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa ekki fengið neinar niðurgreiðslur eða skattafslætti. Líklega er Oddný að vísa til þess að ekki eru allar greinar innan ferðaþjónustu í hæsta virðisaukaskattsþrepi. Það er í augum sumra ígildi skattaafsláttar. Ástæðan er hins vegar sú, að í ferðaþjónustu þarf að huga að alþjóðlegri samkeppnishæfni og stundum er það nú bara þannig, að lægri skattar á neytendur og fyrirtæki þýða hærri tekjur fyrir alla þegar upp er staðið. En til þess að skilja það, þarf maður sennilega sjálfur að hafa stundað atvinnurekstur en ekki bara tala um hann. Að vita, skilja og tileinka sér Ég ráðlegg þingflokksformanninum að skoða aðrar atvinnugreinar en ferðaþjónustu til að finna mjög afgerandi dæmi um skattaafslætti, ívilnanir og niðurgreiðslur. Þá má benda fjármálaráherranum fyrrverandi að allar skapandi greinar eru utan virðisaukaskattskerfisins. Er hún að leggja til að skapandi greinar fari inn í virðisaukaskattskerfið og hætti að njóta „skattastyrkja“ eins og hún talar um? Skapandi greinar hér á landi líkt og ferðaþjónustan eiga í harðri samkeppni á heimsvísu og því þarf að gæta að samkeppnishæfni þessara greina. Þetta á nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að vita, skilja og tileinka sér. Annað er óboðlegt. Fjárfest til framtíðar Oddný fullyrðir að vöxtur ferðaþjónustu hafi heilt yfir verið ósjálfbær. Þar er ég henni algjörlega ósammála. Fjárfestingar í ferðaþjónustu hafa verið gerðar með tilliti til framtíðarvaxtarmöguleika. Á mjög eðlilegum forsendum - enda var þar til í mars á þessu ári, ekkert sem benti til annars en að ferðaþjónusta héldi áfram að vera burðarás í verðmætasköpun á Íslandi til framtíðar. Í raun hefur kórónuveirufaraldurinn ekki breytt þeim forsendum að neinu leyti - það er ekkert sem bendir til annars, en að ferðaþjónusta í heiminum taki upp þráðinn þar sem frá var horfið, um leið og aðstæður skapast. Mikil nýsköpun á sér stað í ferðaþjónustu Þingflokksformaðurinn vill taka aðra stefnu og renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Efla nýsköpun á öllum sviðum, tækniþróun og skapandi greinar. Það eru allir sammála um að það sé skynsamlegt. Meira að segja svo skynsamlegt, að þetta er orðið að hálfgerðri „möntru“, sem hver étur upp eftir öðrum og oft hefur maður á tilfinningunni að fólk viti ekki almennilega um hvað það er að tala. Hafa þarf að hafa í huga að nýsköpun og tækniþróun er stunduð í miklum mæli nú þegar, meðal annars í ferðaþjónustu í stórum stíl. Það vita líka allir sem eru í alvöru að stunda nýsköpun og tækniþróun (og tala ekki bara um það) að hún kostar tíma og fjármuni. Tíma sem við eigum ekki til núna og því fullkomlega óraunhæft að stóla á „eitthvað nýtt“, við endurreisn hagkerfisins til skamms tíma. Ekki geri ég ráð fyrir að Oddný sé sátt við um 16% atvinnuleysi í Suðurkjördæmi eða hátt í 20% atvinnuleysi á sínum heimaslóðum – Suðurnesjum – til langs tíma. Ekki ætlar fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar að setja alla í tækniþróun og nýsköpunarverkefni, eða hvað? Á bak við fyrirtækin er fólk Oddný segir í lok dæmalausrar færslu sinnar að nú sé ekki rétti tíminn „í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja“ að segja „sagði ég ekki“ - en hún gerir það nú samt. Hvað sagði hún? Að heimsfaraldur myndi á einhverjum tímapunkti kippa fótunum undan ferðaþjónustu og það væri í raun eðlilegt, þar sem hún var svo ósjálfbær? Ég ráðlegg þingflokksformanninum að hafa í huga að á bakvið fyrirtækin sem nú berjast í bökkum er venjulegt fólk, sem á afkomu sína algjörlega undir því að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á nýjan leik. Fólk, sem oft hefur lagt allt sitt undir við að byggja upp sín fyrirtæki og skapað um leið atvinnu fyrir aðra og skatttekjur fyrir samfélagið. Nú er ekki rétti tíminn til að koma með hrokafullar, ómaklegar og ósmekklegar yfirlýsingar. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun