Vissi ekki af áformum útgerðarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2020 19:44 Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af áformum fimm útgerðarfélaga, um að draga kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka, þegar hann lét hörð orð falla um kröfur félaganna á Alþingi fyrr í vikunni. Hann fagnar ákvörðun útgerðarfélaganna um að falla frá kröfum sínum. Á þingfundi á þriðjudaginn voru ráðherrar harðorðir í garð þeirra sjö útgerðarfyrirtækja sem gert höfðu kröfur upp á rúma tíu milljarða á hendur ríkinu vegna skaða sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta. Sjá einnig: Útgerðin fái reikninginn, ekki skattgreiðendur Daginn eftir barst yfirlýsing frá fimm útgerðarfélaganna þar sem því er lýst yfir að þau dragi kröfur sínar til baka. Í Morgunblaðinu í gær sagði stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýni ráðherranna hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun félagsins um að falla frá kröfum sínum. Stjórn félagsins hafi á þriðjudaginn fallist á ósk aðaleiganda félagsins sem barst deginum áður um að hætta við málshöfðunina. Einum ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið greint frá þeirri ákvörðun. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vekur athygli á þessu á Facebook í dag þar sem hún gefur sér, að sökum þessa, hafi ríkisstjórnin haft vitneskju um málið. áður en þau fluttu ræður sínar á Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um áform fyrirtækjanna. „Ég hafði ekki haft neinar spurnir af því. Ég hafði hins vegar heyrt mikla gagnrýni og ég veit að sú gagnrýni hafði verið viðvarandi í langan tíma og allir þeir sem áttu hlutdeild að þessari málssókn vissu af þeirri gagnrýni,“ segir Bjarni. Honum þyki ánægjulegt að félögin hafi fallið frá kröfum sínum. „Ég vonast til þess að það verði endalok þessarar skaðabótakröfu. Menn sýndu fram á að lögum hefði ekki verið fylgt og það er útaf fyrir sig alvarlegt mál en mér fannst engin sanngirni í því að það gæti endað með skaðabótakröfu úr ríkissjóði fyrir þessum fjárhæðum. Það fannst mér bara alls ekki geta gengið upp.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Fjármálaráðherra segist ekki hafa vitað af áformum fimm útgerðarfélaga, um að draga kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka, þegar hann lét hörð orð falla um kröfur félaganna á Alþingi fyrr í vikunni. Hann fagnar ákvörðun útgerðarfélaganna um að falla frá kröfum sínum. Á þingfundi á þriðjudaginn voru ráðherrar harðorðir í garð þeirra sjö útgerðarfyrirtækja sem gert höfðu kröfur upp á rúma tíu milljarða á hendur ríkinu vegna skaða sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar makrílkvóta. Sjá einnig: Útgerðin fái reikninginn, ekki skattgreiðendur Daginn eftir barst yfirlýsing frá fimm útgerðarfélaganna þar sem því er lýst yfir að þau dragi kröfur sínar til baka. Í Morgunblaðinu í gær sagði stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, að gagnrýni ráðherranna hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun félagsins um að falla frá kröfum sínum. Stjórn félagsins hafi á þriðjudaginn fallist á ósk aðaleiganda félagsins sem barst deginum áður um að hætta við málshöfðunina. Einum ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið greint frá þeirri ákvörðun. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vekur athygli á þessu á Facebook í dag þar sem hún gefur sér, að sökum þessa, hafi ríkisstjórnin haft vitneskju um málið. áður en þau fluttu ræður sínar á Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, segist ekki hafa haft vitneskju um áform fyrirtækjanna. „Ég hafði ekki haft neinar spurnir af því. Ég hafði hins vegar heyrt mikla gagnrýni og ég veit að sú gagnrýni hafði verið viðvarandi í langan tíma og allir þeir sem áttu hlutdeild að þessari málssókn vissu af þeirri gagnrýni,“ segir Bjarni. Honum þyki ánægjulegt að félögin hafi fallið frá kröfum sínum. „Ég vonast til þess að það verði endalok þessarar skaðabótakröfu. Menn sýndu fram á að lögum hefði ekki verið fylgt og það er útaf fyrir sig alvarlegt mál en mér fannst engin sanngirni í því að það gæti endað með skaðabótakröfu úr ríkissjóði fyrir þessum fjárhæðum. Það fannst mér bara alls ekki geta gengið upp.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira